„Rússneskum lögum“ hraðað áfram þrátt fyrir hávær mótmæli Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2024 11:37 Mótmælendur veifuðu georgíska fánanum við þinghúsið í Tíblisi snemma í morgun. Mótmæli gegn rússnesku lögunum hafa verið daglegt brauð undanfarnar vikur. AP/Zurab Tsertsvadze Georgísk þingnefnd afgreiddi umdeild „rússnesk lög“ á rétt rúmri mínútu í morgun þrátt fyrir fjölmenn mótmæli við þinghúsið um helgina sem héldu áfram í dag. Mikil lögregluviðbúnaður er við þinghúsið og frásagnir eru um harkaleg átök lögreglu og mótmælenda. Frumvarp sem skilgreinir félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja ef þeir fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá hefur vakið hörð viðbrögð í Georgíu. Þau þykja í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað notað til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Því hafa gagnrýnendur georgíska frumvarpsins uppnefnt það „rússnesku lögin“. Tugir þúsunda manna mótmæltu við þinghúsið í höfuðborginni Tíblisi um helgina. Mótmælin héldu áfram í nótt og fram á morgun þrátt fyrir að lögregla hafi dreift mótmælendum í gær. Þegar þingmenn stjórnarflokksins Georgíska draumsins, sem er hallur undir Rússa, mættu hrópuðu mótmælendur „þrælar“ og „Rússar“ að þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingmennirnir létu það ekki á sig fá. Þegar málið var tekið fyrir á fundi þingnefndar afgreiddu stjórnarþingmenn það á 67 sekúndum. Að óbreyttu gengur frumvarpið til þriðju og síðustu umræðu á morgun. Mótmælendur hafa heitið því að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Myndir og myndbönd af átökum mótmælenda og lögreglumanna hafa birst á samfélagsmiðlum í morgun. Mótmælendur hafa áður lýst því hvernig þeir hafi verið beittir ofbeldi og sætt ógnunum lögreglu undanfarnar vikur. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af framferði georgískra yfirvalda í garð mótmælendanna. #Georgia 🇬🇪 today:As the GD parliament has passed the Foreign Agents Law in a legal reading, students strike across the country. Riot police crack down on the protests, surrounding and beating protesters. pic.twitter.com/YFeLFoYfV9— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) May 13, 2024 Georgía Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Frumvarp sem skilgreinir félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem útsendara erlendra ríkja ef þeir fá meira en fimmtung tekna sinna erlendis frá hefur vakið hörð viðbrögð í Georgíu. Þau þykja í anda rússneskra laga sem stjórnvöld í Kreml hafa ítrekað notað til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Því hafa gagnrýnendur georgíska frumvarpsins uppnefnt það „rússnesku lögin“. Tugir þúsunda manna mótmæltu við þinghúsið í höfuðborginni Tíblisi um helgina. Mótmælin héldu áfram í nótt og fram á morgun þrátt fyrir að lögregla hafi dreift mótmælendum í gær. Þegar þingmenn stjórnarflokksins Georgíska draumsins, sem er hallur undir Rússa, mættu hrópuðu mótmælendur „þrælar“ og „Rússar“ að þeim, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þingmennirnir létu það ekki á sig fá. Þegar málið var tekið fyrir á fundi þingnefndar afgreiddu stjórnarþingmenn það á 67 sekúndum. Að óbreyttu gengur frumvarpið til þriðju og síðustu umræðu á morgun. Mótmælendur hafa heitið því að koma í veg fyrir að frumvarpið verði að lögum. Myndir og myndbönd af átökum mótmælenda og lögreglumanna hafa birst á samfélagsmiðlum í morgun. Mótmælendur hafa áður lýst því hvernig þeir hafi verið beittir ofbeldi og sætt ógnunum lögreglu undanfarnar vikur. Evrópusambandið og Bandaríkjastjórn hafa lýst áhyggjum af framferði georgískra yfirvalda í garð mótmælendanna. #Georgia 🇬🇪 today:As the GD parliament has passed the Foreign Agents Law in a legal reading, students strike across the country. Riot police crack down on the protests, surrounding and beating protesters. pic.twitter.com/YFeLFoYfV9— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) May 13, 2024
Georgía Rússland Mannréttindi Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09