Raunveruleg pólítísk ábyrgð íslenskra stjórnmálamanna Ómar Már Jónsson skrifar 11. október 2024 13:01 Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Miðflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Undanfarin ár hefur mikil gagnrýni beinst að því hvernig íslenskir stjórnmálamenn velja að axla sína pólitísku ábyrgð, sérstaklega í umdeildum málum eins og Íslandsbankamálinu, Hvalveiðimálinu og Lindarhvolsmálinu. Í stað þess að segja af sér embætti virðist vera að skapast hefð fyrir þvi að það sé nægjanlegt að færa sig á milli ráðuneyta. Dæmi um þetta eru Bjarni Benediktsson og Svandís Svavarsdóttir, sem fengu ný ráðherraembætti þrátt fyrir mikla gagnrýni fyrir mistök og afglöp í starfi. Sú leið, þar sem pólitísk ábyrgð felst í formsatriðum en ekki raunverulegum afleiðingum, er skaðleg fyrir lýðræðislegan stöðugleika og til að endurheimta traust almennings þarf pólitísk ábyrgð að fela í sér alvarlegar afleiðingar, svo sem afsagnir eða brotthvarf úr stjórnmálum. Þegar almenningur skynjar að ráðherrar sleppa við að axla ábyrgð fyrir mistök sín verður trúin á stjórnmálakerfið sjálft fyrir skaða. Með tímanum hefur þessi tilhneiging til að komast hjá raunverulegum afleiðingum leitt til minnkandi þátttöku í kosningum og aukins vantrausts á stjórnvöldum. Traust og trúverðugleiki eru grunnstoðir lýðræðis í lýðræðisríkjum og er traust almennings á stjórnvöldum og fulltrúum þeirra lykilþáttur í því að viðhalda heilbrigðu samfélagi og stöðugleika. Þegar ráðherrar telja sig axla sína pólítísku ábyrgð með því að færa sig á milli ráðuneyta án þess að taka afleiðingum mistaka sinna, grefur það undan því trausti. Það liggur því fyrir að ráðamenn sem axla ekki ábyrgð á verkum sínum með raunverulegum afleiðingum stuðla að tilfinningu hjá almenningi um að valdhafar séu ónæmir fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir embættum þeirra. Ávinningur aukinnar ábyrgðar fyrir traust og trúverðugleika Ef íslenskir stjórnmálamenn myndu taka ábyrgð sína alvarlega og axla pólitíska ábyrgð á raunverulegan hátt, myndi það hafa margvíslega kosti fyrir samfélagið. Með því fellst aukin virðing og traust almennings. Með því væru þeir að axla raunverulega ábyrgð og sýna með gjörðum sínum að þeir virði stöðu sína og valdið sem þeim hefur verið veitt. Þannig er hægt að auka traust almennings á stjórnmálum og fólk myndi með því upplifa að stjórnvöld séu að starfa í þeirra þágu og að valdhafar þurfi að svara fyrir mistök sín. Með því að stjórnmálamenn taki raunverulega ábyrgð á mistökum myndi einnig aukast líkurnar á því að færni og fagmennska verði sett í forgrunn við skipanir í ráðherraembætti og ætti að leiða til þess að til starfanna komi hæfari einstaklingar sem setja hagsmuni þjóðarinnar ofar eigin frama. Þegar stjórnmálamenn axla ábyrgð á verkum sínum lærist ekki bara af mistökunum heldur eru líkurnar á því að þau endurtaki sig mun minni. Þegar ráðherrar geta ekki haldið áfram í embættum sínum án afleiðinga fyrir alvarleg mistök, verður pressan á næsta einstakling í embætti að gera betur. Að lokum Það styttist í kosningar! Núverandi stjórnarflokkar hafa misst sinn trúðverðugleika. Það er grundvallaratriði að íslenskir stjórnmálamenn fari að sýna meiri ábyrgð og axli sína pólitísku ábyrgð á raunverulegan hátt. Með því að setja raunverulega ábyrgð í forgrunn verður hægt að byggja upp sterkari stjórnsýslu, auka traust á lýðræðinu og stuðla að heilbrigðara og réttlátara samfélagi. Traust er ekki eitthvað sem stjórnmálamenn fá að gjöf, það er eitthvað sem þeir þurfa að vinna sér inn með því að sýna ábyrgð, gagnsæi og virðingu fyrir embættum sínum. Höfundur er stjórnarmaður í Miðflokknum.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun