FA gagnrýnir reglugerð Willums Þórs harðlega Jakob Bjarnar skrifar 24. júní 2024 16:34 Willum Þór og Ólafur Stephensen sem er allt annað en ánægður með nýjasta útspil Framsóknarmanna sem vilja nú láta kné fylgja kviði í baráttu sinni við tóbakið. Nú vilja þeir pakka fyrirbæri sem má ekki sjást í einsleitar umbúðir. vísir/Vilhelm/Egill Ljóst er að þeir hjá Félagi atvinnurekenda vita vart hvort þeir eiga að hlæja eða gráta vegna ákvæðis í drögum að reglugerð Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra þess efnis að pakka beri inn öllu tóbaki í einsleitar umbúðir. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“ Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri FA segir í það minnsta svo umfangsmikið inngrip í atvinnufrelsi og friðhelgi eignarréttarins hlýtur að eiga að fá rækilega umfjöllun og umræðu á Alþingi. FA hefur sent inn umsögn um reglugerðina. „Við rifjum þar til dæmis að í gildi er bann við sýnileika tóbaksvara, það er að þær eru geymdar í lokuðum skápum, nema í sérstökum tóbaksverslunum. Jafnframt eru tóbaksauglýsingar bannaðar,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Í umsögninni segir að FA fái ekki séð hver tilgangurinn með einsleitum umbúðum er, þar sem umbúðirnar eru ekki sýnilegar fyrir almenning og neytendur. Að pakka því sem ekki má sýna í einsleitar umbúðir „Þeir neytendur sem kaupa tóbak vita hvert þeir eiga að leita og kaupa tóbakið gagngert vegna þess að um tóbak er að ræða. Öðrum vörum, sem einnig geta verið skaðvaldar við heilsu manna, er hins vegar stillt upp inni á smásölustöðum og getur neytandi því keypt þá vöru án þess að hafa ætlað sér það, einfaldlega því hún er til sýnis. Eins og fram kemur að framan á þetta ekki við um tóbaksvörur enda er ekki heimilt að hafa þær til sýnis á smásölustöðum. FA fær ekki séð hverju einsleitar umbúðir myndu breyta þar um, enda vantar allan rökstuðning fyrir ákvæðinu af hálfu ráðuneytisins.“ Ólafur segir þessa reglugerðarbreytingu í engu rökstudda.vísir/egill Ólafur segir gullhúðun Evrópureglna hafi verið til umræðu undanfarið, og þá sú tilhneiging að bæta íþyngjandi innlendum kvöðum við reglur ESB, sem eru teknar upp í EES-samninginn. „Þarna er um að ræða tvöfalda gullhúðun á Evrópureglum, sem reglugerðin á að innleiða. Annars vegar hafa Evrópureglurnar, sem um ræðir, enn ekki verið teknar upp í EES-samninginn og hins vegar er ekkert í þeim um að tóbaksvörur skuli vera í einsleitum umbúðum.“ Ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra Að sögn Ólafs er í samráðsgáttinni hvorugt útskýrt eða rökstutt. Það gengur þvert á tillögur starfshóps utanríkisráðherra um aðgerðir gegn gullhúðun Evrópureglna. Auk þess hefur ríkisstjórnin lýst yfir vilja sínum til að vinna gegn því að Evrópureglur séu innleiddar með meira íþyngjandi hætti hér á landi en reglurnar sjálfar gefa tilefni til. „Ákvæðin um einsleitar umbúðir eru inngrip í atvinnufrelsi og eignarrétt fyrirtækja, sem hvort tveggja eru stjórnarskrárvarin réttindi. Við teljum ótækt að slíkt ákvæði sé sett í reglugerð ráðherra. Ef vilji er til þess, þá væntanlega í þágu lýðheilsu, að takmarka þessi stjórnarskrárvörðu réttindi, á að sjálfsögðu að gera það með lagasetningu á Alþingi, þar sem þetta mikla inngrip fær þá skoðun og umræðu sem það verðskuldar,“ segir Ólafur og bendir á umsögn FA þar sem segir: „FA fær ekki séð hvernig svo íþyngjandi ákvörðun, sem takmarkar stjórnarskrárvarin réttindi, á heima í reglugerð sem ráðherra setur og mótmælir því eindregið að 20. gr. verði að ákvæði í reglugerð.“
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagasamtök Fíkn Áfengi og tóbak Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira