Engin gúrka hjá Blaðamannafélaginu Sigríður Dögg Auðunsdóttir og Freyja Steingrímsdóttir skrifa 5. júlí 2024 07:00 Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum. Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín. Eftirfarandi voru örfá af stærstu verkefnum frá áramótum: Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum. Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags. Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum. Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar. Þar má nefna úttekt og breytingu á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs, nýjar starfsreglur og gerð fjárhagsáætlunar í fyrsta skipti. Ráðist var í stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks og unnin samskiptastefna til að móta lykilskilaboð og áherslur til næstu missera eftir að könnun var gerð á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla. Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar fyrir félagsfólk og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust. Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi. Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku. Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Freyja Steingrímsdóttir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Dögg Auðunsdóttir Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á þessum tíma árs hægist á öllu og umtöluð gúrkutíð ríður yfir. Þá gefst gjarnan ráðrúm til að fara yfir hverju hefur verið áorkað á annasömum vetri og vormánuðum. Engin lognmolla hefur verið hjá Blaðamannafélagi Íslands sem stendur á miklum tímamótum. Umbreytingum geta fylgt vaxtaverkir en fyrst og fremst er það gjöfult og spennandi verkefni fyrir stjórn og starfsfólk að byggja upp og efla félag blaðamanna sem faglegan vettvang, bæta kjör félagsfólks og stuðla að vitundarvakningu meðal almennings og hagaðila um mikilvægi blaðamennsku á Íslandi. Blaðamennska og frjálsir, öflugir fjölmiðlar eru forsenda upplýsts samfélags og lýðræðis og félagi blaðamanna ber að minna á mikilvægi þeirra við að halda almenningi upplýstum og stuðla að opinni, fjölradda umræðu um samfélagsmál þar sem ólík sjónarmið fá að njóta sín. Eftirfarandi voru örfá af stærstu verkefnum frá áramótum: Kjarasamningar BÍ við Samtök atvinnulífsins og ýmis fjölmiðlafyrirtæki voru undirritaður, kynntir félagsmönnum og þeir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta. Þá hefur verið unnið að því að bæta upplýsingagjöf til félagsfólks um kjarasamningsbundin réttindi þess og sett í gang frumkvæðisathugun á því hvort atvinnurekendur fari í einu og öllu eftir kjarasamningum. Vitundarherferð var hleypt af stað í fyrsta skipti undir yfirskriftinni Blaðamennska hefur aldrei verið mikilvægari. Eitt af markmiðum herferðarinnar var að veita almenningi innsýn í störf blaðamanna og vinnubrögð með það fyrir augum að auka skilning fólks á því hvers vegna blaðamennska og frjálsir fjölmiðlar eru forsenda lýðræðissamfélags. Félagið stefndi ríkinu vegna takmarkana á aðgengi blaðamanna að hamfarasvæðum og náði í kjölfarið samkomulagi um sérstaka hamfarapassa sem tryggja blaðamönnum sambærilegt aðgengi og viðbragðsaðilar. Samkomulagið markar þáttaskil í samskiptum við stjórnvöld og er mikilvæg viðurkenning á hlutverki blaðamanna á hættutímum. Gagnger endurskoðun fór fram á umgjörð og regluverki í kringum starfsemi félagsins með það að markmiði að færa rekstur félagsins í nútímalegra horf, tryggja að vel sé hugsað um eignir félagsmanna og að sjóðir þeirra séu sjálfbærir og reglur um úthlutanir styrkja gagnsæjar og skýrar. Þar má nefna úttekt og breytingu á úthlutunarreglum Styrktarsjóðs, nýjar starfsreglur og gerð fjárhagsáætlunar í fyrsta skipti. Ráðist var í stefnumótun félagsins með þátttöku félagsfólks og unnin samskiptastefna til að móta lykilskilaboð og áherslur til næstu missera eftir að könnun var gerð á viðhorfi almennings til blaðamennsku og fjölmiðla. Hafist var handa við gerð fræðsluáætlunar fyrir félagsfólk og haldið nýliðanámskeið auk þess sem samningur var gerður við Félagsmálaskóla Alþýðunnar um fræðslu trúnaðarmanna sem hefst með skipulögðum hætti í haust. Öll þessi verkefni eru hluti af stefnubreytingu undir forystu síðustu tveggja stjórna BÍ sem nauðsynlegt er að fylgja vel eftir. Enn frekari stefnumótunar er þörf og það krefst þátttöku félagsfólks að efla hagsmunagæslu frekar gagnvart stjórnvöldum og hlutverk félagsins sem faglegan vettvang og sameiginlega rödd blaðamanna ef takast á að styrkja stöðu blaðamanna á Íslandi. Það eru ekki síður stór verkefni framundan; stofna þarf samráðsvettvang fjölmiðla því stéttin verður að snúa bökum saman. Skipuleggja þarf samtal við helstu hagaðila, jafnt á sviði stjórnmálanna og stjórnsýslunnar sem og í einkageiranum og víðar í samfélaginu með það að markmiði að auka skilning á mikilvægi blaðamennsku og efla hana um allt land. Liður í þessu er að auka fræðslu til félagsfólks, halda reglulega viðburði og málþing um málefni sem skipta stéttina máli og koma Glætunni á legg, sjálfstæðum styrktarsjóði blaðamanna, svo unnt verði að byrja að greiða út styrki sem fyrst til eflingar sjálfstæðrar blaðamennsku. Upplýst samfélag þarf faglega blaðamennsku sem setur hlutina í samhengi og skýrir þá með hag almennings að leiðarljósi. Áframhaldandi úrbótavinna og uppbygging Blaðamannafélags Íslands er nauðsynleg til að auka veg faglegrar blaðamennsku til framtíðar, félagsmönnum og samfélagi til heilla. Höfundar eru formaður og framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Íslands. Sigríður Dögg Auðunsdóttir Freyja Steingrímsdóttir
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun