Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 27. nóvember 2025 11:30 Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landamæri Pétur Björgvin Sveinsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á vísindavef Háskóla er samfélag skilgreint sem: „Hópur fólks sem býr saman í skipulögðum félagsskap. Fólk sem hefur samskipti hvert við annað myndar samfélag, og samfélögin geta verið bæði lítil og stór.“ Samfélög eru í eðli sínu dýnamísk fyrirbær, enda samanstanda þau af fólki, bæði kemur nýtt fólk í samfélög og annað fólk hverfur, einnig breytist fólk sjálft, sumir kalla það að þroskast, en það má vitaskuld deila um það. Miðað við flest önnur ríki er Ísland opið, frjálslynd og framsækið samfélag. Okkur hefur borið sú gæfa að fólk hefur flutt til okkar, stofnað hér fjölskyldur og sest að. Þetta er fólk sem hefur lagst á árarnar með okkur og tekið þátt í að þroska íslenskt samfélag. Við erum að tala um nýja Íslendinga sem hafa hér unnið í fiskvinnslum, á hjúkrunarheimilum, í hugverkaiðnaði, stofnað fyrirtæki og svo mætti lengi telja. Sumir hafa stoppað stutt og aðrir lengur, svona eins og gengur. En allt er þetta fólk sem hefur á einn eða annan hátt tekið þátt í að búa til þau verðmæti sem við búum við í dag. Staðreyndin er sú að við þurfum á því að halda að fólk vilji hingað koma, leggja sitt af mörkum og taka þátt í að byggja landið með okkur. Við þurfum á þekkingu, hæfni og hugviti þeirra að halda, ekki aðeins til þess að styðja við hagvöxt og velsæld heldur vegna þess að þessir einstaklingar gera samfélagið okkar sterkara, víðsýnna og áhugaverðara. Það er sömuleiðis vart hægt að finna samfélagi betri meðmæli en að fólk vilji koma þangað og bæta sinn hag og byggja upp sitt líf. Það versta sem hvert ríki lendir í er að missa frá sér fólk. Skýrar reglur og sanngjarnt kerfi Viðreisn trúir á og stendur vörð um samfélag sem byggir á framsýni, frjálslyndi og skynsemi. Við viljum tryggja að þau sem setjist hér að gangi að sanngjörnu kerfi sem veitir þeim raunhæf tækifæri til að fóta sig, taka þátt og ná árangri. Um árabil hefur skort heildstæða, framsýna og stöðuga stefnu í útlendingamálum. Í raun hefur ríkt algjört stefnuleysi í málaflokknum. Sumir virðast halda að það sem mest skorti upp á sé meiri harka og meiri óbilgirni. Tala jafnvel á þeim nótum að flutningur fólks hingað til lands sé í eðli sínu neikvætt og slæmt. Svo undarlegt og jafnvel kjánalegt sem það kann að hljóma. Þetta snýst um að horfa á hlutina öðruvísi. Nálgun sem byggist á skýrum og sanngjörnum reglum. Aðflutningur fólks hefur knúið hagvöxt áfram um árabil og nú er verkefnið að tryggja að sú þróun skili sér í bættum lífskjörum og auknum hagvexti á hvern íbúa. Dómsmálaráðherra Viðreisnar er nú að taka mikilvæg, og sumpart erfið, en löngu tímabær skref til að tryggja að svo verði. Markviss vinna er í gangi í málefnum útlendinga og eru fimm frumvörp ráðherra í meðförum þingsins. Markmiðið með þessum breytingum er ekki að loka landinu, heldur að tryggja réttlátt og ábyrgt kerfi fyrir þau sem koma hingað í leit af betra lífi. Með nýrri og skýrri stefnu í útlendingamálum tryggjum við að íslenskt samfélag verði áfram það sem við elskum. Nefnilega opið, frjálslynt og framsækið. Höfundur er varaþingmaður og aðstoðarmaður þingflokks Viðreisnar.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar