Með hálendið í hjartanu Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 5. október 2023 12:01 Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Umhverfismál Þorgerður María Þorbjarnardóttir Mest lesið Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Í hvert skiptið sem ég er á leið upp á hálendið til þess að sinna landvarðarstarfi sem ég hef tekið að mér á sumrin, er eftirvæntingin áþreifanleg. Ég er ekki fyrr sest við matarborðið hjá ömmu og afa en þau byrja að segja mér sögur. Þau sinntu landvarðarstarfi líkt og ég geri, fyrst árið 1973 og einhver fleiri sumur. Þau voru á sama svæði og ég, í Krepputungu milli tveggja beljandi jökulfljóta, Kreppu og Jökulsár á fjöllum. Gleðin, væntumþykjan og töfrarnir skína úr augum þeirra á meðan sögurnar koma hver af annarri um fjallgöngur, stikun slóða, ískaldar baðferðir í Lindána og furðulega ferðamenn. Það er svo augljóst að þessar stundir á hálendinu hafa haft mótandi áhrif á þau og hálendið á alveg sérstakan stað í hjörtum þeirra. Þorgerður María Þorbjarnardóttir Sjálf á ég svo ótal margar sögur af því hvernig ég hef farið upp á fjöll með hugann fullan af óreiðu eftir veturinn og hvernig nálægðin við allt þetta hráa landslag sem er svo innilega lifandi þegar maður skoðar það nánar, greiðir úr öllum flækjum og setur starf mitt sem aktívisti fyrir umhverfið í samhengi. Það eru ekki bara jöklarnir, fjöllin, sandarnir, árnar, lífseigur gróðurinn og stöku fuglar sem veita mér innblástur, heldur eru það líka ferðamennirnir. Það skemmtilegasta sem ég geri er að segja ferðamönnum frá svæðinu og dýpka upplifun þeirra á náttúrunni með fræðslu og túlkun. Þá fæ ég líka að sjá og upplifa landið í gegn um þeirra augu. En ég er líka heppin að starfa á svæði þar sem fjöldinn er viðráðanlegur og ég get gefið mér tíma til þess að spjalla við þau sem leggja leið sína inn á öræfin. Það geta ekki allir sagt það sama í dag. Mikilvægt er að grípa í taumana núna Eins og alls staðar annarsstaðar í heiminum þá er eftirsóknin eftir svæðum sem þessum að aukast og stöðugt sótt að þeim úr fleiri áttum. Ferðamönnum fjölgar ört og þegar ferðamönnunum fjölgar fáum við fleira fólk sem ætlast til þess að fá alls konar þjónustu sem myndi kalla á enn fleira fólk sem kallar á enn meiri þjónustu og þannig fer snjóboltinn að rúlla ef ekki er skýr framtíðarsýn fyrir sjónum. Atvikið með 14 tonna hertrukkinn í Þjórsárverum er gott dæmi um ágang sem hægt er að koma í veg fyrir með því að viðhafa stýringu, til dæmis með upplýsingagjöf, og eftirlit hvort sem það er innan ramma þjóðgarðs, friðlands eða einhvers annars. Á sama tíma eru komin áform um ýmsa hluti, uppbyggða vegi, vindorkuver, háspennulínur, fleiri vatnsaflsvirkjanir og í grein sinni: Hálendið í hakkavélina bendir Kristín Helga Gunnarsdóttir, stjórnarmeðlimur í Landvernd á hvernig hugmyndir um uppbyggingu og nýtingu virðast engin hafa takmörk. En leggjum nú áhyggjur okkar til hliðar í örskotsstund og fögnum því að við eigum enn þessar perlur. Landvernd boðar til Hálendishátíðar 11. Október þar sem listamenn og náttúruunnendur koma saman til að deila væntumþykju og gleði fyrir þessum stórkostlegu víðernum sem við eigum. Hálendið á sérstakan stað í hjarta mínu. Hálendið er eini staðurinn þar sem ég hef upplifað algjöra kyrrð og þá tilfinningu að hér geti ekki verið að nokkur maður hafi stigið niður fæti áður, hvort sem það er nú rétt eða ekki. Þessir staðir verða æ sjaldgæfari í heiminum öllum og eru verðmæti sem okkur ber að varðveita. Höfundur er formaður Landverndar.
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun