Starfsfólk í skólum muni leggja þunga áherslu á að stöðva vopnaburð barna Lovísa Arnardóttir skrifar 29. ágúst 2024 16:33 Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Ívar Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs í Reykjavík, hvetur foreldra til að ræða við börn sín um vopnaburð og hversu hættulegt það er að ganga með hníf á sér. Hann segir að næstu daga muni starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leggja þunga áherslu á að stöðva hnífaburð barna. Í tölvupósti sem Helgi sendi á foreldra grunnskólabarna í dag minnir hann sömuleiðis á að vopnaburður sé bannaður samkvæmt lögum. Brotið geti varðað sektum eða fangelsi upp að fjórum árum. Helgi sendir póstinn í kjölfar alvarlegrar stunguárásar á menningarnótt þar sem 16 ára strákur stakk þrjú önnur ungmenni, tvær stúlkur og einn dreng. Önnur stúlkan sem var stungin er í lífshættu á spítala. Drengurinn er alvarlega slasaður en á batavegi. Börn með hnífa í skólanum Helgi segir í pósti sínum að það hafi borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. „Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum,“ segir Helgi í pósti sínum og að ef barn verði uppvíst að því að bera vopn í skóla- og frístundastarfi verði vopnið gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum. Þá bendir Helgi foreldrum og forráðamönnum á að rannsóknir hafi sýnt að ákveðnir þættir verndi börn gegn áhættuhegðun. Það sé til dæmis samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. „Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir Helgi. Þá segir hann mikið forvarnargildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. „Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi.“ Skóla- og menntamál Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Í tölvupósti sem Helgi sendi á foreldra grunnskólabarna í dag minnir hann sömuleiðis á að vopnaburður sé bannaður samkvæmt lögum. Brotið geti varðað sektum eða fangelsi upp að fjórum árum. Helgi sendir póstinn í kjölfar alvarlegrar stunguárásar á menningarnótt þar sem 16 ára strákur stakk þrjú önnur ungmenni, tvær stúlkur og einn dreng. Önnur stúlkan sem var stungin er í lífshættu á spítala. Drengurinn er alvarlega slasaður en á batavegi. Börn með hnífa í skólanum Helgi segir í pósti sínum að það hafi borið á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í skólum og í frístundastarfi. „Slíkt er óásættanlegt og við verðum að stöðva þessa þróun með öllum ráðum,“ segir Helgi í pósti sínum og að ef barn verði uppvíst að því að bera vopn í skóla- og frístundastarfi verði vopnið gert upptækt, haft samband við foreldra og málið tilkynnt til lögreglu og barnaverndar í öllum tilvikum. Þá bendir Helgi foreldrum og forráðamönnum á að rannsóknir hafi sýnt að ákveðnir þættir verndi börn gegn áhættuhegðun. Það sé til dæmis samvera foreldra og barna, að foreldrar sýni umhyggju og setji skýr mörk og að foreldrar þekki vini barna sinna og foreldra þeirra. „Foreldrar þurfa að taka skýra afstöðu gegn neyslu barna á áfengi og vímuefnum og kaupi hvorki fyrir þau áfengi né leyfi eftirlitslaus partý,“ segir Helgi. Þá segir hann mikið forvarnargildi falið í þátttöku barna í skipulögðu frístundastarfi og að lögbundinn útivistartími sé virtur. „Mikilvægt er að foreldrar séu virkir þátttakendur í foreldrastarfi og taki þátt í starfi foreldrafélaga, foreldrarölti og bekkjarstarfi.“
Skóla- og menntamál Grunnskólar Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi gegn börnum Reykjavík Vopnaburður barna og ungmenna Ofbeldi barna Tengdar fréttir Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06 Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Miðbærinn orðinn hættulegri Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því. 29. ágúst 2024 14:06
Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum Alvarleg ofbeldisbrot ungmenna hafa fjórfaldast á tíu árum og sífellt algengara er að hnífur komi við sögu. Dómsmálaráðherra er slegin yfir lífshættulegulegri hnífaárás á menningarnótt. Nú þurfi allt samfélagið að leggjast á eitt til að sporna við slíkum brotum. 27. ágúst 2024 19:28