Fjórar myndir af Íslandi Björn Leví Gunnarsson skrifar 3. september 2024 18:31 Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Efnahagsmál Píratar Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur ríkisstjórnin hrósað sér í hástert fyrir að hafa bætt ráðstöfunartekjur og kaupmátt fólks í landinu. Nýlega kom út skýrsla Nordregio sem sýnir þróun kaupmáttar á Norðurlöndunum. Eins og sést af myndinni hérna fyrir neðan þá jókst kaupmáttur á Íslandi þó nokkuð á milli áranna 2018 og 2022. Mjög jákvætt, er það ekki? Jú, aukningin er auðvitað jákvæð en þessi mynd segir ekki alla söguna. Skoðum næstu mynd. Hérna sést samanburður á miðgildi kaupmáttar á Norðurlöndunum. Noregur trónir þar á toppnum og Danmörk á svipuðu róli. Þannig að þrátt fyrir aukningu kaupmáttar á Íslandi á undanförnum árum þá erum við samt sem áður langt á eftir hinum Norðurlöndunum. Hversu langt sést betur á síðustu myndinni. Hér þarf að benda á að ásinn byrjar í 15.000 sem skekkir myndina dálítið. Noregur er þrátt fyrir það með tvöfaldan kaupmátt á við Ísland í samræmdum gjaldmiðli. Það er vissulega jákvætt að þróunin hefur verið upp á við frá því að lífskjarasamningarnir voru gerðir, ólíkt þróuninni í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. En Noregur skilur okkur hin eftir í rykinu á þessum tíma. Þetta er ástæðan fyrir því að það þarf alltaf að skoða heildarmyndina. Það er ekki nóg að sýna bara fyrstu myndina, aukninguna. Við þurfum mynd númer 2 og 3 líka til þess að skilja samhengið - sem er að kaupmáttur á Íslandi er mjög lítill miðað við hin Norðurlöndin. Við erum vissulega með há laun en á sama tíma fáum við ekki nærri því eins mikið fyrir þau laun og nágrannaþjóðir okkar - þegar við skoðum miðgildistölur. Ef við skoðum meðaltölin þá eru þau aðeins öðruvísi, af því að meðaltalið er hærra en miðgildið. Af því að tekjudreifing á Íslandi er toppþung. Fáir aðilar með miklar tekjur draga meðaltalið upp. Flestir þurfa hins vegar að lifa nær miðgildinu. Til viðbótar við þetta sýna gögn Hagstofunnar að kaupmáttur hefur farið lækkandi síðan um mitt ár 2022. Myndirnar hérna fyrir ofan væru því ekki alveg eins jákvæðar ef gögnin næðu til dagsins í dag. Pólitíkin talar sjaldnast um heildarmyndina. Þar er yfirleitt verið að handvelja jákvæðar tölur til þess að hreykja sér af. Mestan hluta af þessu kjörtímabili hafa ráðherrar montað sig af kaupmáttaraukningunni - án samhengis. Á undanförnu ári hafa þær raddir hins vegar þagnað og frekar verið að benda á að einu sinni var verðbólgan yfir 10% en er núna bara rétt rúmlega 6% - því það verður alltaf að finna eitthvað jákvætt. Við verðum hins vegar að gera betur því það er ekki heiðarlegt að blekkja landsmenn með handvöldum jákvæðum tölum sem segja í rauninni ekkert um heildarsamhengið - sem er að kaupmáttur miðgildistekna er lægstur á Íslandi í samanburði við nágrannaríki okkar. Ástæðan fyrir því er hátt verð á öllu mögulegu og ómögulegu. Þar leikur íslenska krónan stórt hlutverk. Líka verðtryggingin. Það er samt engin töfralausn að skipta yfir í evru eða einhvern annan gjaldmiðil. Það er ekki heldur töfralausn og afnema verðtrygginguna. Slíkar breytingar krefjast nýrrar efnahagsstjórnar sem verður ekki komið á hnökralaust. En með því að annað hvort taka upp fastgengisstefnu (svipað og Danmörk) eða evru og að afnema verðtrygginguna verður hægt að leggja nýjan grundvöll að lífsgæðum til framtíðar - án þeirrar yfirgengilegu verðbólgu sem dynur reglulega yfir okkur. Sú verðbólga er nefnilega innbyggð í núverandi hagkerfi sem hagstjórnartæki. Verðtryggingin er hins vegar hagstjórnartæki sem kemur niður á heimilum landsins en stendur vörð um bankana. Ábyrgðinni er ekki deilt jafnt á milli allra í samfélaginu. Því þurfum við að breyta. Höfundur er þingmaður Pírata.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun