Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. nóvember 2024 14:03 Heitar umræður sköpuðust um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu í Pallborðinu í gær. Vísir/Vilhelm Hart var tekist á í Pallborðinu í gær um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu, sem Gunnar Smári Egilsson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir, fulltrúar Sósíalistaflokksins og Vinstri grænna, sögðust harðlega á móti. „Ég kannast ekki við að við höfum einhvern tímann talað um einhverja einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurður um afstöðu Viðreisnar. „Við höfum hins vegar talað um það að það sé alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Sigmar Guðmundsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru sammála um að rétt væri að gera samninga við einkaaðila til að auka þjónustu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Í Pallborðinu var meðal annars rætt um biðlista og erfitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Sigmar sagði forgangsatriði að tryggja fólki þjónustu en það mætti meðal annars gera með samningum við félagasamtök eða lækna. „Það er ekki trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé einkarekstur, það er ekki heldur trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé ríkisrekstur. Það er hins vegar trúarbragðaatriði af okkar hálfu að fólk fái þjónustu.“ Ótækt að ríkið sé að standa straum af arðgreiðslum einkaaðila Rósa sagði að í svörum Sigmars og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðherra, kristallaðist nálægð flokkanna við hvorn annan þegar kæmi að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. „Sigmar talar um það að hið opinbera þurfi að halda áfram að gera samninga við einkaaðila til þess að vinna á biðlistum. Gott og vel, það hefur verið gert núna og eins og ég sagði áðan, við höfum haft miklar áhyggjur af því hversu keyrt hefur verið áfram af stað með samninga við einkaaðila inni í heilbriðiskerfinu,“ sagði Rósa. Orðaskiptin hefjast á 47. mínútu: „Ríkið á ekki bara að borga fyrir samninga við einkaaðila heldur líka sjá á eftir arðgreiðslum út úr heilbrigðiskerfinu til einkaaðila, sem eru að sinna einhverjum aðgerðum og snúast um okkar heilbrigði. Ég skil ekki alveg þennan málflutning en það er gott að hafa þetta á hreinu.“ Rósa sagði ekki hægt að leggja að jöfnu sjálfseignastofnanir á borð við SÁÁ og einkaaðila sem greiddu sér út arð „á kostnað heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll“. Vinstri græn vildu heldur styrkja opinbera heilbrigðiskerfið í þágu allra, óháð stétt, stöðu og fjárhag. Grafið undan heilbrigðiskerfinu Menn voru ekki sammála um hvort blandað kerfi hefði gefist vel á hinum Norðurlöndunum. Gunnar Smári sagði að markvisst hefði verið grafið undan heilbrigðiskerfinu hérlendis, með þeim afleiðingum að biðlistar hefðu myndast. „Og þá mæta hægri flokkarnir og segja; „Heyrðu, við erum með lausnina. Viljiði ekki bara fá einkaavæðingu? Þessi er til í að skipta um mjaðmir...“ Ég er með svona ríkismjöðm, frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Fín mjöðm. Ríkið hefur margsinnis sannað að það getur skipt um mjaðmir í fólki. Af hverju má það ekki bara halda því áfram?“ Gunnar Smári sagði fólk fyrst og fremst vilja búa að öruggu heilbrigðiskerfi. Að kerfið hefði verið holað að innan til að greiða fyrir einkaaðilum og arðgreiðslum þeirra væri óheillaþróun. Þá var hann ekki sammála Sigmari um að hið svokallaða blandaða kerfi hefði gefist vel í Svíþjóð. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Gunnar Smári Egilsson sögðust alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Það eru mörg dæmi um að þetta hafi haft mjög slæmar afleiðingar og enn verri í skólakerfinu, þar sem skólakerfið í Svíþjóð er komið í stórkostlegan vanda útaf svona einkavæðingu og hugmyndum um að senda bara ávísun heim til foreldra til þess að kaupa menntun. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir sundrung í sænsku samfélagi. Því þarna verður bil á milli stétta, því þeir sem standa veikara fyrir fá laka menntun og eiga minni aðkomu inn í samfélagið en þeir sem standa betur og eiga efnaða foreldra, eru kannski með menntunarbakgrunn, þeir eiga auðveldari leið inn í samfélagið.“ Sakaði vinstri flokkana um „gamaldags hugsunarhátt“ Gunnar Smári sagði þetta stórhættulega leið og að menn þyrftu að standa vörð um kerfin. Hann og Sigmar tókust á um það hvort verið væri að tala niður starfsmenn í heilbrigðiskerfinu. Spurð að því hvort að það mætti ekki gera bæði; hleypa einkaaðilum að borðinu en setja þak á arðgreiðslur játtu bæði Sigmar og Áslaug Arna því. „Það hefur verið gert og hérna kristallast bara munurinn kannski á hægri og vinstri að einhverju leyti; sumir telja að það sé best að taka sem mesta skatta af fólki og útdeila þeim fjármunum... að ríkið reki allt. Við mælum hér gegn einkarekstri í skólakerfinu og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, á meðan við teljum að með því séum við að halda aftur af frumkvæði fólks, hvort sem það er í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, nýsköpun eða öðru,“ sagði Áslaug Arna undir frammíköllum Gunnars Smára og Sigmars. Gunnar Smári og Rósa Björk sökuðu Sigmar um útúrsnúning þegar hann sakaði þau um „gamaldags hugsun“ en Áslaug Arna sagði menn sammála um markmiðin á meðan þá greindi á um aðferðir. „Útgangspunkturinn er auðvitað að við viljum öll tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag, en okkur greinir á um hverjir geta rekið þá þjónustu.“ Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
„Ég kannast ekki við að við höfum einhvern tímann talað um einhverja einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu eða skólakerfinu,“ sagði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, spurður um afstöðu Viðreisnar. „Við höfum hins vegar talað um það að það sé alveg sjálfsagt og eðlilegt að ríkið geti flýtt fyrir því að fólk fái þjónustu með því að gera samninga sem ríkið greiðir þá fyrir. Það er allt annað en einkavæðing.“ Sigmar Guðmundsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru sammála um að rétt væri að gera samninga við einkaaðila til að auka þjónustu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm Í Pallborðinu var meðal annars rætt um biðlista og erfitt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og Sigmar sagði forgangsatriði að tryggja fólki þjónustu en það mætti meðal annars gera með samningum við félagasamtök eða lækna. „Það er ekki trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé einkarekstur, það er ekki heldur trúarbragðaatriði af okkar hálfu að það sé ríkisrekstur. Það er hins vegar trúarbragðaatriði af okkar hálfu að fólk fái þjónustu.“ Ótækt að ríkið sé að standa straum af arðgreiðslum einkaaðila Rósa sagði að í svörum Sigmars og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpnarráðherra, kristallaðist nálægð flokkanna við hvorn annan þegar kæmi að einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu. „Sigmar talar um það að hið opinbera þurfi að halda áfram að gera samninga við einkaaðila til þess að vinna á biðlistum. Gott og vel, það hefur verið gert núna og eins og ég sagði áðan, við höfum haft miklar áhyggjur af því hversu keyrt hefur verið áfram af stað með samninga við einkaaðila inni í heilbriðiskerfinu,“ sagði Rósa. Orðaskiptin hefjast á 47. mínútu: „Ríkið á ekki bara að borga fyrir samninga við einkaaðila heldur líka sjá á eftir arðgreiðslum út úr heilbrigðiskerfinu til einkaaðila, sem eru að sinna einhverjum aðgerðum og snúast um okkar heilbrigði. Ég skil ekki alveg þennan málflutning en það er gott að hafa þetta á hreinu.“ Rósa sagði ekki hægt að leggja að jöfnu sjálfseignastofnanir á borð við SÁÁ og einkaaðila sem greiddu sér út arð „á kostnað heilbrigðisþjónustu fyrir okkur öll“. Vinstri græn vildu heldur styrkja opinbera heilbrigðiskerfið í þágu allra, óháð stétt, stöðu og fjárhag. Grafið undan heilbrigðiskerfinu Menn voru ekki sammála um hvort blandað kerfi hefði gefist vel á hinum Norðurlöndunum. Gunnar Smári sagði að markvisst hefði verið grafið undan heilbrigðiskerfinu hérlendis, með þeim afleiðingum að biðlistar hefðu myndast. „Og þá mæta hægri flokkarnir og segja; „Heyrðu, við erum með lausnina. Viljiði ekki bara fá einkaavæðingu? Þessi er til í að skipta um mjaðmir...“ Ég er með svona ríkismjöðm, frá sjúkrahúsinu á Akranesi. Fín mjöðm. Ríkið hefur margsinnis sannað að það getur skipt um mjaðmir í fólki. Af hverju má það ekki bara halda því áfram?“ Gunnar Smári sagði fólk fyrst og fremst vilja búa að öruggu heilbrigðiskerfi. Að kerfið hefði verið holað að innan til að greiða fyrir einkaaðilum og arðgreiðslum þeirra væri óheillaþróun. Þá var hann ekki sammála Sigmari um að hið svokallaða blandaða kerfi hefði gefist vel í Svíþjóð. Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Gunnar Smári Egilsson sögðust alfarið á móti einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu.Vísir/Vilhelm „Það eru mörg dæmi um að þetta hafi haft mjög slæmar afleiðingar og enn verri í skólakerfinu, þar sem skólakerfið í Svíþjóð er komið í stórkostlegan vanda útaf svona einkavæðingu og hugmyndum um að senda bara ávísun heim til foreldra til þess að kaupa menntun. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir sundrung í sænsku samfélagi. Því þarna verður bil á milli stétta, því þeir sem standa veikara fyrir fá laka menntun og eiga minni aðkomu inn í samfélagið en þeir sem standa betur og eiga efnaða foreldra, eru kannski með menntunarbakgrunn, þeir eiga auðveldari leið inn í samfélagið.“ Sakaði vinstri flokkana um „gamaldags hugsunarhátt“ Gunnar Smári sagði þetta stórhættulega leið og að menn þyrftu að standa vörð um kerfin. Hann og Sigmar tókust á um það hvort verið væri að tala niður starfsmenn í heilbrigðiskerfinu. Spurð að því hvort að það mætti ekki gera bæði; hleypa einkaaðilum að borðinu en setja þak á arðgreiðslur játtu bæði Sigmar og Áslaug Arna því. „Það hefur verið gert og hérna kristallast bara munurinn kannski á hægri og vinstri að einhverju leyti; sumir telja að það sé best að taka sem mesta skatta af fólki og útdeila þeim fjármunum... að ríkið reki allt. Við mælum hér gegn einkarekstri í skólakerfinu og einkarekstri í heilbrigðiskerfinu, á meðan við teljum að með því séum við að halda aftur af frumkvæði fólks, hvort sem það er í menntakerfinu, heilbrigðiskerfinu, nýsköpun eða öðru,“ sagði Áslaug Arna undir frammíköllum Gunnars Smára og Sigmars. Gunnar Smári og Rósa Björk sökuðu Sigmar um útúrsnúning þegar hann sakaði þau um „gamaldags hugsun“ en Áslaug Arna sagði menn sammála um markmiðin á meðan þá greindi á um aðferðir. „Útgangspunkturinn er auðvitað að við viljum öll tryggja heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð efnahag, en okkur greinir á um hverjir geta rekið þá þjónustu.“
Pallborðið Alþingiskosningar 2024 Heilbrigðismál Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira