Þrjú grundvallaratriði um stuðning við Grindvíkinga Kristrún Frostadóttir skrifar 22. janúar 2024 12:16 Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla. Sex dögum eftir að eldgosið í Heimaey hófst árið 1973 samþykkti Alþingi þingsályktun um að skipuð yrði þverpólitísk þingmannanefnd til að gera tillögur um neyðarráðstafanir og fjármögnun þeirra. Tíu dögum síðar lagði nefndin fram lagafrumvarp um stofnun Viðlagasjóðs. Þar náði Alþingi saman um fjögur skýr markmið sem unnið skyldi eftir í stuðningi við Vestmannaeyinga og fjármögnun aðgerða. Ég tel æskilegt að líta til þessa fordæmis og viðhafa sams konar vinnulag nú. Þannig mætti veita Grindvíkingum ró og fullvissu um samstöðu þjóðar. Um leið gæfist svigrúm til að útfæra stuðninginn sem best til að lágmarka neikvæð þjóðhagsleg áhrif. Með þessari nálgun má einnig forðast óþarfa flokkadrætti um viðbrögð við náttúruhamförunum í Grindavík. Það er enginn bragur á pólitískum yfirboðum í svo viðkvæmu máli. Þrjú grundvallaratriði ættu að gilda um stuðning við Grindvíkinga eftir náttúruhamfarirnar í bænum: Kostnaður falli ekki á Grindvíkinga heldur verði borinn af þjóðinni allri sameiginlega. Neikvæð þjóðhagsleg áhrif verði lágmörkuð — svo sem áhrif á verðbólgu og húsnæðismarkað. Reynt verði að ná breiðri sátt um útfærslu aðgerða og fjármögnun þeirra. Spurningin er ekki hvort við sem þjóð ráðum við að bera þennan kostnað, til dæmis með uppkaupum á fasteignum Grindvíkinga. Spurningin er hvernig við drögum úr neikvæðum hliðaráhrifum af þeim aðgerðum sem ráðist verður í vegna skaða sem nú þegar hefur skeð og hvernig við dreifum kostnaðinum. Ef kostnaðinum er ekki mætt með sérstakri fjármögnun þá fellur hann til í formi þenslu og verðbólgu sem magnar upp skaðann. Og ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða á húsnæðismarkaði þá hefur það alvarlegar afleiðingar. Brýnt er að stjórnmálamenn horfist í augu við þetta og skorist ekki undan eigin ábyrgð. Ég tel að Alþingi ætti að sammælast sem allra fyrst um einföld grundvallaratriði á borð við þau sem sett eru fram hér að ofan. Því næst ætti að skipa þverpólitíska þingmannanefnd á þeim grunni til undirbúnings laga um stuðning við Grindvíkinga. Ég hef komið þessari skoðun skýrt á framfæri við forystufólk ríkisstjórnarinnar og formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi. Flokkar minnihlutans eru sammála um þessa afstöðu og formenn meirihlutaflokkanna tóku vel í nálgun okkar á fundi formanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Samfylkingin Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Alþingi Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Náttúruhamfarirnar í Grindavík kalla á fumlaus viðbrögð og forystu í stjórnmálum. Best færi á því að ná breiðri sátt á Alþingi um stuðning við Grindvíkinga. Pólitíkin á að marka grundvallarafstöðu um markmið og skilyrði sem slíkur stuðningur verður að uppfylla. Sex dögum eftir að eldgosið í Heimaey hófst árið 1973 samþykkti Alþingi þingsályktun um að skipuð yrði þverpólitísk þingmannanefnd til að gera tillögur um neyðarráðstafanir og fjármögnun þeirra. Tíu dögum síðar lagði nefndin fram lagafrumvarp um stofnun Viðlagasjóðs. Þar náði Alþingi saman um fjögur skýr markmið sem unnið skyldi eftir í stuðningi við Vestmannaeyinga og fjármögnun aðgerða. Ég tel æskilegt að líta til þessa fordæmis og viðhafa sams konar vinnulag nú. Þannig mætti veita Grindvíkingum ró og fullvissu um samstöðu þjóðar. Um leið gæfist svigrúm til að útfæra stuðninginn sem best til að lágmarka neikvæð þjóðhagsleg áhrif. Með þessari nálgun má einnig forðast óþarfa flokkadrætti um viðbrögð við náttúruhamförunum í Grindavík. Það er enginn bragur á pólitískum yfirboðum í svo viðkvæmu máli. Þrjú grundvallaratriði ættu að gilda um stuðning við Grindvíkinga eftir náttúruhamfarirnar í bænum: Kostnaður falli ekki á Grindvíkinga heldur verði borinn af þjóðinni allri sameiginlega. Neikvæð þjóðhagsleg áhrif verði lágmörkuð — svo sem áhrif á verðbólgu og húsnæðismarkað. Reynt verði að ná breiðri sátt um útfærslu aðgerða og fjármögnun þeirra. Spurningin er ekki hvort við sem þjóð ráðum við að bera þennan kostnað, til dæmis með uppkaupum á fasteignum Grindvíkinga. Spurningin er hvernig við drögum úr neikvæðum hliðaráhrifum af þeim aðgerðum sem ráðist verður í vegna skaða sem nú þegar hefur skeð og hvernig við dreifum kostnaðinum. Ef kostnaðinum er ekki mætt með sérstakri fjármögnun þá fellur hann til í formi þenslu og verðbólgu sem magnar upp skaðann. Og ef ekki er gripið til mótvægisaðgerða á húsnæðismarkaði þá hefur það alvarlegar afleiðingar. Brýnt er að stjórnmálamenn horfist í augu við þetta og skorist ekki undan eigin ábyrgð. Ég tel að Alþingi ætti að sammælast sem allra fyrst um einföld grundvallaratriði á borð við þau sem sett eru fram hér að ofan. Því næst ætti að skipa þverpólitíska þingmannanefnd á þeim grunni til undirbúnings laga um stuðning við Grindvíkinga. Ég hef komið þessari skoðun skýrt á framfæri við forystufólk ríkisstjórnarinnar og formenn annarra stjórnmálaflokka á Alþingi. Flokkar minnihlutans eru sammála um þessa afstöðu og formenn meirihlutaflokkanna tóku vel í nálgun okkar á fundi formanna í Ráðherrabústaðnum í dag. Höfundur er formaður Samfylkingarinnar – Jafnaðarflokks Íslands.
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar