Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 06:56 Kallas segir að grípa verði til aðgerða núna, ekki þegar það verður orðið of seint. AP/Omar Havana Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hún segir bráðnauðsynlegt að aðildarríki Nató standi við það að verja tveimur prósentum landsframleiðslu sinnar til varnarmála. „Árið 1938 var ljóst að það stefndi í stríð þannig að útgjöld til varnarmála voru aukin um 100 prósent en það var of seint,“ segir Kallas í samtali við BBC. „Þetta er það sem við þurfum að gera núna til að varðveita lífsmáta okkar, til að varðveita frið í Evrópu,“ bætir hún við. Staðan er hins vegar sú að færri en tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Nató hafa náð tveggja prósenta markmiðinu, sem hefur meðal annars verið harkalega gagnrýnt af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda. Kallas segir herskyldu einnig geta skipt sköpum. „Við búum að varaherliði sem telur 44 þúsund manns, sem jafngildir um tveimur milljónum fyrir Bretland. Tveimur milljónum einstaklinga sem eru reiðubúnir til að verja land sitt og vita hvað þeir þurfa að gera,“ segir hún. Hún segir hvert ríki þurfa að ákveða það fyrir sig að taka upp herskyldu en hún mæli með því. Það komi henni hins vegar ekki á óvart að áköllum um herskyldu hafi verið hafnað í Bretlandi. Saga ríkjanna sé ólík. „Við höfum glatað sjálfstæði okkar og frelsi einu sinni og viljum ekki glata því aftur. Þeir segja að þú skiljir aðeins frelsi og hvað það þýðir þegar þú hefur það ekki.“ Litháen tók upp herskyldu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og Lettland og Svíþjóð hafa gert slíkt hið sama í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Noregi tilkynnt að þau hyggist fjölga í hernum og Danir ákveðið að kveða konur í herinn og lengja herskylduna. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Eistland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Hún segir bráðnauðsynlegt að aðildarríki Nató standi við það að verja tveimur prósentum landsframleiðslu sinnar til varnarmála. „Árið 1938 var ljóst að það stefndi í stríð þannig að útgjöld til varnarmála voru aukin um 100 prósent en það var of seint,“ segir Kallas í samtali við BBC. „Þetta er það sem við þurfum að gera núna til að varðveita lífsmáta okkar, til að varðveita frið í Evrópu,“ bætir hún við. Staðan er hins vegar sú að færri en tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Nató hafa náð tveggja prósenta markmiðinu, sem hefur meðal annars verið harkalega gagnrýnt af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda. Kallas segir herskyldu einnig geta skipt sköpum. „Við búum að varaherliði sem telur 44 þúsund manns, sem jafngildir um tveimur milljónum fyrir Bretland. Tveimur milljónum einstaklinga sem eru reiðubúnir til að verja land sitt og vita hvað þeir þurfa að gera,“ segir hún. Hún segir hvert ríki þurfa að ákveða það fyrir sig að taka upp herskyldu en hún mæli með því. Það komi henni hins vegar ekki á óvart að áköllum um herskyldu hafi verið hafnað í Bretlandi. Saga ríkjanna sé ólík. „Við höfum glatað sjálfstæði okkar og frelsi einu sinni og viljum ekki glata því aftur. Þeir segja að þú skiljir aðeins frelsi og hvað það þýðir þegar þú hefur það ekki.“ Litháen tók upp herskyldu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og Lettland og Svíþjóð hafa gert slíkt hið sama í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Noregi tilkynnt að þau hyggist fjölga í hernum og Danir ákveðið að kveða konur í herinn og lengja herskylduna.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Eistland Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira