Samstarf við landsbyggðina Sævar Þór Halldórsson skrifar 15. maí 2024 13:00 Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðaróperan Byggðamál Menning Alþingi Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er í vinnslu hjá allsherjar- og menntamálanefnd frumvarp um Þjóðaróperu, eða í raun breyting á lögum um sviðslistir sem gerir með breytingunum ráð fyrir Þjóðaróperu. Margt er gott í þessu frumvarpi og held ég að það sé gæfuspor fyrir Ísland að stofna til þessarar þjóðaróperu. Þegar hún er orðin fullskipuð þá eiga að starfa hjá henni 12 söngvarar í fullu starfi, 16 kórmeðlimir í hálfu starfi auk annars starfsfólks en margt er samnýtt með Þjóðleikhúsinu. Í frumvarpsdrögunum er talað um að markmið frumvarpsins sé glæða áhuga landsmanna á óperulistum og svo í næstu málsgrein er talað um samstarfsverkefni í öllum landshlutum. Í mínum huga ætti að standa í frumvarpinu að þjóðaróperan starfi í öllum landshlutum, ekki bara að hún standi fyrir samstarfsverkefnum. Með þessu þá er verið að festa þau, sem hafa áhuga á að starfa við Þjóðaróperuna, á höfuðborgarsvæðinu. Þannig verður þetta enn eitt batteríið sem er með starfsemi í höfuðborginni en á svo að sinna öllu landinu en gerir það ekki eða lítið. Það gerir það þá að verkum að þau sem hafa menntað sig í þessu sæki frekar eftir að búa á höfuðborgarsvæðinu og gerir landsbyggðina fátækari af listafólki. Til að breyta þessu og laga þá legg ég til að breytt verði um stefnu og fastráða söngvara/starfsfólk í hverjum landshluta og setja reglur um þáttöku í verkefnum þar. Ýta undir verkefni, stofna til nýrra, vinna með hópum sem eru þar fyrir og svo einnig taka þátt í stærri sýningum í öðrum landshlutum, þar með talið að þetta starfsfólk taki þátt í stóru sýningunum í Eldborg í Hörpu. Mikil fjölbreytni er í listinni á öllu landinu, landsbyggðin þá ekki undanskilin en talsvert meira er um sjálfstæði á landsbyggðinni þar sem ríkið heldur ekki úti stórum listastofnunum sem fjármagna verk eins og það gerir á höfuðborgarsvæðinu. Þá væri hægt að hafa föst verkefni þar sem starfsfólk Þjóðaróperunnar á landsbyggðinni tekur þátt í, með öðru listafólki sem er verkefnaráðið eða jafnvel með hópum sem eru fyrir á staðnum og hafa verið að halda uppi óperulistinni á svæðinu og ýta undir fjölbreytni og hjálpa sjálfstæðu listahópunum að starfa áfram. Ekki bara gera það þannig að við úti á landi fáum mögulega og kannski til okkar valdar sýningar sem gætu borið sig uppi. Heldur hjálpum þessu listformi að lifa út um allt land með sýningum, fræðslu og kynningarstarfi. Höfum það þannig að lokaniðurstaðan ýtir réttilega markmið frumvarpsins sem er að glæða áhuga allra landsmanna á óperulistum. Landsbyggðin á að vera hluti af Þjóðaróperu en ekki bara samstarfsaðili. Höfundur er áhugamaður um landsbyggðina og Óperulistina.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar