„Ósáttur með að það var ekki gengið hreint til verks“ Smári Jökull Jónsson skrifar 19. október 2023 07:01 Ólafur Kristjánsson stýrði liði Breiðabliks til Íslandsmeistaratitils árið 2010 og tók við sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu í febrúar árið 2022. Honum var sagt upp 18 mánuðum síðar. Vísir Ólafi Kristjánssyni var sagt upp sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðablik í ágúst. Hann segir í viðtali í þættinum „Mín skoðun“ að hann hafi verið ósáttur með framkvæmd uppsagnarinnar. Ólafur Kristjánsson var gestur Valtýs Björns Valtýssonar í þættinum „Mín skoðun“ á miðlinum Brotkast í dag. Brot úr þættinum má sjá á Youtube. Ólafi var sagt upp sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki í ágúst en hann hafði þá gegnt starfinu síðan í febrúar 2022. Ólafur segir að hann hafi verið ósáttur með atburðarásina og framkvæmd uppsagnarinnar. „Ég er ekki sammála því að mér var sagt upp. Við vorum rétt komnir út í ána og það sem mér hefur sviðið í framhaldinu er atburðarásin og framkvæmdin. Það leið ansi langur tími þar til hlutirnir komust á hreint,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að honum hafi ekki gengið illa að vinna með fólki innan félagsins og er sérstaklega spurður í samstarf sitt við Flosa Eiríksson formann knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Það gekk bara prýðilega. Ég held mér hafi ekkert gengið illa að vinna með fólki í gegnum tíðina.“ Hann segist treysta því að menn hafi sinnt sínum störfum innan félagsins af heiðarleika. „Ég sat svolítið uppi með það að langt var liðið á uppsagnarfrestinn, sem yfirleitt er til þess að þú hafir tækifæri og möguleika á því að líta í kringum þig og sjá hvort það sé eitthvað annað. Í þessum bransa bankar þú ekkert upp á og sækir um störf. Mér fannst ekki vel staðið að framkvæmd uppsagnarinnar og frágangi uppsagnarfrestsins.“ „Ég sit kannski svolítið í súpunni þar og er ósáttur hvað það varðar. En ég treysti því, og Blikar verða að treysta því, að allir sem starfa hjá félaginu séu að vinna eftir bestu þekkingu, vitund og heiðarleika fyrir hönd félagsins. Þú getur ekki „challengað“ það.“ Segist hafa rukkað Blika um svör Ólafur er ósáttur með að lengi hafi verið gefið í skyn að mögulega myndi hann halda áfram störfum fyrir Breiðablik. „Það leið ansi langur tími sem ég var að starfa inn í þennan uppsagnarfrest. það var ekki skýrt hvernig þessar skipulagsbreytingar yrðu. Það var gefið í skyn, engu lofað, en gefið í skyn að mögulega myndi ég halda áfram störfum hjá félaginu í þessu eða einhverju öðru starfi. Ég rukkaði svolítið um svör hvernig það myndi vera.“ „Þegar átta vikur voru liðnar af þessum uppsagnarfresti og sex eða sjö eftir þá er gengið á formann knattspyrnudeildar af blaðamanni og spurt um þessar sögusagnir sem voru í lofti. Það fer í loftið og þá hafði mér ekki gefist tækifæri til að ræða þau mál við mína nánustu aðra en konuna mína. Það var einn hluti af því sem við vorum búnir að ræða, að þegar og ef kæmi til skilnaðar hvað þetta varðar þá myndum við gera þetta saman. Þá stóð ég eftir með svolítið lítið eftir af uppsagnarfresti og er að leita mér af starfi. Ég var ósáttur með það að það var ekki gengið hreint til verks.“ Gefur lítið fyrir ósætti við Óskar Hrafn Töluvert hefur verið rætt um að samstarf hans og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, fyrrum þjálfara Breiðabliks, hafi ekki verið gott. Óskari var sagt upp hjá Blikum á dögunum og er tekinn við sem þjálfari Haugasund í Noregi. „Mér fannst sú leið sem meistaraflokkurinn var á varðandi leikstíl alveg til fyrirmyndir. Þeir spiluðu skemmtilegan fótbolta og svo framvegis. Þau samskipti voru alveg prýðileg.“ „Svo í þessu eru líka meistaraflokkur kvenna, yngri flokkar karla og kvenna. Breiðablik er með Augnablik kvenna sem var að spila í Lengjudeildinni. Þetta er miklumeira en bara meistaraflokkur. Starfið inniheldur meira en bara meistaraflokk karla og kvenna.“ Í frétt Fótbolti.net um uppsögn Ólafs á sínum tíma er sagt frá því að Óskar Hrafn hafi svarað því í viðtölum að leikmannamál væri ekki á hans könnu. Ólafur segir að ákvarðanir um kaup á leikmönnum hafi verið teknar í sameiningu. „Það var samvinna og samstarf. Auðvitað hefur þjálfari óskir hvaða leikmenn hann vill og það þarf alltaf að virða þær óskir. Það var ekki þannig að ég hafi komið með einhvern leikmann inn af götunni og sagt: Þessi er að koma inn í hópinn og spila. Það voru ræddir leikmenn og svo er það náttúrlega hvort það sé innan þess fjárhagsramma sem er til staðar. Það er þá meira meistaraflokksráð og þá í umborði stjórnar sem tekur ákvörðun um það.“ Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira
Ólafur Kristjánsson var gestur Valtýs Björns Valtýssonar í þættinum „Mín skoðun“ á miðlinum Brotkast í dag. Brot úr þættinum má sjá á Youtube. Ólafi var sagt upp sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Breiðabliki í ágúst en hann hafði þá gegnt starfinu síðan í febrúar 2022. Ólafur segir að hann hafi verið ósáttur með atburðarásina og framkvæmd uppsagnarinnar. „Ég er ekki sammála því að mér var sagt upp. Við vorum rétt komnir út í ána og það sem mér hefur sviðið í framhaldinu er atburðarásin og framkvæmdin. Það leið ansi langur tími þar til hlutirnir komust á hreint,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að honum hafi ekki gengið illa að vinna með fólki innan félagsins og er sérstaklega spurður í samstarf sitt við Flosa Eiríksson formann knattspyrnudeildar Breiðabliks. „Það gekk bara prýðilega. Ég held mér hafi ekkert gengið illa að vinna með fólki í gegnum tíðina.“ Hann segist treysta því að menn hafi sinnt sínum störfum innan félagsins af heiðarleika. „Ég sat svolítið uppi með það að langt var liðið á uppsagnarfrestinn, sem yfirleitt er til þess að þú hafir tækifæri og möguleika á því að líta í kringum þig og sjá hvort það sé eitthvað annað. Í þessum bransa bankar þú ekkert upp á og sækir um störf. Mér fannst ekki vel staðið að framkvæmd uppsagnarinnar og frágangi uppsagnarfrestsins.“ „Ég sit kannski svolítið í súpunni þar og er ósáttur hvað það varðar. En ég treysti því, og Blikar verða að treysta því, að allir sem starfa hjá félaginu séu að vinna eftir bestu þekkingu, vitund og heiðarleika fyrir hönd félagsins. Þú getur ekki „challengað“ það.“ Segist hafa rukkað Blika um svör Ólafur er ósáttur með að lengi hafi verið gefið í skyn að mögulega myndi hann halda áfram störfum fyrir Breiðablik. „Það leið ansi langur tími sem ég var að starfa inn í þennan uppsagnarfrest. það var ekki skýrt hvernig þessar skipulagsbreytingar yrðu. Það var gefið í skyn, engu lofað, en gefið í skyn að mögulega myndi ég halda áfram störfum hjá félaginu í þessu eða einhverju öðru starfi. Ég rukkaði svolítið um svör hvernig það myndi vera.“ „Þegar átta vikur voru liðnar af þessum uppsagnarfresti og sex eða sjö eftir þá er gengið á formann knattspyrnudeildar af blaðamanni og spurt um þessar sögusagnir sem voru í lofti. Það fer í loftið og þá hafði mér ekki gefist tækifæri til að ræða þau mál við mína nánustu aðra en konuna mína. Það var einn hluti af því sem við vorum búnir að ræða, að þegar og ef kæmi til skilnaðar hvað þetta varðar þá myndum við gera þetta saman. Þá stóð ég eftir með svolítið lítið eftir af uppsagnarfresti og er að leita mér af starfi. Ég var ósáttur með það að það var ekki gengið hreint til verks.“ Gefur lítið fyrir ósætti við Óskar Hrafn Töluvert hefur verið rætt um að samstarf hans og Óskars Hrafns Þorvaldssonar, fyrrum þjálfara Breiðabliks, hafi ekki verið gott. Óskari var sagt upp hjá Blikum á dögunum og er tekinn við sem þjálfari Haugasund í Noregi. „Mér fannst sú leið sem meistaraflokkurinn var á varðandi leikstíl alveg til fyrirmyndir. Þeir spiluðu skemmtilegan fótbolta og svo framvegis. Þau samskipti voru alveg prýðileg.“ „Svo í þessu eru líka meistaraflokkur kvenna, yngri flokkar karla og kvenna. Breiðablik er með Augnablik kvenna sem var að spila í Lengjudeildinni. Þetta er miklumeira en bara meistaraflokkur. Starfið inniheldur meira en bara meistaraflokk karla og kvenna.“ Í frétt Fótbolti.net um uppsögn Ólafs á sínum tíma er sagt frá því að Óskar Hrafn hafi svarað því í viðtölum að leikmannamál væri ekki á hans könnu. Ólafur segir að ákvarðanir um kaup á leikmönnum hafi verið teknar í sameiningu. „Það var samvinna og samstarf. Auðvitað hefur þjálfari óskir hvaða leikmenn hann vill og það þarf alltaf að virða þær óskir. Það var ekki þannig að ég hafi komið með einhvern leikmann inn af götunni og sagt: Þessi er að koma inn í hópinn og spila. Það voru ræddir leikmenn og svo er það náttúrlega hvort það sé innan þess fjárhagsramma sem er til staðar. Það er þá meira meistaraflokksráð og þá í umborði stjórnar sem tekur ákvörðun um það.“
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Bein útsending: Dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Sjá meira