Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar 27. nóvember 2025 08:31 Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Mest lesið Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Á afstöðnu málþingi Landssambands eldri borgara, sem haldið var 16. október síðastliðinn, kom fram að ofbeldi gegn eldri borgurum er mun algengara á Íslandi en almenningur gerir sér grein fyrir. Á Covid tímanum versnaði ástandið til muna og tilfellin urðu alvarlegri en áður. Á síðustu 5 árum hafa þrjú dauðsföll orðið þar sem eldri borgarar voru þolendur ofbeldis. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) áætlar að 16% eldra fólks 60 ára og eldra í heiminum verði fyrir einhverskonar ofbeldi. Sé miðað við úttekt í Noregi og hún yfirfærð á Ísland má ætla að um og yfir eitt þúsund tilfelli komi upp hérlendis á ári hverju. Aðeins brotabrot ofbeldis er tilkynnt til yfirvalda. Gerendur eru oftast nákomnir þolanda t.d. makar eða börn. Þolendur finna oft til skammar við þessar aðstæður og treysta sér ekki til að tilkynna eða kæra ofbeldið. Margar stofnanir og félög aðstoða þolendur ofbeldis eftir bestu getu en lagaumhverfið setur þeim ýmsar skorður. Lög og reglur eru mannanna verk, þeim má breyta ef þörf og vilji er til. Enginn miðlægur gagnagrunnur er til sem gæti hjálpað til við úrvinnslu mála, þar kemur persónuverndarlöggjöfin inn í, en eitt af stóru vandamálunum er að margir mismunandi aðilar koma að málum sömu einstaklinga en geta ekki sé heildarmyndina. Einn af fyrirlesurum málþingsins er með áratuga reynslu af málum sem koma ítrekað inn á borð en ekki er heimilt að grípa inn í. Auk þess skortir húsnæði þar sem þolendur geta fengið inni, tímabundið í lengri eða skemmri tíma. Upplifunin eftir málþingið er ákveðið vonleysi hjá fagaðilum en alls ekki uppgjöf. Niðurstaða málþingsins var ákall um aðgerðir með stuðningi laga og regluverks. Þar verða yfirvöld að koma inn í svo eftir verður tekið. Nýlegar rannsóknir á algengi ofbeldis gagnvart eldra fólki hér á landi skortir, en þær eru afar mikilvægar til að ná utan um vandann. Yfirvöld verða að setja slíka rannsókn í gang sem fyrst. Félagsmálaráðherra ráðgerir að setja af stað vinnuhóp sem hefur það verkefni að skoða hvar skóinn kreppir og hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að ná tökum á ástandinu. Orð eru til alls fyrst og því mikið gleðiefni hjá okkur í Landssambandi eldri borgara (LEB) að málþingið leiði eitthvað gott af sér, eldri borgurum til hagsbóta og meira öryggis. Eldri borgarar þessa lands eiga það skilið. Fyrir hönd stjórnar LEB, Sigurður Ágúst Sigurðsson varaformaður LEB.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun