Mark dæmt af Napoli eftir svipað atvik og henti Arsenal Ágúst Orri Arnarson skrifar 8. nóvember 2023 19:48 Markið sem var dæmt af vegna bakhrindingar Napoli samanborið við mark sem var ekki dæmt af eftir bakhrindingu Joelinton. Napoli þurfti að sætta sig við 1-1 jafntefli gegn Union Berlin í Meistaradeildinni eftir að mark var dæmt af liðinu vegna bakhrindingar. Napoli kom boltanum fyrst í netið á 32. mínútu en markið var dæmt ólöglegt af VAR dómurum leiksins vegna bakhrindingar í aðraganda þess. Atvikið svipaði mjög til þess í leik Newcastle og Arsenal sem hefur verið á milli tanna fólks á dögunum. Napoli’s goal has been disallowed for this push. Look away, Arsenal fans… pic.twitter.com/yDqAqFeYtL— Paddy Power (@paddypower) November 8, 2023 Matteo Politano tók þó forystuna fyrir heimamenn skömmu síðar, Napoli ógnaði marki gestanna í sífellu allan fyrri hálfleikinn en komst ekki oftar á blað. David Fofana jafnaði svo metin fyrir Union Berlin á 52. mínútu leiksins þegar hann fylgdi vörðu skoti Sheraldo Becker eftir. Napoli hafði áfram yfirburði í leiknum en tókst ekki að skora sigurmarkið. Real Sociedad vann 3-1 sigur þegar liðið tók á móti Benfica í D riðlinum. Heimamenn voru komnir þremur mörkum yfir eftir aðeins 21. mínútna leik og voru nálægt því að bæta við fjórða markinu skömmu síðar en Brais Méndez skaut í stöng. Gestirnir frá Benfica fengu fín færi í leiknum og klóruðu svo í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en tókst ekki að skora fleiri. Real Sociedad humilhando o Benfica. Adeptos do clube basco viram as costas ao jogo. Que sacode! pic.twitter.com/EqC8TkPxA2— Porto Total (@TotalPorto) November 8, 2023 Mikil ánægja var meðal heimamanna með sigurinn. Real Sociedad fer með þessum sigri í efsta sæti riðilsins, með þrjá sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum. Benfica er taplaust í síðustu fimm leikjum sínum heima fyrir en hefur tapað öllum fjórum leikjunum í Meistaradeildinni. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Napoli kom boltanum fyrst í netið á 32. mínútu en markið var dæmt ólöglegt af VAR dómurum leiksins vegna bakhrindingar í aðraganda þess. Atvikið svipaði mjög til þess í leik Newcastle og Arsenal sem hefur verið á milli tanna fólks á dögunum. Napoli’s goal has been disallowed for this push. Look away, Arsenal fans… pic.twitter.com/yDqAqFeYtL— Paddy Power (@paddypower) November 8, 2023 Matteo Politano tók þó forystuna fyrir heimamenn skömmu síðar, Napoli ógnaði marki gestanna í sífellu allan fyrri hálfleikinn en komst ekki oftar á blað. David Fofana jafnaði svo metin fyrir Union Berlin á 52. mínútu leiksins þegar hann fylgdi vörðu skoti Sheraldo Becker eftir. Napoli hafði áfram yfirburði í leiknum en tókst ekki að skora sigurmarkið. Real Sociedad vann 3-1 sigur þegar liðið tók á móti Benfica í D riðlinum. Heimamenn voru komnir þremur mörkum yfir eftir aðeins 21. mínútna leik og voru nálægt því að bæta við fjórða markinu skömmu síðar en Brais Méndez skaut í stöng. Gestirnir frá Benfica fengu fín færi í leiknum og klóruðu svo í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en tókst ekki að skora fleiri. Real Sociedad humilhando o Benfica. Adeptos do clube basco viram as costas ao jogo. Que sacode! pic.twitter.com/EqC8TkPxA2— Porto Total (@TotalPorto) November 8, 2023 Mikil ánægja var meðal heimamanna með sigurinn. Real Sociedad fer með þessum sigri í efsta sæti riðilsins, með þrjá sigra og eitt jafntefli í fyrstu fjórum leikjunum. Benfica er taplaust í síðustu fimm leikjum sínum heima fyrir en hefur tapað öllum fjórum leikjunum í Meistaradeildinni.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira