Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. janúar 2026 15:30 Andy Robertson á góðri stundu með fyrirliðanum Virgil van Dijk en þeir hafa spilað hlið við hlið í fjölda ára. Getty/Michael Regan Andy Robertson, bakvörður Liverpool, segist ekki vita það sjálfur hvort hann verði áfram hjá félaginu á næsta tímabili en samningur hans rennur út í sumar. Robertson var nánast fastamaður á Anfield undir stjórn fyrrverandi knattspyrnustjóra, Jürgen Klopp, og var lykilmaður í hópnum sem vann ensku úrvalsdeildina undir stjórn Arne Slot á síðasta tímabili. Vinstri bakvörðurinn var þó orðaður við brottför frá Anfield síðasta sumar eftir að Milos Kerkez var keyptur frá AFC Bournemouth fyrir 40 milljónir punda en Kerkez hefur byrjað flesta deildarleiki Liverpool á þessu tímabili. Sjáum til hvað gerist „Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Robertson þegar hann var spurður um framtíð sína. „Við höfum átt samtöl sem verða ekki gerð opinber. [Ég hef] talað við [félagið] og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Robertson. "I need to speak to my family and see what we want." 🗣️Liverpool defender Andy Robertson speaks out on his future, with his contract due to expire in the summer. pic.twitter.com/DbEMHiGG4q— BBC Sport (@BBCSport) January 15, 2026 Aðspurður hvort hann myndi vilja vera áfram hjá Liverpool sagði skoski landsliðsmaðurinn: „Já, en það er erfitt að svara þessari spurningu. Ég á fimm mánuði eftir og við þurfum að sjá hvort það sé möguleiki á að vera áfram eða hvort það séu möguleikar á að fara og þess háttar. Ég mun setjast niður með fjölskyldu minni og taka ákvörðun,“ sagði Robertson. Reynir að njóta þess að vera hluti af þessu „Eftir stressandi sumar er ég bara að reyna að njóta þess að vera hluti af þessu og vera leikmaður Liverpool. Ég vildi komast á heimsmeistaramótið og sem betur fer tókst okkur það. Ég þarf að sjá hvað ég og fjölskylda mín viljum gera í framtíðinni,“ sagði Robertson. Robertson gekk til liðs við Liverpool frá Hull City árið 2017 fyrir 8 milljónir punda og hefur síðan þá spilað yfir 350 leiki fyrir félagið og unnið fjölda stórra titla, þar á meðal tvo ensku úrvalsdeildartitla og Meistaradeild Evrópu. Hef gefið félaginu nákvæmlega allt Aðspurður hvort næstu mánuðir myndu móta ákvörðun hans sagði hinn 31 árs gamli leikmaður: „Ég held að það sé ekki alveg þannig. Ég hef gefið félaginu nákvæmlega allt síðustu átta og hálft ár og félagið hefur verið mjög gott við mig. Þeir hafa verðlaunað mig með góðum samningum þegar ég hef spilað vel,“ sagði Robertson. „Það eru alltaf mín rök, þú ættir alltaf að vilja berjast fyrir sæti í liðinu. Ef þú ert ánægður með að vera hjá Liverpool, eða Barnsley, og vilt sitja á bekknum, þá held ég að þú hafir ekki rétta hugarfarið. Ég hef spilað vel í þeim leikjum sem ég hef spilað á þessu tímabili. Kannski hef ég ekki spilað eins mikið og ég hefði viljað, en það er ekkert sem hefur komið mér á óvart. Sjáum til hvað gerist,“ sagði Robertson. 🚨 BREAKING : Andy Robertson has confirmed contract talks with Liverpool are underway and wants to stay at Liverpool! pic.twitter.com/JwsFindlms— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) January 15, 2026 Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira
Robertson var nánast fastamaður á Anfield undir stjórn fyrrverandi knattspyrnustjóra, Jürgen Klopp, og var lykilmaður í hópnum sem vann ensku úrvalsdeildina undir stjórn Arne Slot á síðasta tímabili. Vinstri bakvörðurinn var þó orðaður við brottför frá Anfield síðasta sumar eftir að Milos Kerkez var keyptur frá AFC Bournemouth fyrir 40 milljónir punda en Kerkez hefur byrjað flesta deildarleiki Liverpool á þessu tímabili. Sjáum til hvað gerist „Við sjáum til hvað gerist,“ sagði Robertson þegar hann var spurður um framtíð sína. „Við höfum átt samtöl sem verða ekki gerð opinber. [Ég hef] talað við [félagið] og við sjáum til hvað gerist,“ sagði Robertson. "I need to speak to my family and see what we want." 🗣️Liverpool defender Andy Robertson speaks out on his future, with his contract due to expire in the summer. pic.twitter.com/DbEMHiGG4q— BBC Sport (@BBCSport) January 15, 2026 Aðspurður hvort hann myndi vilja vera áfram hjá Liverpool sagði skoski landsliðsmaðurinn: „Já, en það er erfitt að svara þessari spurningu. Ég á fimm mánuði eftir og við þurfum að sjá hvort það sé möguleiki á að vera áfram eða hvort það séu möguleikar á að fara og þess háttar. Ég mun setjast niður með fjölskyldu minni og taka ákvörðun,“ sagði Robertson. Reynir að njóta þess að vera hluti af þessu „Eftir stressandi sumar er ég bara að reyna að njóta þess að vera hluti af þessu og vera leikmaður Liverpool. Ég vildi komast á heimsmeistaramótið og sem betur fer tókst okkur það. Ég þarf að sjá hvað ég og fjölskylda mín viljum gera í framtíðinni,“ sagði Robertson. Robertson gekk til liðs við Liverpool frá Hull City árið 2017 fyrir 8 milljónir punda og hefur síðan þá spilað yfir 350 leiki fyrir félagið og unnið fjölda stórra titla, þar á meðal tvo ensku úrvalsdeildartitla og Meistaradeild Evrópu. Hef gefið félaginu nákvæmlega allt Aðspurður hvort næstu mánuðir myndu móta ákvörðun hans sagði hinn 31 árs gamli leikmaður: „Ég held að það sé ekki alveg þannig. Ég hef gefið félaginu nákvæmlega allt síðustu átta og hálft ár og félagið hefur verið mjög gott við mig. Þeir hafa verðlaunað mig með góðum samningum þegar ég hef spilað vel,“ sagði Robertson. „Það eru alltaf mín rök, þú ættir alltaf að vilja berjast fyrir sæti í liðinu. Ef þú ert ánægður með að vera hjá Liverpool, eða Barnsley, og vilt sitja á bekknum, þá held ég að þú hafir ekki rétta hugarfarið. Ég hef spilað vel í þeim leikjum sem ég hef spilað á þessu tímabili. Kannski hef ég ekki spilað eins mikið og ég hefði viljað, en það er ekkert sem hefur komið mér á óvart. Sjáum til hvað gerist,“ sagði Robertson. 🚨 BREAKING : Andy Robertson has confirmed contract talks with Liverpool are underway and wants to stay at Liverpool! pic.twitter.com/JwsFindlms— Anything Liverpool (@AnythingLFC_) January 15, 2026
Enski boltinn Liverpool FC Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti KR í samstarf við akademíu í Gana Fótbolti Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Sjá meira