Íbúar og ferðaþjónusta í sátt? Inga Hlín Pálsdóttir skrifar 3. september 2024 14:03 Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Hlín Pálsdóttir Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið er einn helsti áfangastaður landsins. Langflestir þeirra erlendu ferðamanna sem heimsækja Ísland dvelja á höfuðborgarsvæðinu í lengri eða skemmri tíma. Sjálfbærni höfuðborgarsvæðisins sem áfangastaðar skiptir því miklu til að tryggja sátt milli íbúa, atvinnulífs og ferðamannanna sjálfra. Íbúar þurfa að vera sáttir við hvernig umhverfi þeirra þróast. Til að fylgjast með stöðu þessara mála lét Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins gera könnun meðal íbúa höfuðborgarsvæðisins um viðhorf þeirra til ferðamanna. Könnunin fór fram vorið 2024 og sýna niðurstöður hennar að þrátt fyrir að ánægja íbúa gagnvart ferðamönnum minnki frá síðustu árum er yfirgnæfandi meirihluti þeirra á því að ferðamenn séu vingjarnlegir og kurteisir. Athyglisverðar niðurstöður Kannanir á sama grunni hafa verið gerðar síðan 2015 og hafa þær sýnt sveiflur í afstöðu íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna. Á árunum 2017 og 2018, þegar ferðamönnum fjölgaði hratt, minnkaði jafnframt ánægja íbúa í þeirra garð. Á þeim árum mældist ánægja þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu með ferðamenn svipuð og nú. Ánægja íbúa jókst síðan þegar fjöldi ferðamanna dróst saman á árunum 2019 til 2021 og náði hámarki árið 2022. Þá sögðust 85% íbúa höfuðborgarsvæðisins vera ánægð með fjölda ferðamanna í sinni heimabyggð. Í ár segjast 66% íbúa jákvæð gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu. Sem fyrr er meirihluti aðspurðra þeirrar skoðunar að ferðamenn hafi góð áhrif á efnahagslega afkomu íbúanna á svæðinu. Heil 73% aðspurða segja ferðaþjónustuna hafa jákvæð áhrif á efnahaginn, sem er þó lægri tala en síðustu ár, en mjög svipuð tala og árið 2019. Að sama skapi eru íbúar höfuðborgarsvæðisins þeirrar skoðunar að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á ýmsa þætti þjónustu svo sem verslun, afþreyingu og framboð veitingaþjónustu. Alls telja til að mynda rúmlega 80% aðspurða að ferðaþjónustan hafi jákvæð áhrif á fjölda og þjónustu veitingastaða. Samstarfsvettvangur mikilvægur Það er mikilvægt að til sé vettvangur þar sem að ferðaþjónustuaðilar, sveitarfélögin og stoðkerfið stilla saman strengi. Samstarfsvettvangur sem býður upp á umræðu um gildi og þróun áfangastaðarins. Markaðsstofa höfuðborgarsvæðisins er þessi vettvangur fyrir höfuðborgarsvæðið. Að henni standa sveitarfélögin Garðabær, Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær, Reykjavík og Seltjarnarnes sem og ferðaþjónustan og aðrir hagaðilar á svæðinu. Stofan var stofnuð fyrir um ári síðan og er hlutverk hennar að þróa og markaðssetja áfangastaðinn höfuðborgarsvæðið í heild ásamt því að efla atvinnustarfsemi og auka gjaldeyristekjur. Stofan tók við völdum verkefnum Höfuðborgarstofu Reykjavíkurborgar sem áður sá til að mynda um framkvæmd hinnar árlegu könnunar um afstöðu íbúa til ferðamanna. Samtal við íbúaEitt meginhlutverk Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins er að efla samstarf um málefni ferðaþjónustunnar á höfuðborgarsvæðinu. Við munum því nýta þessi gögn í okkar vinnu á komandi misserum. Við munum skoða með sveitarfélögunum hvort og hvernig ræða megi við íbúa um hvað sé hægt að gera betur og hvernig við getum tryggt að gestakomur hingað verði sem ánægjulegastar fyrir alla.Sátt íbúa, ferðaþjónustunnar og sveitarfélaganna um málefni ferðaþjónustunnar skiptir gríðarlegu máli ef tryggja á sjálfbærni áfangastaðarins. Sjálfbærni er leiðarstef í stefnu íslenskra stjórnvalda um ferðaþjónustu og hornsteinn þróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar. Við hjá Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins í félagi við okkar hagaðila munum leggja okkur fram við þetta mikilvæga verkefni og vinna sem best að framgangi þess.Höfundur er framkvæmdastjóri Markaðsstofu höfuðborgarsvæðisins.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun