Stofnaði lífi átta manna í hættu „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ Lovísa Arnardóttir skrifar 24. apríl 2024 11:58 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins skoðaði eldvarnir húsnæðisins og fann ýmsa galla á þeim. Vísir/Vilhelm Jóhann Jónas Ingólfsson var nýverið dæmdur til fjögurra mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að brot gegn lögum um brunavarnir í atvinnuhúsnæði sem hann átti. Þar lét hann útbúa búseturými án tilskilinna leyfa og án þess að gera nauðsynlegar ráðstafanir um brunavarnir. Með því var hann talinn stofna lífi þeirra sem bjuggu í rýminu í hættu. Fram kemur í dómi að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi skoðað eldvarnir hússins að beiðni lögreglu í júní árið 2018 þar sem komu í ljós ýmsir gallar á brunavörnum eins og að engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni. Þá var ástand raflagna óásættanlegt og skapaði eldhættu. Auk þess fól starfsemin sem fór fram í húsinu í sér íkveikjuhættu og var metin aukin brunahætta vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu var Jóhann talinn stofna „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ lífi og heilsu þeirra manna sem voru búsettir í húsnæðinu í augljósan háska. Í það minnsta átta karlmenn bjuggu í húsnæðinu. Jóhann Jónas játaði sök í þinghaldi þann 10. apríl. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann var í ágúst í fyrra sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækja sinna Verktakar já Art2b og Já iðnaðarmenn sem bæði hafa verið afskráð. Þá var hann dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brotin sem hér um ræðir voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp og er Jóhanni því dæmdur hegningarauki. Litið var til þess að hann stofnaði lífi einstaklinga í hættu en á sama tíma var einnig litið til þess að langt sé liðið frá broti. Rannsókn hafi tafist af ástæðum sem hann ber ekki ábyrgð á. Því var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundins fangelsis. Flúði land Fjallað var nokkuð ítarlega um brot Jóhanns Jónasar árið 2021 á vef DV þegar hann var ákærður fyrir skattalagabrot sín. Þar kom þá fram að Jóhann ætti sér langa brotasögu hafi verið dæmdur fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnasmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einnig sagður hafa flúið land eftir að hafa hlotið dóm og komið sér hjá afplánun. Slökkvilið Dómsmál Húsnæðismál Reykjavík Skattar og tollar Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira
Fram kemur í dómi að Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafi skoðað eldvarnir hússins að beiðni lögreglu í júní árið 2018 þar sem komu í ljós ýmsir gallar á brunavörnum eins og að engin brunahólfun var til staðar í húsnæðinu til að takmarka útbreiðslu elds og reyks, flóttaleiðir voru ófullnægjandi, loft var klætt auðbrennanlegu plasti og bil veggja og lofts voru fyllt hraðbrennanlegu efni. Þá var ástand raflagna óásættanlegt og skapaði eldhættu. Auk þess fól starfsemin sem fór fram í húsinu í sér íkveikjuhættu og var metin aukin brunahætta vegna mikils eldsmatar í húsnæðinu. Með þessu var Jóhann talinn stofna „í ábataskyni og á ófyrirleitinn hátt“ lífi og heilsu þeirra manna sem voru búsettir í húsnæðinu í augljósan háska. Í það minnsta átta karlmenn bjuggu í húsnæðinu. Jóhann Jónas játaði sök í þinghaldi þann 10. apríl. Við ákvörðun refsingar var einnig litið til þess að hann var í ágúst í fyrra sakfelldur fyrir stórfelld skattalagabrot í rekstri fyrirtækja sinna Verktakar já Art2b og Já iðnaðarmenn sem bæði hafa verið afskráð. Þá var hann dæmdur í ellefu mánaða fangelsi, skilorðsbundið í tvö ár. Brotin sem hér um ræðir voru framin áður en sá dómur var kveðinn upp og er Jóhanni því dæmdur hegningarauki. Litið var til þess að hann stofnaði lífi einstaklinga í hættu en á sama tíma var einnig litið til þess að langt sé liðið frá broti. Rannsókn hafi tafist af ástæðum sem hann ber ekki ábyrgð á. Því var hann dæmdur til fjögurra mánaða skilorðsbundins fangelsis. Flúði land Fjallað var nokkuð ítarlega um brot Jóhanns Jónasar árið 2021 á vef DV þegar hann var ákærður fyrir skattalagabrot sín. Þar kom þá fram að Jóhann ætti sér langa brotasögu hafi verið dæmdur fyrir bæði kynferðisbrot og fíkniefnasmygl á tíunda áratug síðustu aldar. Þá var hann einnig sagður hafa flúið land eftir að hafa hlotið dóm og komið sér hjá afplánun.
Slökkvilið Dómsmál Húsnæðismál Reykjavík Skattar og tollar Mest lesið Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Sjá meira