Skilur við Jamaíka í góðu og telur liðið á betri stað nú en þegar hann tók við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júlí 2024 11:31 Heimir á hliðarlínunni. Omar Vega/Getty Images Heimir Hallgrímsson hefur látið af störfum sem þjálfari karlalandsliðs Jamaíka í knattspyrnu. Hann vill horfa á það jákvæða sem liðið hefur áorkað undir hans stjórn ásamt því að sjá liðið vaxa og dafna þegar fram líða stundir. Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið. Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira
Í löngu kveðjumyndbandi fer Heimir yfir víðan völl. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni en það er á ensku og ótextað. Þar fer hann yfir árangurinn sem liðið hefur náð, hvernig leikmannahópurinn hefur staðið saman og hversu fagmannlegt umhverfið er orðið. „Ég ætla að einblína á það jákvæða á þessari vegferð. Fyrst og fremst úrslitin, að ná í úrslit í Mexíkó og Kanada, brons í Þjóðadeildinni, undanúrslit í Gullbikarnum og að komast í Suður-Ameríkukeppnina. Mikið af jákvæðum úrslitum inn á vellinum,“ sagði Heimir og hélt áfram. „Að mínu mati er það jákvæðasta þó að leikmannahópurinn er mun heilbrigðari en hann hefur áður verið. Gæðastimpillinn er hærri, leikmenn taka meiri ábyrgð en áður, leikmenn hugsa frekar um liðið en sjálfa sig og fyrir það eiga þeir mikið hrós skilið.“ „Þegar ég tók við var mér sagt að það væri ekki samheldni í hópnum, að það væru tveir til þrír hópar í leikmannahópnum sem gætu ekki unnið saman. Í dag talar enginn um þetta. Leikmenn eiga allt hrós skilið fyrir hegðun sína í landsliðsverkefnum, það er heiður að hafa unnið með þeim.“ „Við erum mun ofar á heimslistanum og það mun hjálpa Jamaíka í framtíðinni. Við skiljum eftir mikið af gögnum svo næsti þjálfari þarf ekki að byrja frá grunni. Hvort hann vilji nota það er svo undir honum komið en ég hef gefið Knattspyrnusambandi Jamaíka (JFF) öll þau gögn sem við höfum sankað að okkur. Við skiljum eftir okkur mun jákvæðara umhverfi en þegar við tókum við.“ Í lokin segir Heimir að viðskilnaðurinn sé á jákvæðum og kristilegum nótum. „Við kveðjumst sem vinir, það eru engin illindi milli neins og þannig vil ég skilja við verkefnið. Þetta var mikilvægt verkefni fyrir mig, ég hef lagt mikinn tíma, ást og vinnu í þetta verkefni og ég myndi elska að sjá það vaxa og dafna.“ Heimir tók við Jamaíka árið 2022 en frá 2018 til 2021 þjálfaði hann Al Arabi í Katar. Þar áður gerði hann frábæra hluti með íslenska landsliðið.
Fótbolti Copa América Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Fótbolti Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Fleiri fréttir „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Sjá meira