Tíu kílómetrar eftir af hundrað: Gangan miklu erfiðari en hann óraði fyrir Lovísa Arnardóttir skrifar 27. apríl 2024 08:42 Bergur segir gönguna hafa verið erfiða en hann ætli sér að ljúka henni. Mynd/Stefnir Snorrason Bergur Vilhjálmsson á nú aðeins eftir að ganga tíu af þeim hundrað kílómetrum sem hann ætlaði sér að klára gangandi. Bergur lagði af stað á sumardaginn fyrsta og býst við því að klára gönguna um klukkan 14 í dag. Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira
Bergur er ekki bara að ganga heldur dregur hann á eftir sér sleða sem hann hefur létt á eftir því sem hann kemst lengra. Sleðinn var í upphafi hundrað kíló en er núna um tíu. Með hverjum tíu kílóum fylgdu miðar með einkennisorðum sem hann svo sleppti. Orðin voru depurð, þunglyndi, kvíði, áhyggjur, sjálfsvígshugsanir, sektarkennd, áföll, ofbeldi og fíkn. „Þá á það að tákna að ég hafi unnið í þessum erfiðleikum og að bagginn sem ég dreg sé aðeins auðveldari,“ sagði Bergur um það í viðtali fyrr í mánuðinum. „Ég á tíu kílómetra eftir. Þetta hefur gengið upp og ofan en ég hef verið ágætur frá því kannski um klukkan fjögur í nótt,“ segir Bergur. Hann viðurkennir að hann er orðinn vel þreyttur. Ætlar að klára En þó ekki annað í stöðunni en að klára gönguna. „Þetta er búið að vera miklu erfiðara en ég nokkurn tímann gerði mér grein fyrir. Ég er búinn að fara sex sinnum alveg langt niður og langaði að hætta. En ég kann inn á mig þannig ég vissi að þetta myndi alltaf líða hjá. Ég var aldrei að fara að hætta en þær koma alltaf upp þessar hugsanir,“ segir Bergur. Hann segir það í takt við gönguna og málefnið sem hann gengur nú fyrir en hann gengur til styrktar Píeta. „Við erum aldrei ein og ég hefði aldrei komist í gegnum þetta án alls fólksins sem er búið að koma og vera með mér. Það er eitt lóð eftir og einn miði. Á honum stendur kvíði sem mér finnst vel við hæfi að enda á. Við dílum mörg við kvíða,“ segir Bergur. Grill og gaman eftir göngu Bergur hóf gönguna við líkamsræktarstöðina Ultraform á Akranesi og lýkur henni við líkamsræktarstöð þeirra í Grafarholti. Fólki er velkomið að ganga með Bergi að lokamarkinu. Hann er núna, um klukkan 8.40, að ganga við Leirvogsá og fer í áttina að slökkvistöðinni við Skarhólabraut og verður líklega þar um klukkan 9.30. Þaðan fer hann göngustíg að Bauhaus og svo að Ultraform. „Ég vona að það komi sem flestir í Ultraform á eftir þegar ég klára,“ segir Bergur, Þar verður grill og gaman og nýr körfubíll slökkviliðsins til sýnis. Ultraform er við Kirkjustétt í Grafarholti og er viðburðurinn öllum opinn. Í beinni á Youtube Hægt er að fylgjast með Bergi ganga í beinni á YouTube hér að ofan. Styrktarreikningur Píeta er Kt: 410416-0690 Rkn: 0301-26-041041. Bergur hefur beðið fólk að merkja færslurnar með BV. Þau sem glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á; Upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Heilsa Hvalfjarðarsveit Geðheilbrigði Reykjavík Kjósarhreppur Mosfellsbær Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Sjá meira