Sjáðu og heyrðu sjónvarpslýsanda sturlast yfir Brynjólfi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. apríl 2024 11:31 Brynjólfur Willumsson á enn eftir að skora á þessu tímabili og skaut í stöngina úr þessu umrædda víti. Getty/Marc Atkins Íslenski knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Willumsson er ekki ofarlega á vinsældalistanum hjá þeim sem lýsti leik Kristiansund og Tromsö í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta á dögunum. Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu. Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu. „Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan. „Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður. „Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn. TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni. Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan. Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark. Lyd PÅ! Dette er ekte lidenskap😍@KristiansundBK pic.twitter.com/4EEV8hjfSh— TV 2 Sport (@tv2sport) April 26, 2024 Norski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Kristiansund vann reyndar leikinn 1-0 þökk sé marki Pape Habib Gueye en Brynjólfur fékk tækifæri til að koma liðinu í 2-0. Hann skaut hins vegar í stöngina úr vítaspyrnu. Samkvæmt umræddum sjónvarpslýsanda í leiknum þá átti Brynjólfur aldrei að taka þessa vítaspyrnu. „Það er Oskar Sivertsen sem er vítaskyttan. Það vita allir sem hafa komið nálægt Kristiansund Boldklubb. Nú er það ljóst að það er Willumsson sem ætli að taka þessa vítaspyrnu. Ég hef segi það sam að það er Sivertsen sem á að taka þessa vítaspyrnu,“ sagði lýsandinn en TV2 sýndi þessa klippu á miðlum sínum og það má sjá hana hér fyrir neðan. „Willumsson tekur vítið ... en í stöngina. Nú er búinn að fá algjörlega nóg af þessu. Það er Oskar Sivertsen sem er aðalvítaskyttan. Ég skil ekki hvað Amund Skiri (þjálfarinn) er að gera. Skiptu Willumsson útaf,“ sagði lýsandinn nú orðinn öskureiður. „Hann var að stela vítaspyrnunni og nú á hann bara að fara útaf vellinum. Þetta er klár uppreisn,“ sagði lýsandinn. TV2 ræddi aðeins við lýsandann sem heitir Rune Eday. Þar stendur hann með því sem hann sagði í lýsingunni um að Oskar Sivertsen sé aðalvítaskyttan og að Brynjólfur hafi bara hrifsað boltann og tekið fram fyrir hendurnar á aðalvítaskyttunni. Það má sjá og heyra þetta hér fyrir neðan. Brynjólfur þurfti vissulega á marki að halda en hann er nú búinn að spila fimm leiki og í 236 mínútur í bæði norsku úrvalsdeildinni og norska bikarnum á þessu tímabili án þess að ná að skora mark. Lyd PÅ! Dette er ekte lidenskap😍@KristiansundBK pic.twitter.com/4EEV8hjfSh— TV 2 Sport (@tv2sport) April 26, 2024
Norski boltinn Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ Körfubolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira