Brýnt að finna þyrluflugi nýjan samastað Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2024 13:25 Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra telur það brýnt að finna þyrluflugi annan samastað en á Reykjavíkurflugvelli. Á sama tíma þurfi að vinna að aðgerðum til að draga úr hávaða vegna flugs á Reykjavíkurflugvelli í nærsamfélagi flugvallarins. Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það verði gert í samráði við Isavia, íbúa og hagaðila. „Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fundaði með íbúasamtökum Þar kemur fram að Svandís hafi fundað í gær með forsvarsfólki íbúasamtakanna Hljóðmarka. Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og er markmið þeirra að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að Svandís hafi tekið vel í erindi íbúasamtakanna og að hún geti tekið undir ýmis sjónarmið í þeirra málflutningi. Þá kemur fram að málið hafi verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna þarft og gott innlegg. Bæjarstjórinn í Kópavogi óskaði eftir því að funda með innviðaráðherra vegna sama máls í síðustu viku. Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira
Svandís hefur sett af stað vinnu innan ráðuneytisins við að móta aðgerðir til að draga úr áhrifum flugs á nærsamfélagið. Það verði gert í samráði við Isavia, íbúa og hagaðila. „Það er afar mikilvægt að eiga málefnalegt samtal um áhrif flugumferðar á nærsamfélagið hér á höfuðborgarsvæðinu. Ég tel brýnt að finna nýjan samastað fyrir þyrluflug, sem hefur stóraukist á síðustu árum. Samtímis þarf að vinna að markvissum aðgerðum til að draga úr hávaða á flugvellinum, sem er alltof mikill og með öllu ólíðandi. Fundurinn með Hljóðmörk var mjög gagnlegur og ég hlakka til að vinna að úrlausn þessara mála í samvinnu við þessi samtök og öll þau sem koma að málinu,“ segir Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Fundaði með íbúasamtökum Þar kemur fram að Svandís hafi fundað í gær með forsvarsfólki íbúasamtakanna Hljóðmarka. Samtökin voru stofnuð í síðustu viku og er markmið þeirra að draga úr óþarfa flugumferð á Reykjavíkurflugvelli, einkum það sem snýr að einkaflugvélum, þyrlum og einkaþotum. Að samtökunum standa íbúar úr Hlíðum, Miðbæ, Vesturbæ Reykjavíkur og á Kársnesi í Kópavogi. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins í dag kemur fram að Svandís hafi tekið vel í erindi íbúasamtakanna og að hún geti tekið undir ýmis sjónarmið í þeirra málflutningi. Þá kemur fram að málið hafi verið skoðað í ráðuneytinu og erindi íbúasamtakanna þarft og gott innlegg. Bæjarstjórinn í Kópavogi óskaði eftir því að funda með innviðaráðherra vegna sama máls í síðustu viku.
Reykjavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Fréttir af flugi Reykjavík Kópavogur Umhverfismál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Sjá meira