Þreytt dæmi Fjóla Blandon skrifar 1. október 2024 23:02 Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er gífurlega vinsæll ferðamannastaður og hefur verið lengi. Skiljanlega hafa landsmenn og stjórnvöld reynt að hamra það járn meðan heitt er. Ferðamennskan býður upp á fjöldann allan af tækifærum og fátt er skemmtilegra en að fá að deila fallega landinu okkar og menningu með öðrum þjóðum. Þó er aldrei svo djúpur brunnur að ei verði upp ausinn og er ferðamannastraumurinn orðinn fullmikill. Því miður er staðan í dag algjörlega komin út fyrir sæmileg mörk og finnst mér stjórnvöld og stórrisar í ferðamennsku hafa gleymt sér í græðginni. Það verður að viðurkennast að staðan hér á landi með óheftum ágangi ferðamanna er ansi lýjandi. Fylgir hér því þreytandi listi sem tengist áhrifum ferðamannaiðnaðarins eins og hann er í dag: Ég er þreytt á að víla fyrir mér að ferðast um landið mitt því Hringvegurinn er ókeyrandi vegna brjálaðrar umferðar. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vörubílstjóra, þar sem vinnudagurinn hefur lengst um 1-2 tíma vegna umferðar, eða hreinlega færst yfir á óguðlegan, ófjölskylduvænan tíma til að sleppa undan téðri umferð. Ég er þreytt á að nauðhemla á þjóðveginum af því að ferðamaður lagði á miðjum vegi til að taka myndir af hestum eða norðurljósum. Ég verð þreytt við tilhugsunina um vegavinnumenn, sem hafa ekki undan við að gera við vegi landsins sem eru undir gífurlegu álagi vegna tíðra rútuferða og bílaleigubíla. Ég verð þreytt við tilhugsunina um heilbrigðisstarfsfólk, sem ætlast er til að hlaupi hraðar og lifi á þakklætinu þegar kemur að auknu álagi á kerfið með sístækkandi straumi ferðamanna. Ég verð þreytt við tilhugsunina um björgunarsveitarfólk, sem fær alloft beiðnir um að bjarga ferðafólki sem er vanbúið fyrir íslenskar aðstæður. Ég er þreytt á að sjá ekki náttúruperlurnar mínar fyrir litskrúðugum úlpum, löngum röðum og fjöldanum öllum af rútum. Ég er þreytt á að sjá ásýnd heilu þéttbýlanna hverfa vegna ferkantaðra, stórra hótela. Ég er þreytt á að geta ekki keyrt í gegnum sveitir landsins án þess að keyra fram hjá ferðamannagistingu af einhverju tagi á 2km fresti. Ég er þreytt á því að stjórnvöld loki augunum fyrir tækifærum til að auka sjálfbærni Íslands með meiri stuðningi við starfsgreinar sem tengjast ekki ferðamennsku. Ég er þreytt á að hagnaðurinn sem hlýst af ferðamönnum fer í vasann á nokkrum vel völdum, frekar en að hann sé nýttur í bættar, umhverfisvænni samgöngur og betra heilbrigðiskerfi. Ég er þreytt á að stjórnvöld ætlist til að allir taki þátt í ferðamannaiðnaðinum með beinum eða óbeinum hætti. Ég er þreytt á að sjá ungt fólk ströggla á fasteignamarkaði þar sem verðið er stjarnfræðilega hátt vegna ferðamannaleiguíbúða. Ég er þreytt á að sjá stjórnvöld tala um mikilvægi þess að hlúa að íslenskri tungu en kippa sér svo ekkert við skilti, matseðla, vörumerki og auglýsingar íslenskra fyrirtækja á ensku. Ég er þreytt á að sjá íslenskum heitum á vörumerkjum breytt í erlend til að auðvelda ferðamönnum að versla. Ég er þreytt á að upplýsingaskilti séu á ensku fyrst og íslensku síðast (ef íslenskan er höfð með yfir höfuð). Ég er þreytt á að þurfa að biðja um matseðil á íslensku. Ég er þreytt á að litið sé á sveitir landsins sem ferðamannastað, frekar en vinnustað fólksins sem þar býr. Ég er þreytt á að viðhorf mitt til ferðamanna, sem áður var jákvætt sé orðið að mestu neikvætt. Rót ferðamennsku felst í því að heimsækja staði sem þú dáist að eða hefur áhuga á, og ég er almennt stolt af því að Ísland sé slíkur staður. Ég er þreytt á að búa í landi sem er áfangastaður ferðamanna fyrst, og heimili þjóðar síðast. Höfundur tekur lýsi, D-vítamín og sefur að meðaltali 8 klukkutíma á hverri nóttu
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun