Á hækjum eftir tæklingu í brekkunni á Þjóðhátíð Bjarki Sigurðsson skrifar 9. ágúst 2024 19:07 Viktoría Kjartansdóttir lenti illa í því á lokakvöldi Þjóðhátíðar í ár. Vísir/Bjarni Í vætunni á sunnudagskvöld í Vestmannaeyjum runnu fjölmargir Þjóðhátíðargestir niður brekkuna í Herjólfsdal í drullusvaðinu sem myndaðist þar. Sumir renndu sér niður viljandi og slösuðu jafnvel grunlausa gesti sem skemmtu sér í brekkunni. Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría. Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira
Á Þjóðhátíð í ár var spáð leiðindaveðri nánast alla helgina. Um fimmtán þúsund manns mættu, þrátt fyrir það, til Vestmannaeyja að halda upp á 150 ára afmæli hátíðarinnar. Fyrstu tvö kvöldin voru ágæt í Dalnum þrátt fyrir að laugardagurinn hafi reynst erfiður fyrir tjaldbúa sem þurftu margir hverjir að flýja inn í Herjólfshöllina vegna veðurs. Sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags var spáð úrhelli og fólk klæddi sig í takt við það. Það breytti því þó ekki að brekkan í Herjólfsdal varð afar drullug og sleip. Þeir sem reyndu að þvera brekkuna enduðu margir hverjir kylliflatir. Þeir sem runnu áttu erfitt með að stoppa ferðina og það var algengt að sjá menn hreinlega tækla aðra á leið sinni niður. Það sluppu ekki allir jafnvel úr þessum byltum og tæklingum, þar á meðal Viktoría Kjartansdóttir. „Ég var bara í brekkunni að hafa gaman. Ég lék á als oddi og var bara að dansa. Svo voru einhverjir gæjar fyrir aftan sig að láta eins og brekkan væri rennibraut. Það voru mjög margir sem voru óvart að renna en þessir runnu ekki óvart. Þeir skriðtækluðu mig bara og ég sleit tvö liðbönd og eitthvað,“ segir Viktoría. Sá sem renndi sér niður iðraðist einskis að sögn Viktoríu og gerði sig þess í stað líklegan til að slást við vini hennar á meðan hún lá slösuð í jörðinni. „Þeir voru ekkert sáttir með gæjann sem var bara að hlæja á meðan ég var grátandi í brekkunni. En þetta var samt gaman. Ég skemmti mér samt gríðarlega vel og ég var glöð að þetta gerðist síðasta kvöldið,“ segir Viktoría. Hún eyðir næstu vikum á hækjum en lætur þetta leiðindaatvik ekki fæla sig frá því að mæta á næsta ári. „Ég ætla alla vega aftur,“ segir Viktoría.
Þjóðhátíð í Eyjum Vestmannaeyjar Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Sjá meira