Kynferðisofbeldið sýnt í dómsal Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. október 2024 11:25 Gisele hefur barist hart fyrir því að allar staðreyndir málsins verði dregnar upp á yfirborðið og ekkert dregið undan. Getty/Arnold Jerocki Lágvaxinn, fölur maður á bláum nærbuxum og í svörtum sokkum gengur að rúmi, þar sem kona liggur, næstum nakin, á hliðinni. Án fyrirvara byrjar maðurinn að nauðga konunni. Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum. Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira
Þetta er meðal þess sem sýnt var í dómsal í Avignon í Frakklandi í gær, þegar réttarhöld yfir Dominique Pelicot og um fimmtíu öðrum karlmönnum héldu áfram. Allir eru þeir sakaðir um að hafa nauðgað eða brotið gegn Gisele Pelicot, eiginkonu Dominique á meðan hún var meðvitundarlaus. Brotin stóðu yfir í um áratug, þar sem Dominique nauðgaði eiginkonu sinni sjálfur og bauð öðrum að gera slíkt hið sama í spjalli á netinu. Ofbeldið tók hann upp, klippti saman og safnaði. Gisele Pelicot barðist fyrir því að brot af myndskeiðunum yrðu sýnd í dómsal og dómarinn féllst á það en varaði viðstadda við myndefninu og bauð þeim sem treystu sér ekki til að víkja úr sal. Maðurinn í bláu nærbuxunum, 43 ára smiður nefndur Vincent C, er meðal þeirra sem segist saklaus. Að svo miklu leyti að hann segist ekki hafa vitað að Gisele hafi verið meðvitundarlaus og óviljugur þátttakandi. Þessu heldur hann fram jafnvel þótt heyra megi Gisele hrjóta á myndskeiðinu. Sumir mannanna hafa haldið því fram að Pelicot hafi tjáð þeim að eiginkonan væri að þykjast sofa og þetta væri allt partur af kynlífsleik. Hann hefur hins vegar sjálfur sagt að mönnunum hafi öllum verið ljóst hvernig var í pottinn búið. Gisele yfirgaf dómsalinn um tíma þegar Vincent C bar vitni en hann sagði reynsluna af „kynlífinu“ hafa verið „skrýtna“ og ólíka öðru sem hann hefði upplifað. Hann sagðist skilja, eftir að lögin voru útskýrð fyrir honum, að hann hefði tæknilega séð nauðgað Gisele en eins og margir aðrir ákærðu er það engu að síður afstaða hans að það eigi ekki að refsa honum fyrir þar sem hann hafi ekki vitað hvað hann var að gera. Sumir mannanna hafa borið því við að hafa verið undir stjórn Dominique og ekki þorað öðru en að hlýða og beita eiginkonu hans kynferðisofbeldi. Paul-Roger Gontard, verjandi eins mannanna, segir „grá svæði“ í málinu. Það sé misjafnt á hvaða tímapunkti mennirnir hafi gert sér grein fyrir hvað var raunverulega að eiga sér stað og þá hafi Dominique klippt myndskeiðin til og ómögulegt að segja til um hvort það sem fór í ruslið hefði sýnt fram á „sakleysi“ annarra ákærðu. Annar maður sem braut gegn Gisele sagði hana hafa brugðist við snertingu og því hefði hann haldið að hún væri bara að þykjast sofa. Þá fór hann mikinn gegn „gervi-femínistum“ og múgsefjun sem hann sagði fjölmiðla hafa valdið. Aðeins um helmingur ákærðu hefur borið vitni fyrir dómi og ætlað er að réttarhöldin muni halda áfram fram að jólum.
Frakkland Erlend sakamál Mál Dominique Pélicot Kynferðisofbeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Sjá meira