Grikkir fengu verðlaun í nafni Vigdísar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. júní 2024 15:56 Frá verðlaunaafhendingunni í Strassborg í dag. Evrópuráðsþingið Grísku grasrótarsamtökin Irida Women‘s Center hlutu í dag ný alþjóðleg jafnréttisverðlun í nafni Vigdísar Finnbogadóttur, Vigdís Prize for Women‘s Empowerment, sem afhent voru í fyrsta sinn á vettvangi Evrópuráðsins í Strassborg í Frakklandi. Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi verið viðstödd afhendinguna. Irida Women‘s Center samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin sem voru stofnuð árið 2016, þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands, bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól. Fram kemur að Vigdísarverðlaunin hafi verið stofnsett í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu og í aðdraganda leiðtogafundar ráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023. Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands standa að verðlaununum sem ætlað er að vekja athygli á einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem stuðlað hafa að valdeflingu kvenna með framúrskarandi hætti, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta. Nýju alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin hafa þegar hlotið athygli víða en þau verða veitt árlega í júní-lotu Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Alls bárust 123 tilnefningar til verðlaunanna frá öllum heimshlutum en þrír hlutu tilnefningu í byrjun maí. Auk Irida Women‘s Center fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu verðlaunagripinn Kviku eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur við hátíðlega athöfn í morgun. Listaverkið er úr gleri og með tilvísun í íslenska náttúru og tungu. „Það var mér mikill heiður að flytja ávarp við afhendingu fyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur. Ég fékk í ávarpi mínu tækifæri til þess að undirstrika framlag Vigdísar og áhrif hennar, jafnt innan íslensks samfélags sem utan, eins og greina mátti við fjölsótta athöfn í Strassborg í dag sem fólk hvaðanæva að sótti,“ er haft eftir Guðmundi Inga. „Á fundum sem ég átti jafnframt með fulltrúum Evrópuráðsins í dag kom fram að framganga Íslands á sviði jafnréttismála, og að því er varðar málefni hinsegin fólks, vekur enn verðskuldaða athygli og óskað er eftir frekari samstarfi við okkur á þeim sviðum.“ Guðmundur Ingi átti fundi með aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, forseta Evrópuráðsþingsins og sérfræðingum Evrópuráðsins á sviði jafnréttis- og félagsmála. Jafnréttismál Evrópusambandið Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Frakkland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira
Í fréttatilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi verið viðstödd afhendinguna. Irida Women‘s Center samtökin vinna gegn fátækt og félagslegri einangrun kvenna og gegn kynbundnu ofbeldi. Samtökin sem voru stofnuð árið 2016, þegar straumur flóttafólks leitaði til Grikklands, bjóða upp á neyðaraðstoð og veita konum og börnum öruggt skjól. Fram kemur að Vigdísarverðlaunin hafi verið stofnsett í tengslum við formennsku Íslands í Evrópuráðinu og í aðdraganda leiðtogafundar ráðsins sem haldinn var í Reykjavík í maí 2023. Evrópuráðsþingið og ríkisstjórn Íslands standa að verðlaununum sem ætlað er að vekja athygli á einstaklingum, stofnunum eða samtökum sem stuðlað hafa að valdeflingu kvenna með framúrskarandi hætti, hvort sem um er að ræða aðgerðir sem stuðla að jafnrétti kynjanna, jafnari samfélagslegri þátttöku kvenna eða aðgerðir sem vekja athygli á ójafnri stöðu kvenna og hvetja til úrbóta. Nýju alþjóðlegu jafnréttisverðlaunin hafa þegar hlotið athygli víða en þau verða veitt árlega í júní-lotu Evrópuráðsþingsins í Strassborg. Alls bárust 123 tilnefningar til verðlaunanna frá öllum heimshlutum en þrír hlutu tilnefningu í byrjun maí. Auk Irida Women‘s Center fengu pólsku samtökin Feminoteka Foundation og Pascuala López López, sem er baráttukona fyrir mannréttindum í Mexíkó, sérstaka viðurkenningu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, afhenti Evrópuráðinu verðlaunagripinn Kviku eftir listakonuna Brynhildi Þorgeirsdóttur við hátíðlega athöfn í morgun. Listaverkið er úr gleri og með tilvísun í íslenska náttúru og tungu. „Það var mér mikill heiður að flytja ávarp við afhendingu fyrstu alþjóðlegu jafnréttisverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur. Ég fékk í ávarpi mínu tækifæri til þess að undirstrika framlag Vigdísar og áhrif hennar, jafnt innan íslensks samfélags sem utan, eins og greina mátti við fjölsótta athöfn í Strassborg í dag sem fólk hvaðanæva að sótti,“ er haft eftir Guðmundi Inga. „Á fundum sem ég átti jafnframt með fulltrúum Evrópuráðsins í dag kom fram að framganga Íslands á sviði jafnréttismála, og að því er varðar málefni hinsegin fólks, vekur enn verðskuldaða athygli og óskað er eftir frekari samstarfi við okkur á þeim sviðum.“ Guðmundur Ingi átti fundi með aðalframkvæmdastjóra Evrópuráðsins, forseta Evrópuráðsþingsins og sérfræðingum Evrópuráðsins á sviði jafnréttis- og félagsmála.
Jafnréttismál Evrópusambandið Vigdís Finnbogadóttir Forseti Íslands Frakkland Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Sjá meira