Hvalveiðar: Vaxandi áskorun fyrir íslenskt vistkerfi 8. ágúst 2024 20:00 Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Svanur Guðmundsson Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Hvalveiðar hafa lengi verið umdeildar á Íslandi og skiptar skoðanir meðal almennings og sérfræðinga. Með vaxandi fjölda hvala á Íslandsmiðum hefur samkeppni við manninn um verðmæta fiskistofna eins og þorsk aukist verulega. Hafrannsóknir hafa sýnt fram á að hvalir taka mikið magn af fiski úr sjónum, sem hefur áhrif á bæði íslenskan sjávarútveg og vistkerfið í heild. Með því að stjórna hvalastofnum betur getum við stuðlað að sjálfbærari nýtingu sjávarauðlinda og auknum auðlindatekjum. Hvalatalningar og samkeppni við manninn Samkvæmt nýlegum talningum Hafrannsóknastofnunar hefur fjöldi hvala á Íslandsmiðum aukist verulega á undanförnum árum. Þetta hefur vakið áhyggjur meðal vísindamanna og fólks í sjávarútvegi sem benda á að hvalirnir eru í beinni samkeppni við manninn um fiskistofna eins og þorsk, loðnu og fleiri tegundir. Áætlað er að það séu hátt í milljón hvalir við Ísland og þeir taki 4 til 6 milljónir tonna til sín í formi fæðu. Stór hluti þeirrar fæðu er úr okkar nytjastofnum. Benda má á að til þess að þorskstofninn aukist um 100 þúsund tonn þarf allt að 1 milljón tonna af fæðu. Áhrif á þorskstofninn Þorskstofninn hefur vaxið verulega á undanförnum árum en það er áhyggjuefni að þorskurinn er að horast. Vísindamenn telja að þetta megi rekja til aukinnar samkeppni um fæðu frá hvölum. Þegar magn mikilvægra fisktegunda fyrir þorsk minnkar, hefur það bein áhrif á þorskstofninn. Skortur á fæðu leiðir til minni vaxtar og minni þyngdar þorsks, sem hefur áhrif á gæði og verðmæti afla. Þorskurinn gæti þurft að leita að fæðu á nýjum svæðum og þess vegna farið af veiðisvæðum sem getur breytt dreifingu hans og haft áhrif á veiðar. Skortur á fæðu getur leitt til aukinnar samkeppni milli þorsks og annarra fisktegunda um þær fáu fæðutegundir sem eru til staðar og að öllum líkindum aukið sjálfsát þorsks, þar sem sá stærri étur þann minni. Minni og lakari afli hefur veruleg neikvæð efnahagsleg áhrif á sjávarútveginn, sem er mikilvæg atvinnugrein á Íslandi og þar með neikvæð áhrif á allan efnahag landsmanna. Vísindaleg nálgun og rannsóknir Vísindaleg nálgun og rannsóknir eru nauðsynlegar til að skilja betur þessi áhrif og til að geta metið hvernig best er að stýra fiskveiðum og hvalveiðum á sjálfbæran hátt. Hafrannsóknastofnunin hefur lagt áherslu á mikilvægi þess að auka rannsóknir á áhrifum hvala á fiskistofna, og benda á að með betri þekkingu getum við tekið upplýstari ákvarðanir um veiðistjórnun. Mikilvægt er að stofnuninni sé gert kleift að vinna slíkar grunnrannsóknir. Samfélagslegur ávinningur Hvalveiðar hafa ekki aðeins áhrif á vistkerfið heldur einnig á samfélagið. Með því að halda hvalastofnum í skefjum getur íslenskur sjávarútvegur aukið afrakstur fiskveiða, sérstaklega þorskveiða, sem leiðir til aukinna auðlindatekna. Auknar þorskveiðar skapa störf í fiskvinnslu og tengdum greinum, sem styrkir efnahag byggðarlaga og stuðlar að betri lífskjörum. Að auki stuðla auknar auðlindatekjur að bættri innviðaþjónustu og félagslegri þróun á landsbyggðinni. Niðurstaða Hvalir taka verulegt magn af fiski úr sjónum, sem veldur samkeppni við manninn um mikilvæga fiskistofna eins og þorsk. Til að tryggja jafnvægi í vistkerfinu og vernda fiskistofna, er nauðsynlegt að auka rannsóknir og beita vísindalegum aðferðum til stýringar á veiðum. Þrátt fyrir að hvalveiðar séu umdeildar, geta þær verið nauðsynlegar til að vernda fiskistofna og tryggja sjálfbæra nýtingu sjávarauðlinda. Af þessu sést að samfélagslegur ávinningur hvalveiða verulegur, þar sem þær stuðla að auknum auðlindatekjum, bættu efnahagsástandi og betri lífskjörum. Höfundur er framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins og sjávarútvegsfræðingur.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun