Handtekin í tvígang fyrir að mótmæla í Haag Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 6. apríl 2024 23:56 Thunberg virtist sallaróleg. EPA Loftslagsbaráttukonan Greta Thunberg var tvisvar sinnum handtekin af lögreglu á mótmælum sem hún stóð fyrir í Haag í Hollandi í dag. Mótmælin fóru fram á þjóðvegi A12 þar sem Thunberg sat ásamt öðru baráttufólki og mótmælti þannig aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Nokkrir mótmælendur, þar á meðal Thunberg, voru fyrr um daginn handteknir vegna mótmælanna en sleppt skömmu síðar. Thunberg nýtti tækifærið þegar hún var laus og slóst í annan mótmælendahóp sem hafði komið sér fyrir á öðrum vegi skammt frá í þeim tilgangi að stífla umferðina. Þar var hún handtekin seinna um daginn og ekið í burtu í lögreglubíl. Samkvæmt heimildum Reuters var hún látin laus nokkrum klukkustundum síðar. Fyrir handtökuna sagði Thuberg blaðamönnum að hún væri að mótmæla vegna þess að jörðin stæði frammi fyrir tilvistarkreppu. „Upp er komið hnattrænt neyðarástand og við getum ekki setið hjá þegar fólk missir líf sitt og lífsviðurværi og neyðist til að gerast loftslagsflóttamenn þegar vel er hægt að gera eitthvað í þessu,“ sagði Thunberg. Í færslu frá lögreglunni í Haag á samfélagsmiðlinum X kemur fram að 412 hefðu verið handteknir í tengslum við mótmælin. Bij de poging om de #A12 in #DenHaag te blokkeren zijn 12 mensen aangehouden, o.a. voor het niet voldoen aan bevel, voor opruiing en wet ID. Daarnaast zijn bijna 400 mensen aangehouden voor het overtreden van de WOM. https://t.co/cYneq6bbTB— Politie Eenheid Den Haag (@POL_DenHaag) April 6, 2024 Loftslagsmál Holland Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira
Mótmælin fóru fram á þjóðvegi A12 þar sem Thunberg sat ásamt öðru baráttufólki og mótmælti þannig aðgerðaleysi í loftslagsmálum. Nokkrir mótmælendur, þar á meðal Thunberg, voru fyrr um daginn handteknir vegna mótmælanna en sleppt skömmu síðar. Thunberg nýtti tækifærið þegar hún var laus og slóst í annan mótmælendahóp sem hafði komið sér fyrir á öðrum vegi skammt frá í þeim tilgangi að stífla umferðina. Þar var hún handtekin seinna um daginn og ekið í burtu í lögreglubíl. Samkvæmt heimildum Reuters var hún látin laus nokkrum klukkustundum síðar. Fyrir handtökuna sagði Thuberg blaðamönnum að hún væri að mótmæla vegna þess að jörðin stæði frammi fyrir tilvistarkreppu. „Upp er komið hnattrænt neyðarástand og við getum ekki setið hjá þegar fólk missir líf sitt og lífsviðurværi og neyðist til að gerast loftslagsflóttamenn þegar vel er hægt að gera eitthvað í þessu,“ sagði Thunberg. Í færslu frá lögreglunni í Haag á samfélagsmiðlinum X kemur fram að 412 hefðu verið handteknir í tengslum við mótmælin. Bij de poging om de #A12 in #DenHaag te blokkeren zijn 12 mensen aangehouden, o.a. voor het niet voldoen aan bevel, voor opruiing en wet ID. Daarnaast zijn bijna 400 mensen aangehouden voor het overtreden van de WOM. https://t.co/cYneq6bbTB— Politie Eenheid Den Haag (@POL_DenHaag) April 6, 2024
Loftslagsmál Holland Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Sjá meira