Vagnstjóri fylgdi ekki verklagi þegar stúlku var hótað nauðgun Lovísa Arnardóttir skrifar 27. febrúar 2024 10:55 Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs. Vagnstjóri Strætó fylgdi ekki verklagsreglum þegar ung stúlka tilkynnti honum fyrir tæpum tveimur vikum að sex drengir væru að áreita hana í vagninum. Framkvæmdastjóri Strætó segir að verklag verði ítrekað við vagnstjóra. Hann segir slík atvik eiga sér stað reglulega en að þeim hafi ekki farið fjölgandi. Ung stúlka var beitt kynferðislegri áreitni og hótunum sex ungra manna í Strætó fyrir tæpum tveimur vikum. Stúlkan var á leið heim með vinkonu sinni úr Kringlunni þegar sex strákar komu inn í vagninn og byrjuðu að tala við þær. Þær hundsuðu strákana en þeir héldu áfram að tala við þær. Greint er frá málinu í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Þar segir enn fremur að þegar vinkona stúlkunnar hafi farið úr strætó hafi hegðun strákana orðið alvarlegri. Þeir reyndu að faðma hana og bönnuðu henni að hringja í mömmu sína þegar hún reyndi að gera það. Undir lokin sögðu þeir við hana að þeir myndu elta hana heim, nauðga henni og mömmu hennar og síðan drepa þær. Fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar að strákarnir hafi að enda elt hana úr Strætó og stelpan endað á því að hlaupa heim. Stúlkan var á leið heim í vagni 13 frá Kringlunni þegar atvikið átti sér stað. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir slík atvik sem betur fer ekki algeng að þau gerist. Hann segir verklagsreglum um slík atvik hafa verið komið upp og að sömuleiðis séu límmiðar í öllum vögnum sem hvetji fólk til að greina frá ofbeldi eða áreitni. Geri fólk það eigi verklagið að taka við. Spurður hvort að atvikum hafi farið fjölgandi í strætó segir hann ekki merkjanlega fjölgun. Eigi að ýta á neyðarhnapp Í verklagi segi að ef vagnstjórar verði varir við ofbeldi eða sé tilkynnt um það eigi þeir að stöðva vagninn og ýta á neyðarhnapp sem sé notaðir til að kalla til lögreglu. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. Hann segir að búið sé að ræða við vagnstjórann en að ekki liggi fyrir hvers vegna hann fylgdi ekki verklagi. „Það á ekki að gerast að það sé ekki hringt í lögreglu. En svona atvik eiga sér stað alls staðar í almenningssamgöngu, því miður. Við munum fara yfir atvikið og skoðum hvort eitthvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes Svavar og bætir við: „Það er reglulega farið yfir verklagsreglur en mannlegi þátturinn er því miður bara þannig að hann klikkar stundum.“ Þannig verklagið er til staðar? „Já, en það þarf bara að ítreka það oftar. Við erum með fullt af verklagsreglum sem við þurfum að spá í reglulega og gerum það. Við erum með um 500 bílstjóra sem vinna vaktavinnu og skoða kannski póstinn sinn ekki þess á milli. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir.“ Jóhannes segir að í samstarfi við ríkislögreglustjóra hafi verið settir límmiðar í alla vagna þar sem fólk er hvatt til þess að láta vita verði það fyrir áreitni eða ofbeldi í vagninum. Eftir það eigi verklag um neyðarhnapp að taka við. Er einhver samfélagsleg ábyrgð þarna líka? „Auðvitað eigum við alltaf að reyna að stíga inn í eitthvað sem er óeðlilegt en menn geta verið mjög hræddir við það. Þetta voru auðvitað hörmulegar aðstæður og það er grátlegt að þetta sé að koma fyrir.“ Strætó Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. 13. júní 2023 11:18 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Ung stúlka var beitt kynferðislegri áreitni og hótunum sex ungra manna í Strætó fyrir tæpum tveimur vikum. Stúlkan var á leið heim með vinkonu sinni úr Kringlunni þegar sex strákar komu inn í vagninn og byrjuðu að tala við þær. Þær hundsuðu strákana en þeir héldu áfram að tala við þær. Greint er frá málinu í nýjasta tölublaði Heimildarinnar. Þar segir enn fremur að þegar vinkona stúlkunnar hafi farið úr strætó hafi hegðun strákana orðið alvarlegri. Þeir reyndu að faðma hana og bönnuðu henni að hringja í mömmu sína þegar hún reyndi að gera það. Undir lokin sögðu þeir við hana að þeir myndu elta hana heim, nauðga henni og mömmu hennar og síðan drepa þær. Fram kemur í umfjöllun Heimildarinnar að strákarnir hafi að enda elt hana úr Strætó og stelpan endað á því að hlaupa heim. Stúlkan var á leið heim í vagni 13 frá Kringlunni þegar atvikið átti sér stað. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, segir slík atvik sem betur fer ekki algeng að þau gerist. Hann segir verklagsreglum um slík atvik hafa verið komið upp og að sömuleiðis séu límmiðar í öllum vögnum sem hvetji fólk til að greina frá ofbeldi eða áreitni. Geri fólk það eigi verklagið að taka við. Spurður hvort að atvikum hafi farið fjölgandi í strætó segir hann ekki merkjanlega fjölgun. Eigi að ýta á neyðarhnapp Í verklagi segi að ef vagnstjórar verði varir við ofbeldi eða sé tilkynnt um það eigi þeir að stöðva vagninn og ýta á neyðarhnapp sem sé notaðir til að kalla til lögreglu. Það hafi ekki verið gert í þessu tilviki. Hann segir að búið sé að ræða við vagnstjórann en að ekki liggi fyrir hvers vegna hann fylgdi ekki verklagi. „Það á ekki að gerast að það sé ekki hringt í lögreglu. En svona atvik eiga sér stað alls staðar í almenningssamgöngu, því miður. Við munum fara yfir atvikið og skoðum hvort eitthvað sé hægt að gera,“ segir Jóhannes Svavar og bætir við: „Það er reglulega farið yfir verklagsreglur en mannlegi þátturinn er því miður bara þannig að hann klikkar stundum.“ Þannig verklagið er til staðar? „Já, en það þarf bara að ítreka það oftar. Við erum með fullt af verklagsreglum sem við þurfum að spá í reglulega og gerum það. Við erum með um 500 bílstjóra sem vinna vaktavinnu og skoða kannski póstinn sinn ekki þess á milli. Þetta er bara eitthvað sem við þurfum að fara betur yfir.“ Jóhannes segir að í samstarfi við ríkislögreglustjóra hafi verið settir límmiðar í alla vagna þar sem fólk er hvatt til þess að láta vita verði það fyrir áreitni eða ofbeldi í vagninum. Eftir það eigi verklag um neyðarhnapp að taka við. Er einhver samfélagsleg ábyrgð þarna líka? „Auðvitað eigum við alltaf að reyna að stíga inn í eitthvað sem er óeðlilegt en menn geta verið mjög hræddir við það. Þetta voru auðvitað hörmulegar aðstæður og það er grátlegt að þetta sé að koma fyrir.“
Strætó Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir „Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. 13. júní 2023 11:18 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
„Það hefur verið hrækt á vagnstjóra og slegið til þeirra“ Upp hafa komið einstaka ofbeldismál gegn bæði vagnstjórum Strætó og farþegum á undanförnum árum en þau eru þó sjaldgæf. Myndavélar eru í vögnunum sem og neyðarhnappar. 13. júní 2023 11:18