Samkeppni á áætlunarflugi til og frá Íslandi hefur verið þjóðfélaginu öllu til mikilla hagsbóta Steingrímur Ægisson skrifar 8. apríl 2024 15:30 Ræða forstjóra Icelandair á aðalfundi nýlega Á aðalfundi Icelandair í mars sl. fjallaði Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í ræðu um samkeppni í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Vék hann m.a. að rekstrarumhverfi flugfélaga sem starfa hér á landi og bar þær saman við aðstæður annars staðar í Evrópu. Í ræðu Boga kom meðal annars fram það mat að hann teldi ekki raunhæft að reka tvö tengiflugfélög með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli með sjálfbærum hætti. Samkeppni innlendra flugfélaga gæti þó verið af hinu góða en til lengri tíma þyrfti reksturinn að vera sjálfbær. Forstjórinn vék einnig að því að aðeins á einum tengiflugvelli í Evrópu fyrir utan Keflavík væru tvö flugfélög með heimahöfn, þ.e. á Heathrow í London. Þessi ummæli forstjóra Icelandair er varla hægt að túlka öðruvísi en svo en að hann telji að ekki sé rými á markaðnum fyrir tvö flugfélög sem bjóði upp á áætlunarflug á milli Íslands og áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku þar Keflavíkurflugvöllur er tengistöð og jafnframt heimahöfn flugfélaganna. Icelandair og PLAY byggja á þessu módeli. Kjörstaðan að mati forstjórans væri því sú að tengifluginu væri aðeins sinnt af einu flugfélagi og þá líklega því sem hann sjálfur veitir forstöðu, þ.e. Icelandair, og þá jafnframt að samkeppni á þessum markaði myndi leggjast af. Þessi sjónarmið forstjóra Icelandair valda nokkrum vonbrigðum enda er almennt viðurkennt að samkeppni sé mikilvæg þar sem hún stuðlar að lægra verði og betri þjónustu og eykur þar með velferð neytenda og stuðlar að hagkvæmni í atvinnulífinu. Samkeppnin knýr fyrirtæki einnig til að hagræða og vinnur gegn sóun. Þá styður samkeppni við nýsköpun og framfarir í atvinnurekstri og leiðir til þjóðhagslegrar hagkvæmni. Reynslan af samkeppni í rúm 20 ár góð en Icelandair og stjórnvöld hafa beitt hindrunum Þessara kosta samkeppni sér meðal annars stað í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Segja má að samkeppnin hafi hafist fyrir alvöru fyrir rúmum tveimur áratugum þegar Iceland Express hóf flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London snemma árs 2003. Fljótlega bættust fleiri áfangastaðir í Evrópu við og svo árið 2010 einnig New York og Boston vestanhafs. Þar með sköpuðust forsendur fyrir annað kerfi tengiflugs til og frá Íslandi. Iceland Express átti þó erfitt uppdráttar enda mætti félagið hörðum aðgerðum Icelandair sem fólu í sér ítrekaða ólögmæta undirverðlagningu. Jafnframt mættu minni keppinautar í flugafgreiðslu ólögmætum aðgerðum dótturfélags Icelandair á því sviði, en aðgengi að hagkvæmri flugafgreiðslu er ein forsenda samkeppni í flugi. Þá lögðu Isavia og stjórnvöld stein í götu Iceland Express með því að búa ekki svo um hnútana að félagið fengi úthlutað mikilvægum afgreiðslutímum (e. slots) til að sinna tengifluginu en létu Icelandair hins vegar njóta forgangs í því efni. WOW Air haslaði sér völl um mitt ár 2012 og nokkrum mánuðum síðar yfirtók félagið Iceland Express. WOW Air mætti einnig hindrunum af hálfu Icelandair og stjórnvalda eins og Iceland Express hafði áður gert. WOW Air náði þó að stækka hratt og var tímabundið með umfangsmikið tengiflug til og frá landinu. WOW Air varð hins vegar gjaldþrota seint á árinu 2018. Um mitt ár 2021 tók PLAY við keflinu og býður það félag núna upp á áætlunarflug til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku með tengiflug um Keflavík í samkeppni við Icelandair. Þó þessi um það bil tveggja áratuga samkeppni í áætlunarflugi til og frá landinu hafi verið brokkgeng og viðburðarík, t.d. vegna bankahruns og COVID faraldurs, þarf ekki að fjölyrða að samkeppnin hefur í heild haft mjög jákvæð áhrif. Þannig lækkuðu fargjöld frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London um allt að 30-40% við innkomu Iceland Express á þá markaði árið 2003 og til Boston og New York árið 2010 lækkaði verð um allt að helming. Þá sýndi það sig að verðsamkeppni jókst með innkomu WOW Air og PLAY. Þessar verðlækkanir hafa leitt til mikils sparnaðar fyrir íslenskan almenning og fyrirtæki og gert fleirum fært að ferðast. Auk þess hefur lægra verð og aukin tíðni flugferða leitt til verulegrar fjölgunar ferðamanna og er ferðaþjónusta nú orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Heimahöfnin mikilvæg í samkeppninni Samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér hefur síðan vakið áhuga og skapað aðstæður fyrir erlend flugfélög að fljúga hingað til lands. Samkeppni sem erlendu flugfélögin veita er mikilvæg, en er brothætt því áætlanir þeirra breytast hratt í takt við aðstæður hverju sinni. Meðal annars þess vegna er samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér, sem reka tengiflug yfir Atlantshafið, burðarás í samkeppni í flugi til og frá landinu. Það er ekki sjálfgefið að Ísland búi við jafn greiðar samgöngur og raunin hefur verið síðustu tvo áratugi. Eflaust eru engin dæmi um að jafn fámenn þjóð í jafn afskekktu landi búi við slíkan munað. Sérstaðan endurspeglast m.a. í því að Keflavíkurflugvöllur er nær eina gáttin fyrir þá sem ferðast til og frá landinu. Lega landsins mitt á milli Evrópu og Ameríku, framtak forvera Icelandair í því nýta sér þá stöðu til að koma á tengiflugi milli heimsálfa og síðast en ekki síst vilji annarra fyrirtækja til að skapa samkeppni í því flugi hefur gert þetta kleift. Það myndi því hafa alvarleg áhrif ef samkeppni fyrirtækja sem fljúga héðan og sinna tengiflugi myndi leggjast af og einokun á þessu sviði komast aftur á. Sunnudagsreglan og áskilnaður og flugmiðakaup báðar leiðir Man einhver t.d. eftir sunnudagsreglu Icelandair sem fól það í sér að ef viðkomandi farþegi keypti hefðbundið fargjald þurfti hann að vera aðfararnótt hvíldardagsins í erlendri borg. Annars greiddi hann það sem kallað var fullt fargjald sem lét nærri að vera það sama og verð á viðskiptafarrými? Man einhver líka þegar aðeins var hægt að kaupa ódýrari flugmiða báðar leiðir, frá Íslandi og til landsins aftur, jafnvel þótt engin áform væru um seinna flugið, t.d. ef um búferlaflutninga var að ræða? Að ógleymdum mun hærri fargjöldum áður fyrr, svo munar tugum prósenta þegar engrar samkeppni naut við. Þó ólíklegt verði að teljast að sambærilegir skilmálar yrðu teknir upp á ný ef aðeins eitt flugfélag yrði starfandi hér með heimahöfn og einhvers aðalds myndi gæta frá erlendum flugfélögum, væri það ekki til hagsbóta, hvorki fyrir almenning eða ferðaþjónustuna í heild sinni, ef engrar samkeppni nyti við á þessu mikilvæga sviði viðskipta. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fréttir af flugi Samkeppnismál Icelandair Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Ræða forstjóra Icelandair á aðalfundi nýlega Á aðalfundi Icelandair í mars sl. fjallaði Bogi Nils Bogason forstjóri félagsins í ræðu um samkeppni í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Vék hann m.a. að rekstrarumhverfi flugfélaga sem starfa hér á landi og bar þær saman við aðstæður annars staðar í Evrópu. Í ræðu Boga kom meðal annars fram það mat að hann teldi ekki raunhæft að reka tvö tengiflugfélög með heimahöfn á Keflavíkurflugvelli með sjálfbærum hætti. Samkeppni innlendra flugfélaga gæti þó verið af hinu góða en til lengri tíma þyrfti reksturinn að vera sjálfbær. Forstjórinn vék einnig að því að aðeins á einum tengiflugvelli í Evrópu fyrir utan Keflavík væru tvö flugfélög með heimahöfn, þ.e. á Heathrow í London. Þessi ummæli forstjóra Icelandair er varla hægt að túlka öðruvísi en svo en að hann telji að ekki sé rými á markaðnum fyrir tvö flugfélög sem bjóði upp á áætlunarflug á milli Íslands og áfangastaða í Evrópu og Norður-Ameríku þar Keflavíkurflugvöllur er tengistöð og jafnframt heimahöfn flugfélaganna. Icelandair og PLAY byggja á þessu módeli. Kjörstaðan að mati forstjórans væri því sú að tengifluginu væri aðeins sinnt af einu flugfélagi og þá líklega því sem hann sjálfur veitir forstöðu, þ.e. Icelandair, og þá jafnframt að samkeppni á þessum markaði myndi leggjast af. Þessi sjónarmið forstjóra Icelandair valda nokkrum vonbrigðum enda er almennt viðurkennt að samkeppni sé mikilvæg þar sem hún stuðlar að lægra verði og betri þjónustu og eykur þar með velferð neytenda og stuðlar að hagkvæmni í atvinnulífinu. Samkeppnin knýr fyrirtæki einnig til að hagræða og vinnur gegn sóun. Þá styður samkeppni við nýsköpun og framfarir í atvinnurekstri og leiðir til þjóðhagslegrar hagkvæmni. Reynslan af samkeppni í rúm 20 ár góð en Icelandair og stjórnvöld hafa beitt hindrunum Þessara kosta samkeppni sér meðal annars stað í áætlunarflugi til og frá Íslandi. Segja má að samkeppnin hafi hafist fyrir alvöru fyrir rúmum tveimur áratugum þegar Iceland Express hóf flug frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London snemma árs 2003. Fljótlega bættust fleiri áfangastaðir í Evrópu við og svo árið 2010 einnig New York og Boston vestanhafs. Þar með sköpuðust forsendur fyrir annað kerfi tengiflugs til og frá Íslandi. Iceland Express átti þó erfitt uppdráttar enda mætti félagið hörðum aðgerðum Icelandair sem fólu í sér ítrekaða ólögmæta undirverðlagningu. Jafnframt mættu minni keppinautar í flugafgreiðslu ólögmætum aðgerðum dótturfélags Icelandair á því sviði, en aðgengi að hagkvæmri flugafgreiðslu er ein forsenda samkeppni í flugi. Þá lögðu Isavia og stjórnvöld stein í götu Iceland Express með því að búa ekki svo um hnútana að félagið fengi úthlutað mikilvægum afgreiðslutímum (e. slots) til að sinna tengifluginu en létu Icelandair hins vegar njóta forgangs í því efni. WOW Air haslaði sér völl um mitt ár 2012 og nokkrum mánuðum síðar yfirtók félagið Iceland Express. WOW Air mætti einnig hindrunum af hálfu Icelandair og stjórnvalda eins og Iceland Express hafði áður gert. WOW Air náði þó að stækka hratt og var tímabundið með umfangsmikið tengiflug til og frá landinu. WOW Air varð hins vegar gjaldþrota seint á árinu 2018. Um mitt ár 2021 tók PLAY við keflinu og býður það félag núna upp á áætlunarflug til áfangastaða bæði í Evrópu og Norður-Ameríku með tengiflug um Keflavík í samkeppni við Icelandair. Þó þessi um það bil tveggja áratuga samkeppni í áætlunarflugi til og frá landinu hafi verið brokkgeng og viðburðarík, t.d. vegna bankahruns og COVID faraldurs, þarf ekki að fjölyrða að samkeppnin hefur í heild haft mjög jákvæð áhrif. Þannig lækkuðu fargjöld frá Keflavík til Kaupmannahafnar og London um allt að 30-40% við innkomu Iceland Express á þá markaði árið 2003 og til Boston og New York árið 2010 lækkaði verð um allt að helming. Þá sýndi það sig að verðsamkeppni jókst með innkomu WOW Air og PLAY. Þessar verðlækkanir hafa leitt til mikils sparnaðar fyrir íslenskan almenning og fyrirtæki og gert fleirum fært að ferðast. Auk þess hefur lægra verð og aukin tíðni flugferða leitt til verulegrar fjölgunar ferðamanna og er ferðaþjónusta nú orðin ein stærsta atvinnugrein landsins. Heimahöfnin mikilvæg í samkeppninni Samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér hefur síðan vakið áhuga og skapað aðstæður fyrir erlend flugfélög að fljúga hingað til lands. Samkeppni sem erlendu flugfélögin veita er mikilvæg, en er brothætt því áætlanir þeirra breytast hratt í takt við aðstæður hverju sinni. Meðal annars þess vegna er samkeppni flugfélaga með heimahöfn hér, sem reka tengiflug yfir Atlantshafið, burðarás í samkeppni í flugi til og frá landinu. Það er ekki sjálfgefið að Ísland búi við jafn greiðar samgöngur og raunin hefur verið síðustu tvo áratugi. Eflaust eru engin dæmi um að jafn fámenn þjóð í jafn afskekktu landi búi við slíkan munað. Sérstaðan endurspeglast m.a. í því að Keflavíkurflugvöllur er nær eina gáttin fyrir þá sem ferðast til og frá landinu. Lega landsins mitt á milli Evrópu og Ameríku, framtak forvera Icelandair í því nýta sér þá stöðu til að koma á tengiflugi milli heimsálfa og síðast en ekki síst vilji annarra fyrirtækja til að skapa samkeppni í því flugi hefur gert þetta kleift. Það myndi því hafa alvarleg áhrif ef samkeppni fyrirtækja sem fljúga héðan og sinna tengiflugi myndi leggjast af og einokun á þessu sviði komast aftur á. Sunnudagsreglan og áskilnaður og flugmiðakaup báðar leiðir Man einhver t.d. eftir sunnudagsreglu Icelandair sem fól það í sér að ef viðkomandi farþegi keypti hefðbundið fargjald þurfti hann að vera aðfararnótt hvíldardagsins í erlendri borg. Annars greiddi hann það sem kallað var fullt fargjald sem lét nærri að vera það sama og verð á viðskiptafarrými? Man einhver líka þegar aðeins var hægt að kaupa ódýrari flugmiða báðar leiðir, frá Íslandi og til landsins aftur, jafnvel þótt engin áform væru um seinna flugið, t.d. ef um búferlaflutninga var að ræða? Að ógleymdum mun hærri fargjöldum áður fyrr, svo munar tugum prósenta þegar engrar samkeppni naut við. Þó ólíklegt verði að teljast að sambærilegir skilmálar yrðu teknir upp á ný ef aðeins eitt flugfélag yrði starfandi hér með heimahöfn og einhvers aðalds myndi gæta frá erlendum flugfélögum, væri það ekki til hagsbóta, hvorki fyrir almenning eða ferðaþjónustuna í heild sinni, ef engrar samkeppni nyti við á þessu mikilvæga sviði viðskipta. Höfundur er verkefnastjóri hjá Samkeppniseftirlitinu.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun