Segja snekkjuna hafa sokkið á örfáum mínútum Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2024 14:06 Kafarar skoða teikningar af snekkjunni Bayesian við höfnina í Porticello á Sikiley. Þeir geta aðeins verið í tólf mínútur að hámarki þar sem snekkjan hvílir á fimmtíu metra dýpi. AP/ítalska slökkviliðið Læknir sem tók á móti eftirlifendum af lystisnekkjunni sem sökk við Sikiley í gær segir þá hafa lýst því að snekkjunni hafi hvolft og hún sokkið á örfáum mínútum. Talið er að lík sex manna sem enn er saknað séu föst inni í snekkjunni á hafsbotni. Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu. Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Einn fannst látinn en fimmtán var bjargað eftir að lystisnekkjan Bayesian sökk rétt utan við höfnina í Porticello á Sikiley í gærmorgun. Sex er enn saknað, þar á meðal stjórnarformanns Morgan Stanley International, og Mike Lynch, bresks auðkýfings, og átján ára gamallar dóttur hans. Erfiðlega hefur gengið að leita að líkum fólksins. Snekkjan liggur á stjórnborðahliðinni á um fimmtíu metra dýpi og húsgögn hindra leið kafara að brúnni og káetum neðan þilja. Vegna dýpisins geta kafarar aðeins leitað í um tíu mínútur í senn. Einn kafaranna segir ítölskum fjölmiðlum að snekkjan sé svo gott sem heil á hafsbotninum. Engin ummerki sjáist um árekstur eða gat á skrokknum. Domenico Cipolla, læknir á Di Cristina-barnaspítalanum í Palermo á Sikiley, segir að fólk sem lifði slysið af hafi sagt honum að snekkjunni hafi hvolft á örfáum mínútum. Hann tók meðal annars á móti breskri konu sem bjargaði eins árs gamalli dóttur sinni frá drukknun með því að halda höfði hennar upp úr sjónum þar til hjálp barst. Vangaveltur hafa verið uppi um að snekkja hafi orðið fyrir skýstrók en vonskuveður var við Sikiley á aðfararnótt mánudags. Hitabylgja hefur verið í Miðjarðarhafinu við Sikiley og Sardiníu undanfarið og er sjórinn þar um þremur gráðum hlýrri en vanalega á þessum árstíma. Luca Mercalli, forseti ítalska veðurfræðisambandsins, segir Reuters-fréttastofunni að hitabylgjan nú sé afbrigðileg. Um það leyti sem snekkjan sökk hafi vindhraði mælst yfir fjörutíu metrum á sekúndu.
Ítalía Lystisnekkja sökk við Sikiley Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira