Reyna að ná til nýbúa til að Ísland verði fyrsta reyklausa þjóðin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. október 2024 14:42 Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen. Kristinn Ingvarsson Prófessorar og sérfræðingar í krabbameini og reykleysi segja brýnt að ná til innflytjenda hérlendis þar sem reykingar eru mun algengari en almennt gerist í landinu. Markmiðið að gera Ísland að reyklausri þjóð sé innan seilingar. Fyrirtæki eru hvött til að nálgast myndskreitta bæklinga á þremur tungumálum og kynna fyrir starfsfólki. Nýi bæklingurinn nefnist „Hættu nú alveg“ þar sem fjallað er um afleiðingar reykinga og hvernig hætta má reykingum. Bæklingurinn, sem er á þremur tungumálum, er hluti af ritþrennu um málið sem miðar að því að draga enn frekar úr reykingum í landinu og um leið kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Höfundar bæklingsins nýja eru þau Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen, öll læknar og hjúkrunarfræðingar sem koma að meðferð lungnakrabbameins og reykleysismeðferð á Landspítala og SÁÁ og hafa gefið vinnu sína. Tómas og Karl eru jafnframt prófessorar við Háskóla Íslands. Bæklingurinn sem má sækja sér ókeypis á netinu eða panta á kostnaðarverði.Kristinn Ingvarsson „Aðeins sex prósent Íslendinga reykja nú daglega sem er eitt lægsta reykingahlutfall í heimi. Það eru frábærar fréttir sem sýna hversu góðum árangri öflugar reykingavarnir hérlendis hafa skilað. Þetta þýðir jafnframt að Ísland getur á næstu tveimur árum orðið fyrsta þjóðin til að ná reykingatíðni undir fimm prósentum sem mörg ríki og stofnanir hafa sett sér sem markmið og nota til að skilgreina þjóð sem reyklausa,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Þótt vel gangi séu enn áskoranir í reykingavörnum hérlendis, ekki síst á meðal innflytjenda þar sem reykingar séu mun algengari. „Því er brýnt er að ná til þeirra og allra hinna sem reykja með auðskiljanlegu fræðsluefni og er bæklingurinn Hættu nú alveg saminn með það í huga. Er hann hugsaður sem viðbót við tvö önnur rit sem komu út fyrr á árinu og fjalla um afleiðingar reykinga með áherslu á lungnakrabbamein en líka mikilvægi reykleysis. Til mikils er að vinna því með því að gera Ísland reyklaust sparast tugir milljarða í heilbrigðiskerfinu um leið og reykleysi stuðlar að bætti líðan fólks og allir geta andað að sér hreinna lofti.“ Ritin þrjú má öll nálgast ókeypis á vefsíðunni www.lungnakrabbamein.is en þau er: Hættu nú alveg Ríkulega myndkreyttur bæklingur á mannamáli með svörtum húmor, ætlaður þeim sem vilja hætta að reykja. Helstu meðferðarleiðir eru úskýrðar og sömuleiðis af hverju rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki heppilegir kostir við reykleysismeðferð. Bæklingurinn er til á íslensku, ensku og pólsku. Lungnakrabbameinsbókin Bók ætluð heilbrigðisstarfsfólki, nemum í heilbrigðisvísindum og almenningi sem vilja kynna sér allt sem viðkemur lungnakrabbameini. Mest áhersla er lögð á nýjungar í greiningu og meðferð en einnig er í bókinni ítarlegur kafli um reykleysismeðferð. Lungnakrabbamein – upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur Hér er útskýrt á einföldu máli og með skýringarmyndum í hverju greining og meðferð lungnakrabbameins felst. Einnig eru upplýsingar um hvernig hægt er að hætta reykingum eftir greiningu og áður en meðferð er hafin. Hægt er að panta útprentuð eintök af bóknum þremur á kostnaðarverði með því að senda tölvupóst á: tomasgud@landspitali.is Þetta á ekki síst við um Hættu nú alveg bæklinginn sem atvinnurekendur get keypt og dreift meðal starfsfólks og þannig stuðlað að reyklausum vinnustað. Hægt er að fá bæklinginn á íslensku en einnig á ensku og pólsku. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Nýi bæklingurinn nefnist „Hættu nú alveg“ þar sem fjallað er um afleiðingar reykinga og hvernig hætta má reykingum. Bæklingurinn, sem er á þremur tungumálum, er hluti af ritþrennu um málið sem miðar að því að draga enn frekar úr reykingum í landinu og um leið kostnaði í heilbrigðiskerfinu. Höfundar bæklingsins nýja eru þau Tómas Guðbjartsson, Lára G. Sigurðardóttir, Sigríður Flygenring og Karl Andersen, öll læknar og hjúkrunarfræðingar sem koma að meðferð lungnakrabbameins og reykleysismeðferð á Landspítala og SÁÁ og hafa gefið vinnu sína. Tómas og Karl eru jafnframt prófessorar við Háskóla Íslands. Bæklingurinn sem má sækja sér ókeypis á netinu eða panta á kostnaðarverði.Kristinn Ingvarsson „Aðeins sex prósent Íslendinga reykja nú daglega sem er eitt lægsta reykingahlutfall í heimi. Það eru frábærar fréttir sem sýna hversu góðum árangri öflugar reykingavarnir hérlendis hafa skilað. Þetta þýðir jafnframt að Ísland getur á næstu tveimur árum orðið fyrsta þjóðin til að ná reykingatíðni undir fimm prósentum sem mörg ríki og stofnanir hafa sett sér sem markmið og nota til að skilgreina þjóð sem reyklausa,“ segir í tilkynningu frá Háskóla Íslands. Þótt vel gangi séu enn áskoranir í reykingavörnum hérlendis, ekki síst á meðal innflytjenda þar sem reykingar séu mun algengari. „Því er brýnt er að ná til þeirra og allra hinna sem reykja með auðskiljanlegu fræðsluefni og er bæklingurinn Hættu nú alveg saminn með það í huga. Er hann hugsaður sem viðbót við tvö önnur rit sem komu út fyrr á árinu og fjalla um afleiðingar reykinga með áherslu á lungnakrabbamein en líka mikilvægi reykleysis. Til mikils er að vinna því með því að gera Ísland reyklaust sparast tugir milljarða í heilbrigðiskerfinu um leið og reykleysi stuðlar að bætti líðan fólks og allir geta andað að sér hreinna lofti.“ Ritin þrjú má öll nálgast ókeypis á vefsíðunni www.lungnakrabbamein.is en þau er: Hættu nú alveg Ríkulega myndkreyttur bæklingur á mannamáli með svörtum húmor, ætlaður þeim sem vilja hætta að reykja. Helstu meðferðarleiðir eru úskýrðar og sömuleiðis af hverju rafsígarettur og nikótínpúðar eru ekki heppilegir kostir við reykleysismeðferð. Bæklingurinn er til á íslensku, ensku og pólsku. Lungnakrabbameinsbókin Bók ætluð heilbrigðisstarfsfólki, nemum í heilbrigðisvísindum og almenningi sem vilja kynna sér allt sem viðkemur lungnakrabbameini. Mest áhersla er lögð á nýjungar í greiningu og meðferð en einnig er í bókinni ítarlegur kafli um reykleysismeðferð. Lungnakrabbamein – upplýsingar fyrir sjúklinga og aðstandendur Hér er útskýrt á einföldu máli og með skýringarmyndum í hverju greining og meðferð lungnakrabbameins felst. Einnig eru upplýsingar um hvernig hægt er að hætta reykingum eftir greiningu og áður en meðferð er hafin. Hægt er að panta útprentuð eintök af bóknum þremur á kostnaðarverði með því að senda tölvupóst á: tomasgud@landspitali.is Þetta á ekki síst við um Hættu nú alveg bæklinginn sem atvinnurekendur get keypt og dreift meðal starfsfólks og þannig stuðlað að reyklausum vinnustað. Hægt er að fá bæklinginn á íslensku en einnig á ensku og pólsku.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Landspítalinn Háskólar Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira