Strætó þarf að taka handbremsubeygju Ragnhildur Alda M. Vilhjálmsdóttir skrifar 1. desember 2023 09:31 Uppskriftin af velheppnuðum strætisvagnasamgöngum er alls ekki flókin. Þú þarft: allflestar biðstöðvar séu í mest 5 mínútna fjarlægð, vagnarnir komi á 10 mínútna fresti, stundvísi, hóflegt gjald og að það taki ekki alltof langan tíma að ferðast með Strætó miðað við aðra ferðamáta. Leiðakerfið sjálft þarf svo að vera viðunandi auk tækni sem styður við markmiðin og útkoman verður farsælt fyrirkomulag almenningssamgangna. Þróunin hjá Strætó hefur verið frekar í þá átt að minnka þjónustuna svo sem fækkun biðstöðva í úthverfunum, lengri bið eftir næsta vagni, hækkun fargjaldsins, nýtt greiðslukerfi sem bilar í helmingi tilfella, eða óstundvísir vagnar sem eru ýmist of snemma eða of seint á ferð. Þetta er uppskriftin að vonlausu strætisvagnakerfi og þá duga dýrar markaðsherferðir Strætó skammt því reynslan kennir nýjum farþegum að forðast Strætó. Hvers eiga farþegar að gjalda? Það sést á nýjasta útspili Strætó að vera með vagnverði sem ganga um og sekta fólk í vögnunum sem getur ekki sýnt fram á greiðslu að Strætó er í mikilli afneitun. Langalgengasta umkvörtunarefni farþega er vegna greiðsluappsins Klapp sem bilar í tíma og ótíma og ekki er Klappkortið mikið skárra. Vegna tafanna sem því fylgja hafa sumir vagnstjórar bara hleypt farþegum í Klappvanda um borð, sem eru hárrétt viðbrögð. Enda mikilvægara að halda í þá farþega sem enn hætta sér í vagnanna frekar en að sparka fólki út alla daga. En hvernig bregðast stjórnendur Strætó við þessu? Ekki með því að fleygja Klapp appinu og taka bara upp einfalt posakerfi við biðstöðvar. Nei, þeirra lausn er að halda í ónýta kerfið og sekta og kasta óheppnum farþegum út úr vögnunum í staðinn. Talandi um að byrja á öfugum enda. Nú hefur vinstri meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og ýmist Vinstri grænna eða Framsóknar verið við stjórnvölinn í Reykjavík og stjórn Strætó í 15 ár. Allir þessir flokkar státa sig af því að vera sérlegir styðjendur almenningssamgangna, sem stenst enga skoðun þegar verkin eru látin tala. Þegar allt er alltaf öðrum að kenna Þrátt fyrir árlegar yfirlýsingar um sterkan fjárhag borgarinnar neita meirihlutaflokkarnir að setja krónu meira í Strætó. Því þeim finnst að ríkið, sem rekur m.a. heilbrigðiskerfið, löggæsluna og menntakerfið og hefur nýlega veitt ríflega fjárstyrki vegna Covid og náttúruhamfara í Grindavík, eigi líka að fjármagna vandræðaganginn við rekstur Strætó. Þar til það gerist er ríkinu kennt um hversu Strætó sé lélegur og óstjórnin látin ráða för í rekstrinum. Sömuleiðis skreyta þessir flokkar sig með Borgarlínu en fást þó hvorki til að greiða fyrir Borgarlínuna né rekstur hennar, því ríkið á að gera það líka. Svo fellir meirihlutinn nánast allar tillögur Sjálfstæðismanna um að bæta Strætó því síðan 2018 hefur Borgarlínan átt að leysa vandann. Sumir borgarfulltrúar meirihlutans hafa svo brugðið á það ráð að kenna Sjálfstæðismönnum um óvinsældir Strætó, þeir séu alltaf að tala Strætó niður. Að hlusta á farþega kvarta undan lélegri þjónustu og aðgerðarleysi er sem sagt ástæða þess að þjónustan sé svona léleg samkvæmt þessum borgarfulltrúum. Það er einnig áberandi orðræða hjá meirihlutaflokkunum að hin sveitarfélögin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í meirihluta standi í vegi fyrir bættum Strætó. Nú fer meirihlutinn með umboð fyrir 60% eignarhlut í Strætó og ræður flestu sem hann vill og því hljóta þetta að vera mjög dapurleg tíðindi fyrir kjósendur meirihlutaflokkana í borginni að forysta þeirra sé svona getulaus í valdastól. Strætó er fastur í vítahring Það er ekkert mál fyrir stjórnmálamenn að lofa öllu fögru þegar aðrir eiga að taka reikninginn en þá gerist yfirleitt lítið. Því hafa meirihlutaflokkarnir sett mikinn metnað í að firra sig ábyrgð þrátt fyrir að láta kjósa sig í ábyrgðarstöður. Eftir höfðinu dansa limirnir og því kemur ekki á óvart að nú eigi að ráða vagnverði þrátt fyrir síbilandi greiðsluapp og setja þar með farþega í vonlausa stöðu. Með þessu fækkar farþegum enn frekar og tekjurnar lækka samfara auknum kostnaði sem leiðir til samdráttar í leiðakerfinu og vítahringurinn heldur áfram. Mitt rekstrarráð til Strætó er að hætta snarlega að eyða peningum í Klapp. Það er bara sokkinn kostnaður og að reyna rétta það app við er ávísun á meiri tíma- og peningasóun. Það sama gildir fyrir allar markaðsherferðir og launakostnað vegna nýrra vagnvarða á meðan þetta app er enn í notkun og þjónustan er svona óáreiðanleg. Þeim peningum væri miklu betur varið í nýtt greiðslukerfi líkt og það sem öll lönd í kringum okkur nota. Það þarf handbremsubeygju ef Strætó á að komast á rétta braut ekki vagnverði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Strætó Samgöngur Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 8.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Uppskriftin af velheppnuðum strætisvagnasamgöngum er alls ekki flókin. Þú þarft: allflestar biðstöðvar séu í mest 5 mínútna fjarlægð, vagnarnir komi á 10 mínútna fresti, stundvísi, hóflegt gjald og að það taki ekki alltof langan tíma að ferðast með Strætó miðað við aðra ferðamáta. Leiðakerfið sjálft þarf svo að vera viðunandi auk tækni sem styður við markmiðin og útkoman verður farsælt fyrirkomulag almenningssamgangna. Þróunin hjá Strætó hefur verið frekar í þá átt að minnka þjónustuna svo sem fækkun biðstöðva í úthverfunum, lengri bið eftir næsta vagni, hækkun fargjaldsins, nýtt greiðslukerfi sem bilar í helmingi tilfella, eða óstundvísir vagnar sem eru ýmist of snemma eða of seint á ferð. Þetta er uppskriftin að vonlausu strætisvagnakerfi og þá duga dýrar markaðsherferðir Strætó skammt því reynslan kennir nýjum farþegum að forðast Strætó. Hvers eiga farþegar að gjalda? Það sést á nýjasta útspili Strætó að vera með vagnverði sem ganga um og sekta fólk í vögnunum sem getur ekki sýnt fram á greiðslu að Strætó er í mikilli afneitun. Langalgengasta umkvörtunarefni farþega er vegna greiðsluappsins Klapp sem bilar í tíma og ótíma og ekki er Klappkortið mikið skárra. Vegna tafanna sem því fylgja hafa sumir vagnstjórar bara hleypt farþegum í Klappvanda um borð, sem eru hárrétt viðbrögð. Enda mikilvægara að halda í þá farþega sem enn hætta sér í vagnanna frekar en að sparka fólki út alla daga. En hvernig bregðast stjórnendur Strætó við þessu? Ekki með því að fleygja Klapp appinu og taka bara upp einfalt posakerfi við biðstöðvar. Nei, þeirra lausn er að halda í ónýta kerfið og sekta og kasta óheppnum farþegum út úr vögnunum í staðinn. Talandi um að byrja á öfugum enda. Nú hefur vinstri meirihluti Samfylkingarinnar, Pírata, Viðreisnar og ýmist Vinstri grænna eða Framsóknar verið við stjórnvölinn í Reykjavík og stjórn Strætó í 15 ár. Allir þessir flokkar státa sig af því að vera sérlegir styðjendur almenningssamgangna, sem stenst enga skoðun þegar verkin eru látin tala. Þegar allt er alltaf öðrum að kenna Þrátt fyrir árlegar yfirlýsingar um sterkan fjárhag borgarinnar neita meirihlutaflokkarnir að setja krónu meira í Strætó. Því þeim finnst að ríkið, sem rekur m.a. heilbrigðiskerfið, löggæsluna og menntakerfið og hefur nýlega veitt ríflega fjárstyrki vegna Covid og náttúruhamfara í Grindavík, eigi líka að fjármagna vandræðaganginn við rekstur Strætó. Þar til það gerist er ríkinu kennt um hversu Strætó sé lélegur og óstjórnin látin ráða för í rekstrinum. Sömuleiðis skreyta þessir flokkar sig með Borgarlínu en fást þó hvorki til að greiða fyrir Borgarlínuna né rekstur hennar, því ríkið á að gera það líka. Svo fellir meirihlutinn nánast allar tillögur Sjálfstæðismanna um að bæta Strætó því síðan 2018 hefur Borgarlínan átt að leysa vandann. Sumir borgarfulltrúar meirihlutans hafa svo brugðið á það ráð að kenna Sjálfstæðismönnum um óvinsældir Strætó, þeir séu alltaf að tala Strætó niður. Að hlusta á farþega kvarta undan lélegri þjónustu og aðgerðarleysi er sem sagt ástæða þess að þjónustan sé svona léleg samkvæmt þessum borgarfulltrúum. Það er einnig áberandi orðræða hjá meirihlutaflokkunum að hin sveitarfélögin þar sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í meirihluta standi í vegi fyrir bættum Strætó. Nú fer meirihlutinn með umboð fyrir 60% eignarhlut í Strætó og ræður flestu sem hann vill og því hljóta þetta að vera mjög dapurleg tíðindi fyrir kjósendur meirihlutaflokkana í borginni að forysta þeirra sé svona getulaus í valdastól. Strætó er fastur í vítahring Það er ekkert mál fyrir stjórnmálamenn að lofa öllu fögru þegar aðrir eiga að taka reikninginn en þá gerist yfirleitt lítið. Því hafa meirihlutaflokkarnir sett mikinn metnað í að firra sig ábyrgð þrátt fyrir að láta kjósa sig í ábyrgðarstöður. Eftir höfðinu dansa limirnir og því kemur ekki á óvart að nú eigi að ráða vagnverði þrátt fyrir síbilandi greiðsluapp og setja þar með farþega í vonlausa stöðu. Með þessu fækkar farþegum enn frekar og tekjurnar lækka samfara auknum kostnaði sem leiðir til samdráttar í leiðakerfinu og vítahringurinn heldur áfram. Mitt rekstrarráð til Strætó er að hætta snarlega að eyða peningum í Klapp. Það er bara sokkinn kostnaður og að reyna rétta það app við er ávísun á meiri tíma- og peningasóun. Það sama gildir fyrir allar markaðsherferðir og launakostnað vegna nýrra vagnvarða á meðan þetta app er enn í notkun og þjónustan er svona óáreiðanleg. Þeim peningum væri miklu betur varið í nýtt greiðslukerfi líkt og það sem öll lönd í kringum okkur nota. Það þarf handbremsubeygju ef Strætó á að komast á rétta braut ekki vagnverði. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar