Bjartari framtíð fyrir Grindvíkinga Ástþór Magnússon skrifar 17. janúar 2024 15:01 Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Skoðun: Forsetakosningar 2024 Forsetakosningar 2024 Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð. Eldgos eru ekki vandamál einstakra íbúa eða byggðarlaga. Þau eru sameiginlegt vandamál þjóðarinnar. Stóð við hlið manns sem horfði á hús sitt verða hrauni að bráð Ég minnist þess þegar ég fór til Vestmannaeyja að ljósmynda gosið þar fyrir breska blaðið Sunday Times, stóð maður við hliðina á mér sem var að horfa á hús sitt lenda undir hrauni. Það var átakanlegt fyrir hann að horfa á aleiguna hverfa á stuttum tíma. Á þessum tíma var enginn Viðlagasjóður til á Íslandi, hann var stofnaður í kjölfar þessara hörmunga árið 1973. Horfum á björtu hliðarnar Um leið og eldgos geta valdið tímabundinni skelfingu og ógn í samfélaginu geta þau skapað ný tækifæri í framtíðinni. Ég tel að Grindavík eigi eftir að verða ein verðmætasta náttúruperla Íslands í framtíðinni. Ef við missum ekki flugvöllinn undir hraun þá gæti Grindavík orðið einn fjölsóttasti ferðamannastaður heims í framtíðinni og skapað þjóðfélaginu margfalt meiri tekjur en það mun kosta nú að aðstoða Grindvíkinga við að koma undir sig fótunum á nýjan leik. Allir Grindvíkingar njóti góðs af í framtíðinni Ríkisstjórnin þarf að horfa björtum augum til framtíðarinnar og hlaupa strax undir bagga með Grindvíkingum. Til lengri tíma litið verða það smámunir sem það kostar þjóðfélagið að gefa Grindvíkingum tækifæri til að kaupa eða byggja nýtt húsnæði á nýju svæði. Hugsanlega að koma upp nýrri Grindavíkurbyggð á öruggari stað. En um leið þarf að gæta hagsmuna Grindvíkinga til framtíðar. Þeir eiga auðvitað að hafa fullan rétt til að snúa til baka eftir að eldgosum lýkur óski þeir þess, en einnig þarf að gæta þess að allir Grindvíkingar verði aðilar að þeim tekjum sem Grindavík getur aflað sem ferðamannaparadís framtíðarinnar hvort sem þeir óska að snúa þangað til baka eða búa um sig á nýjum stað. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun