Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar 26. nóvember 2025 12:32 Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef alltaf haft dálæti á tölum, kannski vegna þess að ég er líka viðskiptafræðingur að mennt. Tölfræði vekur forvitni og hjálpar mér að skilja hvernig samfélagið þróast. Ég fylgist reglulega með gögnum úr stjórnsýslunni og hef mikið gagn af því. Einmitt þess vegna fann ég mig knúna til að staldra við þegar dómsmálaráðuneytið birti nýlega skýrslu starfshóps um þróun útgáfu dvalarleyfa og misræmi við önnur Norðurlönd, þar eru m.a. upplýsingar um dvalarleyfi námsmanna. Framsetningin á tölunum er hins vegar bæði óljós og mögulega villandi. Í skýrslunni er því haldið fram að fjöldi umsókna um dvalarleyfa námsmanna „frá Afríku“ eða „frá Asíu“ hafi tvö- til þrefaldast. Þetta hljómar eins og mikil aukning, eins og verið sé að lýsa bylgju sem skellur á landinu. En þá vaknar spurning sem hvert tölfræðinörd myndi spyrja: Hvað felst raunverulega í þessum tölum? Afríka er 54 lönd, hvert með sína sérstöðu. Asía nær yfir rúman helming mannkyns. Að setja þessi svæði fram sem eina tölfræðieiningu er eins og að segja: „Evrópa kemur í nám til Íslands“ – og draga síðan ályktanir af því um aldur, ástæður og aðstæður stórra, fjölbreyttra hópa. Þannig er ekki ábyrg tölfræðinálgun né ábyrg stjórnsýsla. Mér þótti sérstaklega athyglisvert að prósentur eru notaðar án þess að gefa upp grunnstærðir. „Tvöföldun“ eða „þreföldun“ hljómar stórt – en án heildartölu er myndin ófullkomin. Var upphafsfjöldinn 15 manns? 50? 200? Lítil sveifla í litlum hópi getur litið út eins og stórkostleg breyting þegar hún er sett fram í prósentum. Þetta er grunnatriði í tölfræði og stjórnunarfræðum: samhengi skiptir miklu máli þegar prósentur eru settar fram. Í skýrslunni er einnig tekið fram að margir nemendur frá Afríku séu eldri en þrítugir. Það er rétt – en skýringin er einföld. Þetta eru oft einstaklingar í framhaldsnámi, margir í doktorsnámi, fólk sem hefur verið á vinnumarkaði áður en það fer í háskólanám, eða einstaklingar sem hafa þurft að fresta menntun vegna stríðs eða óstöðugleika. En þegar samhengi er ekki gefið má auðveldlega mistúlka slíkar upplýsingar sem menningarlegt „frávik“. Það sem gleymist oft í svona umræðu er að tölurnar fjalla ekki um strauma, hópa eða bylgjur – heldur um fólk. Fólk sem kemur hingað í leit að menntun, tækifærum og framtíð. Ég hef unnið með og fyrir erlenda nemendur og séð hvað þau leggja mikið af mörkum í íslenskum háskólum og samfélagi. Fjölgun umsókna er ekki vandamál í sjálfu sér – en mistúlkun þeirra getur orðið það. Umræðan þarf að byggja á staðreyndum, ekki hræðslu. Tölfræði getur lýst veruleikanum, en aðeins ef hún er sett fram af ábyrgð. Þegar gögn eru stílfærð þannig að þau hljóma dramatísk án þess að segja rétta sögu, þá er hætt við að túlkunin verði misvísandi – og röng túlkun bitnar jafnan á þeim sem hafa minnsta rödd í samfélaginu. Ég hef dálæti á tölum. En ég elska líka sannleikann sem á að liggja á bak við þær. Þegar opinberar stofnanir fjalla um fólk sem kemur hingað í nám ber þeim skylda til að gera það af nákvæmni, varfærni og virðingu. Höfundur stýrir verkefni opinbera háskóla „Inngilding í íslenska háskólasamfélagi“.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun