Þrír af hverjum fjórum sitja eftir með sárt ennið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2024 07:31 Frá kennslustund í læknisfræði við Háskóla Íslands. Kristinn Ingvarsson Smiður og frændsystkini voru á meðal þeirra 75 sem tryggðu sér sæti á námsbekk í læknadeild Háskóla Íslands í vetur. Einn af hverjum fjórum próftökum fær pláss. Deildarforseti Læknadeildar vonast til að geta fjölgað læknanemum enn frekar á næstu árum. Rúmlega fjögur hundruð ungmenni sátu sveitt í inntökuprófum dagana 6. og 7. júní síðastliðinn. Það var mikið undir. Pláss í læknanámi, tannlæknanámi og sjúkrafræðinámi var í húfi og ljóst að færri kæmust að en vildu. Það er þrátt fyrir fjölgun plássa, til dæmis í læknadeild. Fyrir fimm árum voru 48 pláss í boði og undanfarin ár hafa sextíu fengið pláss. Nú voru 75 pláss í boði. Smiður meðal þeirra 75 Fjölmargir stúdentar þreyta prófið árlega og eru meirihluti próftaka. Sömuleiðis fólk sem spreytir sig í annað skiptið. Þá eru reglulega eldri kempur eða fólk úr öðru námi sem breytir um stefnu, reynir við prófið og nær stundum mögnuðum árangri. Þannig þekkir Vísir til smiðs nokkurs sem ákvað að venda kvæði sínu í kross, lagðist yfir bækurnar í nokkrar vikur og viti menn. Hann er kominn inn í læknisfræðina. Þá fagnaði fjölskylda nokkur vel og innilega þegar frændsystkini komust bæði inn í deildina. Þekkir þú skemmtilegar sögur af fólki sem þreytti inntökuprófið í læknisfræði? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar, fagnar því að hafa getað fjölgað um fimmtán pláss á milli ára. Flöskuhálsinn á spítalanum „Þetta er búið að vera mjög mikið prócess. Fólk spyr af hverju við fjölgum ekki meira og meira? Við bregðumst við því ef fjármagn og aðstaða er til staðar,“ segir Þórarinn. Hann segir Landspítalann flöskuhálsinn í fjölgunarferlinu en þar fer yfir 90 prósent klínískrar kennslu fram. „Vonandi getum við fjölgað upp í níutíu á næstu árum. Við vorum með 48 pláss fyrir fimm árum þannig að þetta er talsverð fjölgun,“ segir Þórarinn. Hann útskýrir að nám í læknisfræði sé ekki þannig að kennari standi fyrir framan 75 nemendur og haldi fyrirlestur. „Það er fullt af verklegri kennslu, þetta er dýr kennsla og það þarf að berjast fyrir hverri einustu krónu sem kemur inn í námið. Við erum að reyna að vinna úr þessu eins vel og við getum.“ Þórarinn Guðjónsson er prófessor í vefjafræði við læknadeild Háskóla Íslands og forseti læknadeildar.Kristinn Ingvarsson Það þarf ekki stúdentspróf í stærðfræði til að átta sig á því að fyrst að 75 komust inn og 274 þreyttu prófið þá eru 199 sem sitja eftir með sárt ennið. Þeim er ekki ætlað læknanám á Íslandi næsta vetur. Telja má líklegt að einhverjir þeirra reyni að verða sér úti um pláss í læknisfræði erlendis. Þar hafa Ungverjaland og Slóvakía verði líklegir áfangastaðir. Nemendur við Háskóla Íslands greiða 75 þúsund króna skráningargjald en skólagjöld í Ungverjalandi og Slóvakíu eru himinhá. „Við finnum til með þeim krökkum sem þurfa að punga út tugum milljóna,“ segir Þórarinn. Hann telur fjölda íslenskra læknanema í erlendum skólum líklega á pari við fjöldann hér heima. „Það er örugglega fínasta nám og ekkert út á það að setja, nema það er dýrt. Þeir læknar sem útskrifast þar og koma heim eru alveg á pari við þá sem fara í gengum skólann hjá okkur.“ Inntökuprófin í læknadeild eru að mestu upp úr námsefni framhaldsskólanna eða um sjötíu prósent. Framhaldsskólakennarar sjái sjálfir um að semja þær spurningar. Svo bætist við siðfræði, rökfræði og almenn þekking. Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun hafa verið við lýði í nokkurn tíma. Báðar greinar glíma við þann vanda að stór hluti námsins er verklegur og því takmörkun á fjölda sem geta komist inn. Alls þreyttu 89 inntökupróf í sjúkraþjálfun og börðust um 35 pláss. „Það stefnir í hrikalegan vanda með sjúkraþjálfara því það eru mikil kynslóðaskipti fram undan í greininni. Með öldrun þjóðar þurfum við meira á sjúkraþjálfun að halda,“ segir Þórarinn sem setið hefur fleiri en einn og fleiri en tvo fundi með stjórnvöldum vegna þessa. Hann er bjartsýnn í máli sínu og hefur fulla trú á að takist áfram að fjölga plássum í greinunum. Tannlæknadeildin hefur ekki verið með inntökupróf en ákvað að tengja sig við fyrrnefndar deildir í ár og boða til prófs. Fyrirkomulagið hefur verið þar að jafnvel hundrað nemendur hafa skráð sig til náms og svo átta komist áfram að lokinni fyrstu önn. „Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta. Þú verður að kenna dálítið verklegt strax. Sjá hvort nemendur hafi ekki burði til að vinna með hluti. Þú vilt ekki hafa klaufskan tannlækni,“ segir Þórarinn. Nú sé það þannig að fjörutíu komist áfram úr inntökuprófinu í tannlækninn áður en skorið verði niður um áramótin. Háskólar Heilbrigðismál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira
Rúmlega fjögur hundruð ungmenni sátu sveitt í inntökuprófum dagana 6. og 7. júní síðastliðinn. Það var mikið undir. Pláss í læknanámi, tannlæknanámi og sjúkrafræðinámi var í húfi og ljóst að færri kæmust að en vildu. Það er þrátt fyrir fjölgun plássa, til dæmis í læknadeild. Fyrir fimm árum voru 48 pláss í boði og undanfarin ár hafa sextíu fengið pláss. Nú voru 75 pláss í boði. Smiður meðal þeirra 75 Fjölmargir stúdentar þreyta prófið árlega og eru meirihluti próftaka. Sömuleiðis fólk sem spreytir sig í annað skiptið. Þá eru reglulega eldri kempur eða fólk úr öðru námi sem breytir um stefnu, reynir við prófið og nær stundum mögnuðum árangri. Þannig þekkir Vísir til smiðs nokkurs sem ákvað að venda kvæði sínu í kross, lagðist yfir bækurnar í nokkrar vikur og viti menn. Hann er kominn inn í læknisfræðina. Þá fagnaði fjölskylda nokkur vel og innilega þegar frændsystkini komust bæði inn í deildina. Þekkir þú skemmtilegar sögur af fólki sem þreytti inntökuprófið í læknisfræði? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Þórarinn Guðjónsson, forseti læknadeildar, fagnar því að hafa getað fjölgað um fimmtán pláss á milli ára. Flöskuhálsinn á spítalanum „Þetta er búið að vera mjög mikið prócess. Fólk spyr af hverju við fjölgum ekki meira og meira? Við bregðumst við því ef fjármagn og aðstaða er til staðar,“ segir Þórarinn. Hann segir Landspítalann flöskuhálsinn í fjölgunarferlinu en þar fer yfir 90 prósent klínískrar kennslu fram. „Vonandi getum við fjölgað upp í níutíu á næstu árum. Við vorum með 48 pláss fyrir fimm árum þannig að þetta er talsverð fjölgun,“ segir Þórarinn. Hann útskýrir að nám í læknisfræði sé ekki þannig að kennari standi fyrir framan 75 nemendur og haldi fyrirlestur. „Það er fullt af verklegri kennslu, þetta er dýr kennsla og það þarf að berjast fyrir hverri einustu krónu sem kemur inn í námið. Við erum að reyna að vinna úr þessu eins vel og við getum.“ Þórarinn Guðjónsson er prófessor í vefjafræði við læknadeild Háskóla Íslands og forseti læknadeildar.Kristinn Ingvarsson Það þarf ekki stúdentspróf í stærðfræði til að átta sig á því að fyrst að 75 komust inn og 274 þreyttu prófið þá eru 199 sem sitja eftir með sárt ennið. Þeim er ekki ætlað læknanám á Íslandi næsta vetur. Telja má líklegt að einhverjir þeirra reyni að verða sér úti um pláss í læknisfræði erlendis. Þar hafa Ungverjaland og Slóvakía verði líklegir áfangastaðir. Nemendur við Háskóla Íslands greiða 75 þúsund króna skráningargjald en skólagjöld í Ungverjalandi og Slóvakíu eru himinhá. „Við finnum til með þeim krökkum sem þurfa að punga út tugum milljóna,“ segir Þórarinn. Hann telur fjölda íslenskra læknanema í erlendum skólum líklega á pari við fjöldann hér heima. „Það er örugglega fínasta nám og ekkert út á það að setja, nema það er dýrt. Þeir læknar sem útskrifast þar og koma heim eru alveg á pari við þá sem fara í gengum skólann hjá okkur.“ Inntökuprófin í læknadeild eru að mestu upp úr námsefni framhaldsskólanna eða um sjötíu prósent. Framhaldsskólakennarar sjái sjálfir um að semja þær spurningar. Svo bætist við siðfræði, rökfræði og almenn þekking. Inntökupróf í læknisfræði og sjúkraþjálfun hafa verið við lýði í nokkurn tíma. Báðar greinar glíma við þann vanda að stór hluti námsins er verklegur og því takmörkun á fjölda sem geta komist inn. Alls þreyttu 89 inntökupróf í sjúkraþjálfun og börðust um 35 pláss. „Það stefnir í hrikalegan vanda með sjúkraþjálfara því það eru mikil kynslóðaskipti fram undan í greininni. Með öldrun þjóðar þurfum við meira á sjúkraþjálfun að halda,“ segir Þórarinn sem setið hefur fleiri en einn og fleiri en tvo fundi með stjórnvöldum vegna þessa. Hann er bjartsýnn í máli sínu og hefur fulla trú á að takist áfram að fjölga plássum í greinunum. Tannlæknadeildin hefur ekki verið með inntökupróf en ákvað að tengja sig við fyrrnefndar deildir í ár og boða til prófs. Fyrirkomulagið hefur verið þar að jafnvel hundrað nemendur hafa skráð sig til náms og svo átta komist áfram að lokinni fyrstu önn. „Það er ekki hægt að bjóða upp á þetta. Þú verður að kenna dálítið verklegt strax. Sjá hvort nemendur hafi ekki burði til að vinna með hluti. Þú vilt ekki hafa klaufskan tannlækni,“ segir Þórarinn. Nú sé það þannig að fjörutíu komist áfram úr inntökuprófinu í tannlækninn áður en skorið verði niður um áramótin.
Þekkir þú skemmtilegar sögur af fólki sem þreytti inntökuprófið í læknisfræði? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is.
Háskólar Heilbrigðismál Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fleiri fréttir Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Sjá meira