Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir skrifar 5. október 2024 11:31 Þörf einstaklingsins til að tilheyra er mikil; tilheyra fjölskyldu, tilheyra vinahópi, tilheyra skólanum sínum, tilheyra íþróttafélagi - tilheyra samfélagi, öðlast um leið tilgang og mynda félagsleg tengsl. Félagsfræðingarnir og félagarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Á farsældarþingi fyrir ári síðan voru kynntar niðurstöður íslensku Æskulýðsrannsóknarinnar. Rannsóknin var stór og viðamikil og margir þættir skoðaðir, m.a. hvernig börn tilheyra í skólanum. Ein spurningin var: „Ef þú hugsar um skólann þinn, að hve miklu leyti ertu sammála eða ósammála eftirfarandi staðhæfingu? Mér finnst ég tilheyra í skólanum“. Hlutfall barna sem valdi svarmöguleikana „Mjög sammála“ eða „Sammála“ í 6. bekk með erlendan bakgrunn var 79%. Þegar svörun 8. bekkinga og 10. bekkinga eru skoðuð er hlutfallið sem telur sig tilheyra skólanum sínum lækkar hlutfallið í 67%. Það er sláandi staðreynd að allt að þriðjungur unglinga af erlendum uppruna telja sig ekki tilheyra skólanum sínum. Spurningar vakna um hvers vegna umhverfið í skólanum nær ekki að skapa skilyrði fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila í kringum þennan fjölda barna. Hvers vegna upplifa börn sig ekki tilheyra skólanum sínum sem iðar af lífi bæði barna og starfsfólks? Söguleg fjölgun fólks með erlendan bakrunn Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar heldur utan um, kemur fram að fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku hefur rúmlega tvöfaldast í grunnskólum Reykjavíkur frá árinu 2015 og telja í dag tæplega 3500 börn. Utan Reykjavíkur búa á öllu landinu um 3600 börn með annað móðurmál en íslensku. Þannig býr tæplega helmingur barna af erlendum uppruna á landsvísu í Reykjavík. Uppruni er klárlega breyta sem skiptir máli enda er tungumálið lykill að samfélaginu, lykill að vináttu og vellíðan, lykill að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lykill að þátttöku og virkni. Við viljum öll tilheyra hópi þar sem okkur líður vel, að við höfum rödd og að tekið sé mark á okkur, að á okkur sé hlustað. Krafa um meiri hagvöxt, hærri framleiðni á kostnað samkenndar og jöfnuðar? Í nýútkominni skýrslu OECD: Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland er að finna svör sem þarf að staldra við, hvaða ljós hafa blikkað lengi og verið hundsuð? Samtök Atvinnulífsins, íslenskt atvinnulíf og iðnaður þurfa að líta í eign barm en þau hafa notið krafta erlends vinnuafls án þess stuðla að markvissri inngildingu þeirra á vinnumarkaðinn, inn í samfélagið. Að stuðla að inngildingu starfsfólks sem kemur hingað til lands og greiðir til samneyslunar, enda atvinnuþátttaka fólks af erlendum uppruna mjög hjá skv. skýrslunni. Mikið til ófaglært fólk en einnig fólk með formlega menntun sem fær ekki menntun sína metna og vinnur við önnur störf en það menntaði sig til. Menntun og tekjur foreldra segja að mestu til um hvernig börnum vegnar í námi, og ofan á það bætist síðan uppruni fólks. Af því leiðir að börn ófaglærðs fólks með lágar tekjur sem eru af erlendum uppruna er sá hópur sem er verst settur í samfélaginu okkar. Í skýrslunni kemur fram að börn af erlendum uppruna gangi síður í leikskóla og verða þar með af því sem samsvarar þremur árum í námi miðað við íslenska jafnaldra sína. Þegar lögbundin grunnskólaganga tekur við þurfum við kannski ekki að verða svo hissa á því að rannsóknir sýni þau ekki tilheyra skólanum sínum, séu ólíklegri til að eignast vini eða taka þátt í tómstundum, eru líklegri til að hætta í framhaldsskóla og enn síður að útskrifast úr háskóla. Þau verða jaðarsett og einmana og upplifa ekki hlutdeild í þorpinu góða sem íslenskir foreldrar eru aldir upp við og þekkja. Reykjavíkurborg leiðandi í þjónusta börn af erlendum uppruna Reykjavíkurborg hefur sett málefni barna af erlendum uppruna í algeran forgang í skólanum þrátt fyrir að vera sniðgengin um 6 milljarða króna á ári í tekjur vegna vangreiðslna á framlagi til grunnskóla og sérframlags til barna af erlendum uppruna. í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslenskufærni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Þannig hafa margir margir góðir hlutir verið gerðir síðustu þrjú kjörtímabil til að stuðla inngildingu barnana inn í nærsamfélagið sitt, verkefni eins og Frístundir í Breiðholti, frístundastyrkur hækkaður upp í 75 þúsund og sjóður stofnaður til að greiða umfram kostnað sem hlýst af skipulögðu tómstundastarf fyrir tekjulágar fjölskyldur. Fjárfest hefur verið í innviðum íþróttamannvirkja fyrir milljarða, fern íslenskuver sett á laggirnar og hefur Miðja máls og læsis verið leiðandi á landsvísu í að þróa leiðir við kennslu og námsmat, eins og milli mála prófið, til þess að þjónusta þennan sístækkandi hóp barna. Þrátt fyrir stefnur, aðgerðir, aukið fjármagn og ríkan pólitískan vilja meirihlutans í Reykjavík þá er staðan mikið áhyggjuefni enda fleiri þættir sem koma að mótun samfélags en pólitískur vilji. Úrelt aðalnámskrá Í fyrra var Kjalnesingasaga kennd í 8. bekk í skóla í borginni. Í árganginum eru töluð 24 tungumál. Barn sem er af íslenskum uppruna fékk stuðning heima, á hverju kvöldi var farið yfir kaflana og sagan heimfærð til nútímans og tengd staðháttum í borginn i- Kjalarnes, Korpúlfsstaðir, Elliðavatn, Esjan og vandræðin sem skapast þegar tveir menn vilja giftast sömu konunni. Svo er það barnið af erlendum uppruna, á foreldra hafa aldrei fengið stuðning eða hvatningu frá sínum vinnustað til að læra íslensku, langur vinnudagur, stundum í fleiri en einu starfi til að ná endum saman, dýrtíð og jafnvel gekk barnið ekki í leikskóla því foreldrar þekktu ekki til þeirra. Þau börn þurfa algerlega að reiða á sjálft sig, kennarann og skólafélagana eða ekki. Sum börn gefast upp. Sumir foreldrar gefast upp því þau geta ekki stutt við börnin sín. Hvað gera börn sem gefast upp? Hegðun breytist, hætta sjá tilgang að mæta í skólann og þau leita í jaðarsetta hópa sem hefur verið hafnað í öðrum skólum. Hvernig er hægt að meta færni nemandanna í Kjalnesingasögu þegar horft er á færni fjölbreytts nemendahóps sem talar 24 tungumál. Standa börnin jafnfætis? Nei það gera þau ekki og kannski þarf að endurskoða kerfið sem hannar svona umgjörð fyrir börn- kannski er tímaskekkja að kenna Kjalnesingasögu í grunnskóla, kannski ætti hún heima í bóknámsframhaldsskóla. Við erum allavega komin á þann stað að þurfa að endurhugsa kerfin okkar, fá meiri fjölbreytileika í námsgögn, stokka upp aðalnámskrá og námsmat sem taka mið af ólíkum þörfum barna og sveigjanleika til að hægt sé að vinna með börnum á grundvelli styrkleika þeirra því þá eru meiri líkur en minni að þeim líði vel, þau fái tilgang og þar af leiðandi tilheyri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður íbúaráðs Breiðholts og varafulltrúi í skóla- og frístundaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Samfylkingin Sara Björg Sigurðardóttir Skóla- og menntamál Innflytjendamál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þörf einstaklingsins til að tilheyra er mikil; tilheyra fjölskyldu, tilheyra vinahópi, tilheyra skólanum sínum, tilheyra íþróttafélagi - tilheyra samfélagi, öðlast um leið tilgang og mynda félagsleg tengsl. Félagsfræðingarnir og félagarnir Baumeister og Leary settu fram kenningu „um þörfina fyrir “að tilheyra“ árið 1995 en tilgátan um þörfina fyrir að tilheyra felur í sér að einstaklingurinn hefur mikla þörf fyrir að mynda og viðhalda varanlegum og jákvæðum mannlegum samskiptum. Tvö skilyrði þarf að uppfylla, annars vegar er það þörfin fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila. Hins vegar þurfa samskiptin að hafa jákvæð áhrif á velferð þeirra. Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Á farsældarþingi fyrir ári síðan voru kynntar niðurstöður íslensku Æskulýðsrannsóknarinnar. Rannsóknin var stór og viðamikil og margir þættir skoðaðir, m.a. hvernig börn tilheyra í skólanum. Ein spurningin var: „Ef þú hugsar um skólann þinn, að hve miklu leyti ertu sammála eða ósammála eftirfarandi staðhæfingu? Mér finnst ég tilheyra í skólanum“. Hlutfall barna sem valdi svarmöguleikana „Mjög sammála“ eða „Sammála“ í 6. bekk með erlendan bakgrunn var 79%. Þegar svörun 8. bekkinga og 10. bekkinga eru skoðuð er hlutfallið sem telur sig tilheyra skólanum sínum lækkar hlutfallið í 67%. Það er sláandi staðreynd að allt að þriðjungur unglinga af erlendum uppruna telja sig ekki tilheyra skólanum sínum. Spurningar vakna um hvers vegna umhverfið í skólanum nær ekki að skapa skilyrði fyrir samfelld og ánægjuleg samskipti við nokkra aðila í kringum þennan fjölda barna. Hvers vegna upplifa börn sig ekki tilheyra skólanum sínum sem iðar af lífi bæði barna og starfsfólks? Söguleg fjölgun fólks með erlendan bakrunn Í tölulegum upplýsingum sem Skóla- og frístundasvið borgarinnar heldur utan um, kemur fram að fjöldi barna með annað móðurmál en íslensku hefur rúmlega tvöfaldast í grunnskólum Reykjavíkur frá árinu 2015 og telja í dag tæplega 3500 börn. Utan Reykjavíkur búa á öllu landinu um 3600 börn með annað móðurmál en íslensku. Þannig býr tæplega helmingur barna af erlendum uppruna á landsvísu í Reykjavík. Uppruni er klárlega breyta sem skiptir máli enda er tungumálið lykill að samfélaginu, lykill að vináttu og vellíðan, lykill að fjölbreyttu íþrótta- og tómstundastarfi, lykill að þátttöku og virkni. Við viljum öll tilheyra hópi þar sem okkur líður vel, að við höfum rödd og að tekið sé mark á okkur, að á okkur sé hlustað. Krafa um meiri hagvöxt, hærri framleiðni á kostnað samkenndar og jöfnuðar? Í nýútkominni skýrslu OECD: Skills and Labour Market Integration of Immigrants and their Children in Iceland er að finna svör sem þarf að staldra við, hvaða ljós hafa blikkað lengi og verið hundsuð? Samtök Atvinnulífsins, íslenskt atvinnulíf og iðnaður þurfa að líta í eign barm en þau hafa notið krafta erlends vinnuafls án þess stuðla að markvissri inngildingu þeirra á vinnumarkaðinn, inn í samfélagið. Að stuðla að inngildingu starfsfólks sem kemur hingað til lands og greiðir til samneyslunar, enda atvinnuþátttaka fólks af erlendum uppruna mjög hjá skv. skýrslunni. Mikið til ófaglært fólk en einnig fólk með formlega menntun sem fær ekki menntun sína metna og vinnur við önnur störf en það menntaði sig til. Menntun og tekjur foreldra segja að mestu til um hvernig börnum vegnar í námi, og ofan á það bætist síðan uppruni fólks. Af því leiðir að börn ófaglærðs fólks með lágar tekjur sem eru af erlendum uppruna er sá hópur sem er verst settur í samfélaginu okkar. Í skýrslunni kemur fram að börn af erlendum uppruna gangi síður í leikskóla og verða þar með af því sem samsvarar þremur árum í námi miðað við íslenska jafnaldra sína. Þegar lögbundin grunnskólaganga tekur við þurfum við kannski ekki að verða svo hissa á því að rannsóknir sýni þau ekki tilheyra skólanum sínum, séu ólíklegri til að eignast vini eða taka þátt í tómstundum, eru líklegri til að hætta í framhaldsskóla og enn síður að útskrifast úr háskóla. Þau verða jaðarsett og einmana og upplifa ekki hlutdeild í þorpinu góða sem íslenskir foreldrar eru aldir upp við og þekkja. Reykjavíkurborg leiðandi í þjónusta börn af erlendum uppruna Reykjavíkurborg hefur sett málefni barna af erlendum uppruna í algeran forgang í skólanum þrátt fyrir að vera sniðgengin um 6 milljarða króna á ári í tekjur vegna vangreiðslna á framlagi til grunnskóla og sérframlags til barna af erlendum uppruna. í kosningastefnu Samfylkingarinnar 2018 var kafli um aðgerðaáætlun um málefni barna með annað móðurmál en íslensku og hún er komin í framkvæmd. Með henni var lögð rík áhersla á að jafna tækifæri þessara barna og jafnaldra þeirra til menntunar enda er íslenskufærni grundvallaratriði varðandi lýðræðislega þátttöku, jafnrétti í skóla- og frístundastarfi og samfélaginu öllu. Þannig hafa margir margir góðir hlutir verið gerðir síðustu þrjú kjörtímabil til að stuðla inngildingu barnana inn í nærsamfélagið sitt, verkefni eins og Frístundir í Breiðholti, frístundastyrkur hækkaður upp í 75 þúsund og sjóður stofnaður til að greiða umfram kostnað sem hlýst af skipulögðu tómstundastarf fyrir tekjulágar fjölskyldur. Fjárfest hefur verið í innviðum íþróttamannvirkja fyrir milljarða, fern íslenskuver sett á laggirnar og hefur Miðja máls og læsis verið leiðandi á landsvísu í að þróa leiðir við kennslu og námsmat, eins og milli mála prófið, til þess að þjónusta þennan sístækkandi hóp barna. Þrátt fyrir stefnur, aðgerðir, aukið fjármagn og ríkan pólitískan vilja meirihlutans í Reykjavík þá er staðan mikið áhyggjuefni enda fleiri þættir sem koma að mótun samfélags en pólitískur vilji. Úrelt aðalnámskrá Í fyrra var Kjalnesingasaga kennd í 8. bekk í skóla í borginni. Í árganginum eru töluð 24 tungumál. Barn sem er af íslenskum uppruna fékk stuðning heima, á hverju kvöldi var farið yfir kaflana og sagan heimfærð til nútímans og tengd staðháttum í borginn i- Kjalarnes, Korpúlfsstaðir, Elliðavatn, Esjan og vandræðin sem skapast þegar tveir menn vilja giftast sömu konunni. Svo er það barnið af erlendum uppruna, á foreldra hafa aldrei fengið stuðning eða hvatningu frá sínum vinnustað til að læra íslensku, langur vinnudagur, stundum í fleiri en einu starfi til að ná endum saman, dýrtíð og jafnvel gekk barnið ekki í leikskóla því foreldrar þekktu ekki til þeirra. Þau börn þurfa algerlega að reiða á sjálft sig, kennarann og skólafélagana eða ekki. Sum börn gefast upp. Sumir foreldrar gefast upp því þau geta ekki stutt við börnin sín. Hvað gera börn sem gefast upp? Hegðun breytist, hætta sjá tilgang að mæta í skólann og þau leita í jaðarsetta hópa sem hefur verið hafnað í öðrum skólum. Hvernig er hægt að meta færni nemandanna í Kjalnesingasögu þegar horft er á færni fjölbreytts nemendahóps sem talar 24 tungumál. Standa börnin jafnfætis? Nei það gera þau ekki og kannski þarf að endurskoða kerfið sem hannar svona umgjörð fyrir börn- kannski er tímaskekkja að kenna Kjalnesingasögu í grunnskóla, kannski ætti hún heima í bóknámsframhaldsskóla. Við erum allavega komin á þann stað að þurfa að endurhugsa kerfin okkar, fá meiri fjölbreytileika í námsgögn, stokka upp aðalnámskrá og námsmat sem taka mið af ólíkum þörfum barna og sveigjanleika til að hægt sé að vinna með börnum á grundvelli styrkleika þeirra því þá eru meiri líkur en minni að þeim líði vel, þau fái tilgang og þar af leiðandi tilheyri. Höfundur er varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, formaður íbúaráðs Breiðholts og varafulltrúi í skóla- og frístundaráði.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar