Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar 27. nóvember 2025 09:02 Í ræðu sinni í Bandaríkjaþinginu árið 1965 fjallaði þáverandi Bandaríkjaforseti Lyndon B. Johnson um tímann sinn sem grunnskólakennari. Johnson kenndi í Cotulla í Texas þar sem margir nemendur töluðu litla sem enga ensku. Hann sá hversu mikið tungumálahindranir héldu þeim aftur, bæði í námi og lífi. Hann taldi að enskukunnátta væri lykillinn að því að börn gætu tekið fullan þátt í samfélaginu, átt fleiri tækifæri og forðast jaðarsetningu. Punktur Johnsons er í raun að aðilar sem tala ekki tungumálið í landinu geta aldrei orðið fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Við á Íslandi megum huga að orðum Johnsons, enda stöndum við frammi fyrir sambærilegu vandamáli. Það er orðinn stór hluti af íslenska samfélaginu sem talar ekki íslensku. Suma má afsaka því að þeir eru nýir innflytjendur, eru í tímabundnu námi eða vinnu, eða ætla almennt ekki að dvelja lengi á Íslandi. Aðrir hafa ekki jafn góða ástæðu; þeir eru komnir til að vera, mögulega byrjaðir að setja upp fjölskyldu og eru á öðrum nótum þátttakendur í íslenska samfélaginu. Það er mér undrun að ekki sé meira gert til að hvetja þessa aðila til að læra málið. Hví er íslenskunám ekki aðgengilegra og af hverju eru ekki fleiri hvatar til að aðstoða þessa aðila við að læra íslensku? Aftur á móti þarf líka að vera íþyngjandi fyrir fólk að ekki læra málið. Ef þú hefur verið lengur en þrjú ár á Íslandi ætti íslenska ríkið ekki að niðurgreiða túlkunarþjónustu. Á sama hátt ætti að taka tillit til íslenskukunnáttu þegar kemur að framlengingu dvalarleyfa. Með því á ég ekki við að aðilar eigi að vera reiprennandi í íslensku og framleiða meistaraverk á borð við Mosfellinginn Halldór Laxness, heldur að sýna fram á framför. Ríkið á að hafa skýr markmið fyrir einstaklinga um hvað þeir eiga að læra af íslensku miðað við tímann sem þeir hafa verið hér. Það er réttur innflytjenda að verða hluti af sínu nýja samfélagi, réttur þeirra að læra íslensku og verða fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Það er líka réttur Íslendinga að tala sitt tungumál í sínu heimalandi. Það er afleitt að ekki sé hægt að búast við að geta klárað kaup í íslenskum verslunum án þess að tala íslensku. Fyrirtæki standa frammi fyrir vanda við að ráða nógu marga íslenskumælandi starfsmenn. þess vegna þurfum við að setja meiri kröfur til fólks sem ætlar að vinna hér að tala tungumál landsins, sem eru ekkert ólíkt kröfum sem aðrar evrópuþjóðir gera. Það er allt í góðu fyrir okkur Íslendinga að vera stoltir af okkar máli. Við erum með fallegt tungumál, erum sögu- og menningar þjóð og það er okkar að passa upp á að íslenska hverfi ekki. Það er tímabært að ríkið geri meira til að styðja við aðlögun innflytjenda og jafnframt varðveita okkar menningu og tungumál. Höfundur er formaður Sambands Ungra Framsóknarmanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Íslensk tunga Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Í ræðu sinni í Bandaríkjaþinginu árið 1965 fjallaði þáverandi Bandaríkjaforseti Lyndon B. Johnson um tímann sinn sem grunnskólakennari. Johnson kenndi í Cotulla í Texas þar sem margir nemendur töluðu litla sem enga ensku. Hann sá hversu mikið tungumálahindranir héldu þeim aftur, bæði í námi og lífi. Hann taldi að enskukunnátta væri lykillinn að því að börn gætu tekið fullan þátt í samfélaginu, átt fleiri tækifæri og forðast jaðarsetningu. Punktur Johnsons er í raun að aðilar sem tala ekki tungumálið í landinu geta aldrei orðið fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Við á Íslandi megum huga að orðum Johnsons, enda stöndum við frammi fyrir sambærilegu vandamáli. Það er orðinn stór hluti af íslenska samfélaginu sem talar ekki íslensku. Suma má afsaka því að þeir eru nýir innflytjendur, eru í tímabundnu námi eða vinnu, eða ætla almennt ekki að dvelja lengi á Íslandi. Aðrir hafa ekki jafn góða ástæðu; þeir eru komnir til að vera, mögulega byrjaðir að setja upp fjölskyldu og eru á öðrum nótum þátttakendur í íslenska samfélaginu. Það er mér undrun að ekki sé meira gert til að hvetja þessa aðila til að læra málið. Hví er íslenskunám ekki aðgengilegra og af hverju eru ekki fleiri hvatar til að aðstoða þessa aðila við að læra íslensku? Aftur á móti þarf líka að vera íþyngjandi fyrir fólk að ekki læra málið. Ef þú hefur verið lengur en þrjú ár á Íslandi ætti íslenska ríkið ekki að niðurgreiða túlkunarþjónustu. Á sama hátt ætti að taka tillit til íslenskukunnáttu þegar kemur að framlengingu dvalarleyfa. Með því á ég ekki við að aðilar eigi að vera reiprennandi í íslensku og framleiða meistaraverk á borð við Mosfellinginn Halldór Laxness, heldur að sýna fram á framför. Ríkið á að hafa skýr markmið fyrir einstaklinga um hvað þeir eiga að læra af íslensku miðað við tímann sem þeir hafa verið hér. Það er réttur innflytjenda að verða hluti af sínu nýja samfélagi, réttur þeirra að læra íslensku og verða fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Það er líka réttur Íslendinga að tala sitt tungumál í sínu heimalandi. Það er afleitt að ekki sé hægt að búast við að geta klárað kaup í íslenskum verslunum án þess að tala íslensku. Fyrirtæki standa frammi fyrir vanda við að ráða nógu marga íslenskumælandi starfsmenn. þess vegna þurfum við að setja meiri kröfur til fólks sem ætlar að vinna hér að tala tungumál landsins, sem eru ekkert ólíkt kröfum sem aðrar evrópuþjóðir gera. Það er allt í góðu fyrir okkur Íslendinga að vera stoltir af okkar máli. Við erum með fallegt tungumál, erum sögu- og menningar þjóð og það er okkar að passa upp á að íslenska hverfi ekki. Það er tímabært að ríkið geri meira til að styðja við aðlögun innflytjenda og jafnframt varðveita okkar menningu og tungumál. Höfundur er formaður Sambands Ungra Framsóknarmanna.
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun