Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Kristján Már Unnarsson skrifar 12. október 2023 21:10 Fyrsti hluti vegfyllingar út í Djúpafjörð er kominn við Hallsteinsnes en hann er hluti vegagerðarinnar um Teigsskóg. Egill Aðalsteinsson Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þá samgöngubyltingu sem framundan er á Vestfjörðum. Til stóð að opna brúna yfir Þorskafjörð um mitt næsta sumar en núna er orðið ljóst að verktakinn Suðurverk klárar verkið átta mánuðum fyrr. Vegagerðin áformar brúarvígslu þann 25. október, eftir þrettán daga. Þá er vegarlagning um Teigsskóg einnig á lokametrunum og vonast verktakinn Borgarverk til að opna veginn í næsta mánuði. Endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hófust fyrir þremur árum en fyrsti áfanginn var kafli milli Skálaness og Gufudals. Næsti áfangi var kafli inn Djúpafjörð. Báðir þessir vegir verða sveitavegir í framtíðinni en þjóna tímabundið sem hluti Vestfjarðavegar. Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð. Brúarvígslan er fyrirhuguð þann 25. október.Egill Aðalsteinsson Þriðji áfanginn og sá stærsti til þessa er þverun Þorskafjarðar, sem hófst vorið 2021. Brúin styttir leiðina fyrir fjörðinn um tæpa tíu kílómetra. Vorið 2022 var svo byrjað að leggja veginn um Teigsskóg. Þegar hann verður opnaður, væntanlega í næsta mánuði, losna vegfarendur við að aka um Hjallaháls, 336 metra háan fjallveg. Séð yfir Teigsskóg. Hér liggur vegurinn að mestu ofan við skóginn.Egill Aðalsteinsson Vestfjarðavegur mun þá liggja út Þorskafjörð, inn Djúpafjörð og svo áfram gamla veginn yfir Ódrjúgsháls. En bara tímabundið því framundan er að þvera firðina tvo, Gufufjörð og Djúpafjörð, en tilboð í það verk voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fimm tilboð bárust í vegfyllingar yfir Djúpafjörð og Gufufjörð.Grafík/Kristján Jónsson Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 1.134 milljónir króna. Lægsta boðið kom frá Borgarverki upp á 838 milljónir, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum undir, en þess má geta að Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Eitt annað boð reyndist undir kostnaðaráætlun en öll hin yfir en alls bárust fimm tilboð. Í verkinu felst gerð 3,6 kílómetra langrar vegfyllingar og 119 metra langrar bráðabirgðabrúar. Smíði þriggja varanlegra brúa yfir firðina verður boðin út sér. Vestfjarðavegur verður lagður hér yfir með brúm og vegfyllingu. Horft frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð og Gufufjörð.Egill Aðalsteinsson Endurbæturnar í Gufudalssveit eru liður í þremur stórverkefnum í fjórðungnum sem samtals stytta Vestfjarðaveg um fimmtíu kílómetra. Hin eru Dýrafjarðargöng, sem opnuð voru fyrir þremur árum, og Dynjandisheiði, en kaflinn milli Flókalundar og Dynjanda gæti klárast eftir þrjú ár, um líkt leyti og Gufudalssveit. Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur er núna Djúpvegur, 455 kílómetra löng. Þegar allar þessar vegarbætur verða komnar í gagnið verður vesturleiðin milli höfuðstaðar Vestfjarða og höfuðborgarinnar búin að styttast niður í 394 kílómetra. Hún verður 61 kílómetra styttri. Það blasir við að hún muni í framtíðinni verða aðaltenging Vestfjarða við aðra landshluta. Samgöngur Vegagerð Teigsskógur Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fjallað um þá samgöngubyltingu sem framundan er á Vestfjörðum. Til stóð að opna brúna yfir Þorskafjörð um mitt næsta sumar en núna er orðið ljóst að verktakinn Suðurverk klárar verkið átta mánuðum fyrr. Vegagerðin áformar brúarvígslu þann 25. október, eftir þrettán daga. Þá er vegarlagning um Teigsskóg einnig á lokametrunum og vonast verktakinn Borgarverk til að opna veginn í næsta mánuði. Endurbætur Vestfjarðavegar um Gufudalssveit hófust fyrir þremur árum en fyrsti áfanginn var kafli milli Skálaness og Gufudals. Næsti áfangi var kafli inn Djúpafjörð. Báðir þessir vegir verða sveitavegir í framtíðinni en þjóna tímabundið sem hluti Vestfjarðavegar. Frá nýju brúnni yfir Þorskafjörð. Brúarvígslan er fyrirhuguð þann 25. október.Egill Aðalsteinsson Þriðji áfanginn og sá stærsti til þessa er þverun Þorskafjarðar, sem hófst vorið 2021. Brúin styttir leiðina fyrir fjörðinn um tæpa tíu kílómetra. Vorið 2022 var svo byrjað að leggja veginn um Teigsskóg. Þegar hann verður opnaður, væntanlega í næsta mánuði, losna vegfarendur við að aka um Hjallaháls, 336 metra háan fjallveg. Séð yfir Teigsskóg. Hér liggur vegurinn að mestu ofan við skóginn.Egill Aðalsteinsson Vestfjarðavegur mun þá liggja út Þorskafjörð, inn Djúpafjörð og svo áfram gamla veginn yfir Ódrjúgsháls. En bara tímabundið því framundan er að þvera firðina tvo, Gufufjörð og Djúpafjörð, en tilboð í það verk voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fimm tilboð bárust í vegfyllingar yfir Djúpafjörð og Gufufjörð.Grafík/Kristján Jónsson Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 1.134 milljónir króna. Lægsta boðið kom frá Borgarverki upp á 838 milljónir, eða 74 prósent af áætluðum kostnaði og nærri 300 milljónum undir, en þess má geta að Borgarverk er þegar með tæki og mannskap á staðnum sem verktaki vegarins um Teigsskóg. Eitt annað boð reyndist undir kostnaðaráætlun en öll hin yfir en alls bárust fimm tilboð. Í verkinu felst gerð 3,6 kílómetra langrar vegfyllingar og 119 metra langrar bráðabirgðabrúar. Smíði þriggja varanlegra brúa yfir firðina verður boðin út sér. Vestfjarðavegur verður lagður hér yfir með brúm og vegfyllingu. Horft frá Hallsteinsnesi yfir Djúpafjörð og Gufufjörð.Egill Aðalsteinsson Endurbæturnar í Gufudalssveit eru liður í þremur stórverkefnum í fjórðungnum sem samtals stytta Vestfjarðaveg um fimmtíu kílómetra. Hin eru Dýrafjarðargöng, sem opnuð voru fyrir þremur árum, og Dynjandisheiði, en kaflinn milli Flókalundar og Dynjanda gæti klárast eftir þrjú ár, um líkt leyti og Gufudalssveit. Aðalleiðin milli Ísafjarðar og Reykjavíkur er núna Djúpvegur, 455 kílómetra löng. Þegar allar þessar vegarbætur verða komnar í gagnið verður vesturleiðin milli höfuðstaðar Vestfjarða og höfuðborgarinnar búin að styttast niður í 394 kílómetra. Hún verður 61 kílómetra styttri. Það blasir við að hún muni í framtíðinni verða aðaltenging Vestfjarða við aðra landshluta.
Samgöngur Vegagerð Teigsskógur Reykhólahreppur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Umferðaröryggi Byggðamál Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39 Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn Sjá meira
Nýja brúin yfir Þorskafjörð opnuð síðar í mánuðinum Vegagerðin stefnir að því að nýja brúin yfir Þorskafjörð verði opnuð umferð miðvikudaginn 25. október næstkomandi, eftir tæpar tvær vikur. Það er átta mánuðum á undan áætlun en útboðsskilmálar gerðu ráð fyrir verklokum þann 30. júní á næsta ári. 12. október 2023 11:39
Vestfirðingar vonast til að ná vopnum sínum Opnunardagur Dýrafjarðarganga í haust var stór dagur á Vestfjörðum. Löng bílalestin við gangamunnann lýsti eftirvæntingunni. Um líkt leyti var vinna hafin við gerð nýs vegar yfir Dynjandisheiði og endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit. 14. mars 2021 22:14