Lewandowski meiddist í sigri Barca | Lazio sótti sigur til Skotlands Smári Jökull Jónsson skrifar 4. október 2023 21:27 Gamla brýnið Pedro var hetja Lazio í kvöld. Vísir/Getty Barcelona gerði góða ferð til Portúgal í kvöld þegar liðið vann sigur á Porto í Meistaradeildinni. VAR var í stóru hlutverki í leikjum kvöldsins. Barcelona og Porto eru á meðal þeirra liða sem hafa hvað oftast tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld þar sem Barcelona fór með sigur af hólmi. Robert Lewandowski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en varamaður hans Ferran Torres var hetja Barca í kvöld. Torres skoraði eina mark leiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn Porto eftir frábæra sendingu Ilkay Gundogan. Lokatölur 1-0 og Barcelona með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Xavi: Lewandowski was substituted because he took a strong blow to his ankle, and Araújo was a bit tired. We need a quick recovery as we face Granada on Sunday. pic.twitter.com/arHjtpaGoP— infosfcb (@infosfcb) October 4, 2023 VAR hafði í nógu að snúast í Zagreb þar sem Rauða Stjarnan tók á móti Young Boys. Tvö mörk voru dæmd af Rauðu Stjörnunni í fyrri hálfleik en mark Cherif Ndiaye á 35. mínútu slapp þó í gegnum skoðun eftir að upphaflega var dæmd rangstaða. Filip Ugrinic jafnaði metin fyrir Young Boys snemma í síðari hálfleik og Cedric Itten skoraði úr vítaspyrnu fyrir svissneska liðið en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Osman Bukari hins vegar metin fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-2 og bæði lið nú komin á blað í G-riðli. Lazio gerði góða ferð til Skotlands og vann þar 2-1 sigur á Celtic. Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir á 12. mínútu en Matias Vecino jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik. 82' Palma 90+5' PedroHeartbreak for Celtic.A late goal ruled out for offside, and then Lazio score a winner in added time. pic.twitter.com/1skbj7CZa7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 Allt stefndi í 1-1 jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Pedro sigurmarkið fyrir Lazio og tryggði liðinu sætan 2-1 sigur. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem mark í uppbótartíma tryggir Lazio stig í riðlinum en markvörður liðsins jafnaði metin í fyrstu umferðinni gegn Atletico Madrid. Í Þýskalandi gerðu Dortmund og Milan 0-0 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti F-riðils en það stefnir í mikla spennu í þeim riðli þar sem Newcastle og PSG skipa sætin fyrir ofan. Úrslit kvöldsins: Porto - Barcelona 0-1Rauða Stjarnan - Young Boys 2-2Celtic - Lazio 1-2Dortmund - Milan 0-0RB Leipzig - Manchester City 1-3Newcastle - PSG 4-1 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira
Barcelona og Porto eru á meðal þeirra liða sem hafa hvað oftast tekið þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Liðin mættust í Portúgal í kvöld þar sem Barcelona fór með sigur af hólmi. Robert Lewandowski fór meiddur af velli í fyrri hálfleik en varamaður hans Ferran Torres var hetja Barca í kvöld. Torres skoraði eina mark leiksins þegar hann slapp einn í gegnum vörn Porto eftir frábæra sendingu Ilkay Gundogan. Lokatölur 1-0 og Barcelona með fullt hús stiga eftir tvær umferðir. Xavi: Lewandowski was substituted because he took a strong blow to his ankle, and Araújo was a bit tired. We need a quick recovery as we face Granada on Sunday. pic.twitter.com/arHjtpaGoP— infosfcb (@infosfcb) October 4, 2023 VAR hafði í nógu að snúast í Zagreb þar sem Rauða Stjarnan tók á móti Young Boys. Tvö mörk voru dæmd af Rauðu Stjörnunni í fyrri hálfleik en mark Cherif Ndiaye á 35. mínútu slapp þó í gegnum skoðun eftir að upphaflega var dæmd rangstaða. Filip Ugrinic jafnaði metin fyrir Young Boys snemma í síðari hálfleik og Cedric Itten skoraði úr vítaspyrnu fyrir svissneska liðið en vítaspyrnan var dæmd eftir skoðun myndbandsdómara. Þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma jafnaði Osman Bukari hins vegar metin fyrir heimaliðið. Lokatölur 2-2 og bæði lið nú komin á blað í G-riðli. Lazio gerði góða ferð til Skotlands og vann þar 2-1 sigur á Celtic. Japaninn Kyogo Furuhashi kom Celtic yfir á 12. mínútu en Matias Vecino jafnaði metin þegar stundarfjórðungur var eftir af fyrri hálfleik. 82' Palma 90+5' PedroHeartbreak for Celtic.A late goal ruled out for offside, and then Lazio score a winner in added time. pic.twitter.com/1skbj7CZa7— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) October 4, 2023 Allt stefndi í 1-1 jafntefli en á fimmtu mínútu uppbótartíma skoraði Pedro sigurmarkið fyrir Lazio og tryggði liðinu sætan 2-1 sigur. Þetta er annar leikurinn í röð þar sem mark í uppbótartíma tryggir Lazio stig í riðlinum en markvörður liðsins jafnaði metin í fyrstu umferðinni gegn Atletico Madrid. Í Þýskalandi gerðu Dortmund og Milan 0-0 jafntefli í nokkuð fjörugum leik. Liðin eru í þriðja og fjórða sæti F-riðils en það stefnir í mikla spennu í þeim riðli þar sem Newcastle og PSG skipa sætin fyrir ofan. Úrslit kvöldsins: Porto - Barcelona 0-1Rauða Stjarnan - Young Boys 2-2Celtic - Lazio 1-2Dortmund - Milan 0-0RB Leipzig - Manchester City 1-3Newcastle - PSG 4-1
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn Fleiri fréttir Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Sjá meira