Fótbolti

Hákon horfði upp á tap er PSG tók topp­sætið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Hákon Arnar í leik gegn PSG. 
Hákon Arnar í leik gegn PSG.  Gerrit van Keulen/Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson spilaði nánast allan leikinn með Lille í 3-0 tapi á útivelli gegn PSG.

Hákon spilaði 89 mínútur áður en hann var tekinn af velli fyrir Félix Correia en komst, eins og flestir aðrir leikmenn Lille, lítið inn í leikinn. Hans helsta framlag var gult spjald en Hákon tók ekki skot og komst aldrei framhjá varnarmanni í leiknum.

Meistararnir frá París voru þó ekki algjörlega við stjórnvölinn og Lille fékk sína sénsa til að jafna leikinn eftir að Ousmané Dembélé kom PSG yfir í upphafi leiks.

En þegar Dembélé bætti öðru marki við um miðjan seinni hálfleik varð nokkuð ljóst að sigurinn myndi lenda hjá heimamönnum.

Bradley Barcola setti svo þriðja mark PSG í uppbótartíma til að gulltryggja það.

PSG komst með sigrinum upp í toppsæti deildarinnar en Lens getur endurheimt efsta sætið með sigri um helgina.

Lille er í fjórða sæti frönsku úrvalsdeildarinnar, tíu stigum frá PSG og átta stigum frá Lens.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×