Örlög Julian Assange ráðast í næstu viku Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. febrúar 2024 07:33 Eiginkona Assange segir hann hafa verið veikan um jólin en heilsa hans hefur verið afar tæp síðustu ár. Stella Assange segir eiginmanni sínum hafa hrakað, bæði andlega og líkamlega og líf hans sé í stöðugri hættu. Það kemur í ljós í næstu viku hvort Julian Assange fær heimild til að áfrýja framsalsmáli sínu einu sinni til viðbótar. Ef svarið verður nei, óttast eiginkona hans að hann verði fluttur til Bandaríkjanna innan fárra daga. Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum. Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Stella Assange óttast að eiginmaður sinn og barnsfaðir muni ekki lifa það af að verða framseldur. Dómstóll í Lundúnum mun taka málið fyrir á þriðjudag en eins og fyrr segir snýst það um það hvort Assange fær að áfrýja ákvörðun Priti Patel, þáverandi innanríkisráðherra Bretlands, um að verða við framsalskröfu Bandaríkjanna. „Þetta er grafalvarlega staða,“ sagði Stella Assange á fundi Foreign Press Association. Ef Julian fengi ekki heimild til að áfrýja niðurstöðu ráðherrans væri komið að endastöð. Það liggur ekki enn fyrir hvort Assange fær að vera viðstaddur réttarhöldin en hann hefur dvalið í Belmarsh-fangelsinu í fimm ár og aðeins einu sinn fengið að yfirgefa fangelsið, þegar hann mætti fyrir dóm í janúar 2021. Segir blaðamenn hvergi verða örugga Guardian hefur eftir Kristni Hrafnssyni, sem er titlaður ritstjóri Wikileaks, að mál Assange muni hafa alvarlegar afleiðingar hvað varðar fjölmiðlafrelsi um allan heim. „Það má ekki vanmeta áhrifin sem það mun hafa,“ segir hann. „Ef ástralskur ríkisborgari sem gefur út í Evrópu getur átt yfir höfði sér fangelsisvist í Bandaríkjunum þá þýðir það að í framtíðinni verða blaðamenn hvergi öruggir.“ Kristinn segir aðförina að frelsi fjölmiðla eins og sjúkdóm, sem hafi smám saman breiðst út og læst um sig. „Að því leyti er Julian Assange eins og kanarífuglinn í kolanámunni.“ Málið gegn Assange byggir á birtingu Wikileaks á leynilegum skjölum sem lekið var af Chelsea Manning. Lögmenn Assange munu freista þess að sýna fram á að verið sé að refsa honum fyrir pólitískar skoðanir hans og að ákvörðunin um að framselja hann til Bandaríkjanna brjóti í bága við Mannréttindasáttamála Evrópu. Þá vilja þeir fá að leggja til ný sönnunargögn sem þeir segja sýna að bandaríska leyniþjónustan (CIA) hafi haft í hyggju að ræna Assange og ráða hann af dögum.
Mál Julians Assange Fjölmiðlar Tjáningarfrelsi Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01 Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33 Mest lesið Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Fleiri fréttir Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Sjá meira
Assange nú sagður „hættulega nálægt því að verða framseldur“ Bróðir Julian Assange segir hann „hættulega nálægt því að verða framseldur“ til Bandaríkjanna eftir að dómari við yfirrétt á Bretlandseyjum hafnaði alfarið umleitan lögmanna hans. 9. júní 2023 07:01
Assange var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar Julian Assange, stofnandi Wikileaks, var svikinn í hendur bandarísku leyniþjónustunnar af fyrirtækinu sem hafði tekið að sér að gæta öryggis hans í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Spænska dagblaðið El País hefur upptökur og pósta sem sýna svikin með óyggjandi hætti. 2. apríl 2023 23:58
Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. 4. ágúst 2022 09:33