„Mbappé kann ekki að vera hetja“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 10:01 Kylian Mbappe sést hér eftir að Paris Saint-Germain tapaði á móti Borussia Dortmund í gærkvöldi. AP/Lewis Joly Kylian Mbappé og félögum í PSG tókst ekki að komast í gegnum Borussia Dortmund í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í gærkvöldi og eru því úr leik. Mbappé fær að heyra það í evrópskum blöðum eftir þessi úrslit. Hann fékk góð færi í báðum leikjum sem og félagar hans en Paris Saint-Germain lék í 180 mínútur á móti þýska liðinu án þess að skora. Fleiri en eitt stangar- og sláarskot í báðum leikjum hjá Frökkunum og vonbrigðin mikil. Franska blaðið L'Équipe gefur Mbappé aðeins tvo af tíu mögulegum fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær. Fyrirsögn franska blaðsins er „Draumurinn á enda“ en Paris Saint-Germain hefur sankað af sér stórstjörnum síðustu ár til þess að ná því loksins að vinna Meistaradeildina. Liðið komst í úrslitaleikinn 2020 en tapaði þá fyrir Bayern München. PSG var í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn á Wembley í ár enda að mæta liði sem er í fimmta sæti í þýsku deildinni. Allt kom fyrir ekki. „Kvöld eins og þessi verða hans arfleið. Sjö ár af misheppnuðum tilraunum,“ skrifaði blaðamaður Daily Mail. „Mbappé kann ekki að vera hetja“ er uppslátturinn í spænska blaðinu Sport. Allt lítur út fyrir að Kylian Mbappé sé á förum frá París og muni semja við spænska félagið Real Madrid í sumar. „Hann kveður frönsku höfuðborgina með meiri sársauka en sóma,“ segir í spænska blaðinu Marca. Kylian Mbappé failed to convert golden opportunities in both the Champions League final against Bayern Munich and this year's semifinal against Dortmund 😞Tough 😕 pic.twitter.com/soS1E7gWVo— ESPN FC (@ESPNFC) May 7, 2024 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira
Mbappé fær að heyra það í evrópskum blöðum eftir þessi úrslit. Hann fékk góð færi í báðum leikjum sem og félagar hans en Paris Saint-Germain lék í 180 mínútur á móti þýska liðinu án þess að skora. Fleiri en eitt stangar- og sláarskot í báðum leikjum hjá Frökkunum og vonbrigðin mikil. Franska blaðið L'Équipe gefur Mbappé aðeins tvo af tíu mögulegum fyrir frammistöðu sína í leiknum í gær. Fyrirsögn franska blaðsins er „Draumurinn á enda“ en Paris Saint-Germain hefur sankað af sér stórstjörnum síðustu ár til þess að ná því loksins að vinna Meistaradeildina. Liðið komst í úrslitaleikinn 2020 en tapaði þá fyrir Bayern München. PSG var í algjöru dauðafæri að komast í úrslitaleikinn á Wembley í ár enda að mæta liði sem er í fimmta sæti í þýsku deildinni. Allt kom fyrir ekki. „Kvöld eins og þessi verða hans arfleið. Sjö ár af misheppnuðum tilraunum,“ skrifaði blaðamaður Daily Mail. „Mbappé kann ekki að vera hetja“ er uppslátturinn í spænska blaðinu Sport. Allt lítur út fyrir að Kylian Mbappé sé á förum frá París og muni semja við spænska félagið Real Madrid í sumar. „Hann kveður frönsku höfuðborgina með meiri sársauka en sóma,“ segir í spænska blaðinu Marca. Kylian Mbappé failed to convert golden opportunities in both the Champions League final against Bayern Munich and this year's semifinal against Dortmund 😞Tough 😕 pic.twitter.com/soS1E7gWVo— ESPN FC (@ESPNFC) May 7, 2024
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Sjá meira