„Þetta er ekki venjulegt stríð, það eru engar reglur“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. október 2023 19:59 Sprenging eftir loftárás Ísraelsmanna á Gasaströnd í nótt. AP Photo/Fatima Shbair Öryggisráð Ísraels hefur lýst formlega yfir stríði í landinu. Minnst sjö hundruð Ísraelar eru látnir, aðeins lítill hluti þeirra hermenn, og fjögur hundruð Palestínumenn. Mörg þúsund til viðbótar hafa særst. Íslensk kona sem er búsett í Jerúsalem segir ástandið ekki hafa verið svona slæmt síðan í Jom kippúr stríðinu. Staðan sé martraðakennd. Sprengjum hefur rignt bæði á Gasaströndina og borgir og bæi í Ísrael undanfarinn einn og hálfan sólarhring. Öryggisráð Ísraels lýsti formlega yfir stríði í dag enda hefur spennan magnast til muna. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Átökin eru nær alfarið bundin við suðvesturhluta Ísrael í nágrenni Gasastrandarinnar, þó sprengjum hafi verið skotið á borgir eins og Jerúsalem og Tel Avív. Það kom hins vegar til átaka við Gólan-hæðir í dag, þegar samtökin Hezbollah í Líbanon skutu flugskeytum á herbyggingar Ísraela á svæðinu. Lengi hefur verið deilt um yfirráð á hæðunum og ávallt verið þar mikil spenna. Frá útför Abu Quta fjölskyldunnar, sem voru vígamenn Hamas. Fjölskyldan féll þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á heimili þeirra í Rafah-búðunum á suðurhluta Gasastrandarinnar.AP Photo/Hatem Ali Bæði Jórdanir og Líbanar hafa komið saman í dag til að sýna Palestínumönnum stuðning. Almenningur vopnast Ísraelar hafa bætt verulega í mótspyrnuna og flykktust hermenn, gráir fyrir járnum, að vígstöðvunum í suðri í morgun. Ísraelskar hersveitir hafa náð aftur einhverjum svæðanna sem vígamenn Hamas lögðu undir sig í gær. Verið er að undirbúa flutning íbúa frá landamærum Ísraels og Líbanon komi til frekari átaka þar og varnarmálaráðuneyti Ísrael hefur jafnframt hafið dreifingu skotvopna til íbúa bæði þar og við landamærin að Gasaströndinni. Ísraelsk fjölskylda yfirgefur heimili sitt í Ashkelon. Heimilið varð fyrir eldflaug Hamas.AP Photo/Tsafrir Abayov Svo virðist sem Hamas-liðar hafi tekið mikinn fjölda almennra borgara og hermanna í gíslingu og flutt yfir landamærin með sér. Talið er að minnst hundrað og jafnvel fleirum sé haldið föngum á Gasa, þar á meðal hópi ungmenna sem var á tónlistarhátíð nærri Gasaströndinni þegar Hamas-liðar réðust þangað inn. „Sonur minn og tengdadótir voru á tónlistarhátíðinni. Í gær klukkan korter í sjö hringdi sonur minn í dóttur mína með myndsímtali. Hann sagði henni að hann hafi meitt sig á handleggnum. Hryðjuverkamenn væru að skjóta á þau. Hann sagðist hafa verið skotinn í handlegginn og bringuna og nokkrum mínútum síðar kom hryðjuverkamaður og spurði hann hvort hann væri vopnaður. Þetta er það sem ég veit, ég hef ekki heyrt frá honum síðan,“ segir móðir ungs manns sem var á tónlistarhátíðinni í samtali við ísraelska fjölmiðla. Björguðu börnum úr gíslingu Þá eru erlendir ríkisborgarar einnig í hópi gíslanna, þar á meðal bandarískir og tælenskir. Tælensk yfirvöld hafa biðlað til Hamas að láta tælendinga lausa. Ísraelsk kona syrgir ættingja sinn sem var drepinn af vígamönnum Hamas í borginni Sderot nærri landamærum Gasastrandarinnar í gær. AP Photo/Baz Ratner Ísraelska hernum tókst að bjarga hópi Ísraela sem Hamas-liðar höfðu tekið í gíslingu í dag. Á myndefninu sjást lítil börn í hópnum. Íris hefur búið í Jerúsalem í þrjátíu ár, er gift ísraelskum manni og á þar börn.Aðsend „Þetta er eins og martröð. Maður er bara að bíða eftir að vakna og átta sig á að þetta hafi verið draumur. Það er greinilega ekki. Þetta er bara svo slæmt ástand. Það er svo mikil óvissa, það er svo margt sem er ekki ennþá ljóst,“ segir Íris Hanna Bigi-Levi. Íris hefur búið í Jerúsalem í þrjátíu ár og orðið vitni að mörgum skærum milli þjóðanna tveggja. „Þetta eru lokin á laufskálahátíðinni hjá gyðingum. Við vöknuðum við sírenur klukkan 6:30 í gærmorgun og vissum ekki alveg hvað var að gerast,“ segir Íris. Hún segir árásir Hamas í gærmorgun hafa komið verulega á óvart. „Þetta eru eins og stór mistök. Þetta á ekki að geta gerst. En hryðjuverkamenn á Gasaströndinni byrjuðu á að skjóta á okkur rakettum. Við fórum inn og út úr byrgjum í gær. Þar sem ég er í Jerúsalem hafa ekki fallið sprengjur í dag en það hafa fallið sprengjur annars staðar nær Gasaströndinni.“ „Það er svo erfitt að vera hér og upplifa þetta“ Þetta segir hún ekki í líkingu við neitt sem hún hefur upplifað áður. „Þetta er rosalega slæmt stríðsástand. Hér í Jerúsalem var okkur sagt að fara ekkert út. Hvorki í gær né í dag, ég rétt skrapp út í búð til að sækja smá í matinn af því að maður veit ekki hvernig hlutirnir munu ganga. Í Austur-Jerúsalem voru arabarnir, í staðin fyrir að kalla á fólk að koma og biðja fyrir, að kalla á alla að fara út og gera hryðjuverk. Þannig að við erum bara virkilega hrædd,“ segir Íris. Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael.AP Photo/Fatima Shbair „Þetta er ekki venjulegt stríð, það eru engar reglur. Maður hefur séð myndbönd þar sem verið er að taka gamla konu yfir á Gasaströndina, ungbörn og heilu fjölskyldurnar,“ segir Íris. Hún segir þennan atburð bæði merkan og hræðilegan. „Það er svo erfitt að vera hér og upplifa þetta. Við erum nokkrar íslenskar konur sem búum hér og ein þeirra, sem býr í Ashkelon, er að fela sig. Hryðjuverkamennirnir fóru inn á götur og jafnvel inn á heimili. Það var allt svo óljóst, fólk var að hringja í lögreglu og hún kom ekki. Það kom svo í ljós að lögreglan var sjálf undir árás,“ segir hún. Lögreglumaður á Gasa ber særða stúlku inn á sjúkrahúsið í Beit Lahiya á Gasaströndinni. AP Photo/Mahmoud Essa Ástandið hafi ekki verið svona slæmt síðan Jom kippúr stríðið var árið 1973. „Þegar eldra fólk er að segja frá segir það að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna,“ segir Íris. „Almenningur hér er alveg rosalega reiður og fólk er búið að fá nóg. Þetta er hundrað prósent stríð og margir hér halda að það þurfi að svara með fullum hálsi.“ Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sprengjum hefur rignt bæði á Gasaströndina og borgir og bæi í Ísrael undanfarinn einn og hálfan sólarhring. Öryggisráð Ísraels lýsti formlega yfir stríði í dag enda hefur spennan magnast til muna. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Átökin eru nær alfarið bundin við suðvesturhluta Ísrael í nágrenni Gasastrandarinnar, þó sprengjum hafi verið skotið á borgir eins og Jerúsalem og Tel Avív. Það kom hins vegar til átaka við Gólan-hæðir í dag, þegar samtökin Hezbollah í Líbanon skutu flugskeytum á herbyggingar Ísraela á svæðinu. Lengi hefur verið deilt um yfirráð á hæðunum og ávallt verið þar mikil spenna. Frá útför Abu Quta fjölskyldunnar, sem voru vígamenn Hamas. Fjölskyldan féll þegar Ísraelsmenn gerðu loftárás á heimili þeirra í Rafah-búðunum á suðurhluta Gasastrandarinnar.AP Photo/Hatem Ali Bæði Jórdanir og Líbanar hafa komið saman í dag til að sýna Palestínumönnum stuðning. Almenningur vopnast Ísraelar hafa bætt verulega í mótspyrnuna og flykktust hermenn, gráir fyrir járnum, að vígstöðvunum í suðri í morgun. Ísraelskar hersveitir hafa náð aftur einhverjum svæðanna sem vígamenn Hamas lögðu undir sig í gær. Verið er að undirbúa flutning íbúa frá landamærum Ísraels og Líbanon komi til frekari átaka þar og varnarmálaráðuneyti Ísrael hefur jafnframt hafið dreifingu skotvopna til íbúa bæði þar og við landamærin að Gasaströndinni. Ísraelsk fjölskylda yfirgefur heimili sitt í Ashkelon. Heimilið varð fyrir eldflaug Hamas.AP Photo/Tsafrir Abayov Svo virðist sem Hamas-liðar hafi tekið mikinn fjölda almennra borgara og hermanna í gíslingu og flutt yfir landamærin með sér. Talið er að minnst hundrað og jafnvel fleirum sé haldið föngum á Gasa, þar á meðal hópi ungmenna sem var á tónlistarhátíð nærri Gasaströndinni þegar Hamas-liðar réðust þangað inn. „Sonur minn og tengdadótir voru á tónlistarhátíðinni. Í gær klukkan korter í sjö hringdi sonur minn í dóttur mína með myndsímtali. Hann sagði henni að hann hafi meitt sig á handleggnum. Hryðjuverkamenn væru að skjóta á þau. Hann sagðist hafa verið skotinn í handlegginn og bringuna og nokkrum mínútum síðar kom hryðjuverkamaður og spurði hann hvort hann væri vopnaður. Þetta er það sem ég veit, ég hef ekki heyrt frá honum síðan,“ segir móðir ungs manns sem var á tónlistarhátíðinni í samtali við ísraelska fjölmiðla. Björguðu börnum úr gíslingu Þá eru erlendir ríkisborgarar einnig í hópi gíslanna, þar á meðal bandarískir og tælenskir. Tælensk yfirvöld hafa biðlað til Hamas að láta tælendinga lausa. Ísraelsk kona syrgir ættingja sinn sem var drepinn af vígamönnum Hamas í borginni Sderot nærri landamærum Gasastrandarinnar í gær. AP Photo/Baz Ratner Ísraelska hernum tókst að bjarga hópi Ísraela sem Hamas-liðar höfðu tekið í gíslingu í dag. Á myndefninu sjást lítil börn í hópnum. Íris hefur búið í Jerúsalem í þrjátíu ár, er gift ísraelskum manni og á þar börn.Aðsend „Þetta er eins og martröð. Maður er bara að bíða eftir að vakna og átta sig á að þetta hafi verið draumur. Það er greinilega ekki. Þetta er bara svo slæmt ástand. Það er svo mikil óvissa, það er svo margt sem er ekki ennþá ljóst,“ segir Íris Hanna Bigi-Levi. Íris hefur búið í Jerúsalem í þrjátíu ár og orðið vitni að mörgum skærum milli þjóðanna tveggja. „Þetta eru lokin á laufskálahátíðinni hjá gyðingum. Við vöknuðum við sírenur klukkan 6:30 í gærmorgun og vissum ekki alveg hvað var að gerast,“ segir Íris. Hún segir árásir Hamas í gærmorgun hafa komið verulega á óvart. „Þetta eru eins og stór mistök. Þetta á ekki að geta gerst. En hryðjuverkamenn á Gasaströndinni byrjuðu á að skjóta á okkur rakettum. Við fórum inn og út úr byrgjum í gær. Þar sem ég er í Jerúsalem hafa ekki fallið sprengjur í dag en það hafa fallið sprengjur annars staðar nær Gasaströndinni.“ „Það er svo erfitt að vera hér og upplifa þetta“ Þetta segir hún ekki í líkingu við neitt sem hún hefur upplifað áður. „Þetta er rosalega slæmt stríðsástand. Hér í Jerúsalem var okkur sagt að fara ekkert út. Hvorki í gær né í dag, ég rétt skrapp út í búð til að sækja smá í matinn af því að maður veit ekki hvernig hlutirnir munu ganga. Í Austur-Jerúsalem voru arabarnir, í staðin fyrir að kalla á fólk að koma og biðja fyrir, að kalla á alla að fara út og gera hryðjuverk. Þannig að við erum bara virkilega hrædd,“ segir Íris. Flugskeytum skotið frá Gasaströndinni í átt að Ísrael.AP Photo/Fatima Shbair „Þetta er ekki venjulegt stríð, það eru engar reglur. Maður hefur séð myndbönd þar sem verið er að taka gamla konu yfir á Gasaströndina, ungbörn og heilu fjölskyldurnar,“ segir Íris. Hún segir þennan atburð bæði merkan og hræðilegan. „Það er svo erfitt að vera hér og upplifa þetta. Við erum nokkrar íslenskar konur sem búum hér og ein þeirra, sem býr í Ashkelon, er að fela sig. Hryðjuverkamennirnir fóru inn á götur og jafnvel inn á heimili. Það var allt svo óljóst, fólk var að hringja í lögreglu og hún kom ekki. Það kom svo í ljós að lögreglan var sjálf undir árás,“ segir hún. Lögreglumaður á Gasa ber særða stúlku inn á sjúkrahúsið í Beit Lahiya á Gasaströndinni. AP Photo/Mahmoud Essa Ástandið hafi ekki verið svona slæmt síðan Jom kippúr stríðið var árið 1973. „Þegar eldra fólk er að segja frá segir það að ástandið hafi aldrei verið eins slæmt og núna,“ segir Íris. „Almenningur hér er alveg rosalega reiður og fólk er búið að fá nóg. Þetta er hundrað prósent stríð og margir hér halda að það þurfi að svara með fullum hálsi.“
Ísrael Palestína Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira