Bjóða almenningi á þvernorrænt hakkaþon um framtíð hafsvæða Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. október 2023 06:46 Heiða segir að á hakkaþoninu verði lausna leitað á framtíðar nýtingu sjávarsvæða. Íslenski sjávarklasinn skipuleggur „hakkaþon“ næstu daga þar sem einstaklingar hvaðanæva af Norðurlöndum koma saman til að þróa sjálfbæra leið til að deila hafsvæðum. Að sögn framkvæmdastjóra Sjávarklasans kann að vera stutt í að stjórnvöld þurfi að meta hvernig svæðum á hafinu verði ráðstafað. Almenningi er boðið á föstudag kl. 17:00 að berja afrakstur hakkaþonsins augum. „Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“ Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Við munum leiða saman ólíka hópa fólks af Norðurlöndum, í samstarfi við Nordic Innovation, í Reykjavík og á Reykjanesi þar sem markmiðið er að kanna lausnir sem hægt yrði að nýta til sameiginlegrar nýtingar á úthafssvæðum,“ segja þær Heiða Kristín Helgadóttir og Alexandra Leeper, framkvæmdastjórar Íslenska Sjávarklasans. Þær segja Norðmenn komna lengra í slíkum málum en Íslendinga og nefna sem dæmi hvernig Norðmenn hafi endurnýtt olíuborpalla undir annars konar starfsemi. Sem dæmi verði hægt að samnýta starfsemi fiskeldis, ferðamennsku og orkuvinnslu á einum og sama staðnum. Þær benda á að spurningin um aukna nýtingu sjávarpláss verði æ meira aðkallandi í framtíðinni, enda ekki allar þjóðir sem búi yfir miklu landrými. „Hugmyndin er sú að samnýta svæði sem við höfum hingað til ekki velt fyrir okkur að nýta undir slíka starfsemi. Þetta er eitthvað sem verður meira aðkallandi í framtíðinni á norðurslóðum, þar sem starfsemi getur unnið saman þvert á geira.“ Alexandra bendir á að slíkt hafi þegar verið framkvæmt hér á landi og nefnir sem dæmi Auðlindagarð HS Orku við Reykjanesvirkjun. Þar vinna fyrirtæki saman þvert á geira en Auðlindagarðurinn verður meðal annars heimsóttur af hópinum í hakkaþoni Sjávarklasans á fimmtudag. Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Þannig verður tíminn hjá hópnum vel nýttur. „Hópurinn kemur úr mismunandi áttum en þau starfa öll í geirum sem tengjast hafinu og við munum heimsækja ýmiskonar fyrirtæki á Reykjanesi á fimmtudag. Markmiðið er að hugsa einhverjar lausnir í þessa átt. Á föstudag verður svo öllum boðið að koma til okkar í húsnæði Íslenska sjávarklasans að Grandagarði 16 í Reykjavík klukkan 17:00 þar sem hóparnir munu kynna afrakstur sinnar vinnu.“
Nýsköpun Sjávarútvegur Orkumál Ferðamennska á Íslandi Hafið Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira