Íslenski boltinn

Breytingar hjá Breiðabliki

Sindri Sverrisson skrifar
Eyjólfur Héðinsson og Ísleifur Gissurarson eru komnir í stórar stöður hjá knattspyrnudeild Breiðabliks.
Eyjólfur Héðinsson og Ísleifur Gissurarson eru komnir í stórar stöður hjá knattspyrnudeild Breiðabliks. Samsett/Breiðablik

Atvinnumaðurinn fyrrverandi Eyjólfur Héðinsson hefur verið ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki. Hann tekur við starfinu nú þegar Alfreð Finnbogason, sem var titlaður tæknilegur ráðgjafi hjá Breiðabliki, er orðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Rosenborg.

Fleiri breytingar hafa verið gerðar hjá Breiðabliki og er Ísleifur Gissurarson nú orðinn rekstrarstjóri knattspyrnudeildar.

Eyjólfur kom til Breiðabliks 2022 og var í meistaraflokksteymi karlaliðs félagsins en tók svo við stöðu deildarstjóra meistaraflokka árið 2024.

Núna sameinast sú staða við yfirumsjón barna- og unglingastarfs og til verður staða rekstrarstjóra, sem Ísleifur tekur við eins og fyrr segir.

Eyjólfur mun svo bera ábyrgð á faglegu starfi deildarinnar, og leiða fótboltalegar áherslur og stefnumörkun, eins og segir í tilkynningu Breiðabliks.

Það er í nógu að snúast hjá Eyjólfi því eins og fjallað var um fyrr í dag á Vísi eiga þau Fanndís Friðriksdóttir von á sínu þriðja barni á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×