Eldri og einmana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 4. desember 2023 17:00 Ein af 19 tillögum Flokks fólksins lagðar fram við seinni umræðu Fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar 5. desember er að stofnað verði stöðugildi fagaðila til að bjóða eldra fólki sálfélagslega þjónustu. Margir sem komnir eru á þennan aldur eru einmana. Sumir hafa misst maka sína og aðrir eiga jafnvel ekki fjölskyldu. Því fjármagni sem varið er í stöðugildi sem þetta mun margborga sig fjárhagslega og jafnvel leiða til þess að draga mun úr notkun lyfja hjá þessum hópi. Fjármagnið skal sækja á svið sem geta hagrætt hjá sér, skipulagt sig betur og dregið úr yfirbyggingu. Velferðartækni kemur ekki í staðinn fyrir nærveru og snertingu Enda þótt velferðartækni hafi rutt sér til rúms getur ekki allt eldra fólk tileinkað sér þá tækni eins og gefur að skilja. Því má segja að þessi hópur sé sennilega sá sem er minnst tæknivæddur ef borið er saman við aðra hópa. Þetta er einnig sá hópur sem ekki hefur hæstu röddina og er gjarnan hógvær og lítillátur. Fjölmargir leita sér einfaldlega ekki stuðnings. Finna þarf þá sem þarfnast félagsskapar og vilja persónulegt samtal og koma til þeirra með tilboð um hvort tveggja eftir atvikum. Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á einmanaleika eldra fólks. Meðal niðurstaðna er að Ísland sé að koma vel út í alþjóðlegum samanburði þegar um 5% telja sig einmana. Það er skoðun okkar í Flokki fólksins að gera má ráð fyrir að þeir séu margfalt fleiri. Kannanir ná ekki til allra. Þeir sem eru einmana eru þeir sem ekki eiga fjölskyldu, þeir sem búa einir og þeir sem eru á hjúkrunarheimili. Það er ekki síður vöntun á félagsskap fyrir þá sem komnir eru á hjúkrunarheimili. Starfsfólk er undir álagi og oft er undirmannað. Aðstæður eru víða þannig að meirihluti starfsfólks skilur ekki mikla íslensku og tala hana jafnvel takmarkað Það er áfall fyrir marga að vera komnir á hjúkrunarheimili og verður enn erfiðara ef einmanaleiki sest að. Það er átakanlegt að vita að inni á hjúkrunarheimilum eru allt of margir sem eru einmana. Flokkur fólksins lagði til í febrúar 2023 í annað sinn að stofnað verði sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi. Tillagan var felld. Nú er gerð enn ein tilraunin. Ekkert jafnast á við samtal, nálægð og snertingu. Það er ekki nóg að auka eingöngu velferðartækni heldur þarf einnig að standa vörð um samveru og nálægt. Maður er jú manns gaman. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Flokkur fólksins Borgarstjórn Félagsmál Heilbrigðismál Geðheilbrigði Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ein af 19 tillögum Flokks fólksins lagðar fram við seinni umræðu Fjárhagsáætlunar á fundi borgarstjórnar 5. desember er að stofnað verði stöðugildi fagaðila til að bjóða eldra fólki sálfélagslega þjónustu. Margir sem komnir eru á þennan aldur eru einmana. Sumir hafa misst maka sína og aðrir eiga jafnvel ekki fjölskyldu. Því fjármagni sem varið er í stöðugildi sem þetta mun margborga sig fjárhagslega og jafnvel leiða til þess að draga mun úr notkun lyfja hjá þessum hópi. Fjármagnið skal sækja á svið sem geta hagrætt hjá sér, skipulagt sig betur og dregið úr yfirbyggingu. Velferðartækni kemur ekki í staðinn fyrir nærveru og snertingu Enda þótt velferðartækni hafi rutt sér til rúms getur ekki allt eldra fólk tileinkað sér þá tækni eins og gefur að skilja. Því má segja að þessi hópur sé sennilega sá sem er minnst tæknivæddur ef borið er saman við aðra hópa. Þetta er einnig sá hópur sem ekki hefur hæstu röddina og er gjarnan hógvær og lítillátur. Fjölmargir leita sér einfaldlega ekki stuðnings. Finna þarf þá sem þarfnast félagsskapar og vilja persónulegt samtal og koma til þeirra með tilboð um hvort tveggja eftir atvikum. Það hafa verið gerðar ýmsar kannanir á einmanaleika eldra fólks. Meðal niðurstaðna er að Ísland sé að koma vel út í alþjóðlegum samanburði þegar um 5% telja sig einmana. Það er skoðun okkar í Flokki fólksins að gera má ráð fyrir að þeir séu margfalt fleiri. Kannanir ná ekki til allra. Þeir sem eru einmana eru þeir sem ekki eiga fjölskyldu, þeir sem búa einir og þeir sem eru á hjúkrunarheimili. Það er ekki síður vöntun á félagsskap fyrir þá sem komnir eru á hjúkrunarheimili. Starfsfólk er undir álagi og oft er undirmannað. Aðstæður eru víða þannig að meirihluti starfsfólks skilur ekki mikla íslensku og tala hana jafnvel takmarkað Það er áfall fyrir marga að vera komnir á hjúkrunarheimili og verður enn erfiðara ef einmanaleiki sest að. Það er átakanlegt að vita að inni á hjúkrunarheimilum eru allt of margir sem eru einmana. Flokkur fólksins lagði til í febrúar 2023 í annað sinn að stofnað verði sálfélagslegt meðferðarúrræði fyrir eldri borgara sem búa á hjúkrunarheimilum eða í heimahúsi. Tillagan var felld. Nú er gerð enn ein tilraunin. Ekkert jafnast á við samtal, nálægð og snertingu. Það er ekki nóg að auka eingöngu velferðartækni heldur þarf einnig að standa vörð um samveru og nálægt. Maður er jú manns gaman. Höfundur er sálfræðingur og oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun