Sjokkeraðir eftir sturlað sigurmark: „Það fallegasta í sögu Noregs“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. september 2023 12:30 Moumbagna fagnar og fyrirliðinn Brede Moe trúir vart sínum eigin augum. Skjáskot/Samsett Fótboltaheimurinn á Noregi fór á hliðina í gærkvöld eftir ótrúlegt mark kamerúnska framherjans Faris Moumbagna sem tryggði Bodö/Glimt sæti í úrslitaleik norsku bikarkeppninnar. Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit. Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig. „Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga. „Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik. HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023 „Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö. Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin. „Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“ Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum. Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér. Norski boltinn Noregur Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira
Bodö mætti Vålerenga í undanúrslitum bikarkeppninnar í gær en í stöðunni 2-2 skoraði Moumbagna markið umtalaða. Hann kom Bodö 3-2 yfir með magnaðri klippu sem söng í netinu. Bodö bætti við einu marki enn í lokin, vann 4-2 sigur og er komið í bikarúrslit. Liðsfélagar Moumbagna vissu varla hvað á sig stóð veðrið og fórnuðu flestir höndum eftir þetta magnaða mark. Andstæðingarnir gátu þá vart annað en lofað markið einnig. „Ég hef aldrei séð fallegra mark, að ég held,“ segir Christian Borchgrevink, leikmaður Vålerenga. „Það er ekki annað hægt en að taka hatt sinn ofan, en hann er samt hátt með fótinn og þetta er háskaleikur,“ grínaðist þjálfari Vålerenga Geir Bakke eftir leik. HVA I ALLE DAGER? @Glimt pic.twitter.com/MOGnJas5Z7— TV 2 Sport (@tv2sport) September 28, 2023 „Ég vissi ekki að hann gæti þetta. Það var algjörlega sturlað að verða vitni að þessu,“ sagði Kjetil Knutsen, þjálfari Bodö. Jesper Mathisen, sérfræðingur TV2 sem sýndi leikinn, sparaði þá ekki stóru orðin. „Þetta er fallegasta mark sem skorað hefur verið á norskri grundu, nokkurn tímann. Þetta er eitt sjúkasta mark sem ég hef séð á ævinni.“ Moumbagna kom til Bodö frá Kristiansund, félagi Brynjólfs Andersen Willumssonar, fyrir yfirstandandi leiktíð. Hann hefur farið afar vel af stað og skorað 13 mörk í 20 deildarleikjum. Markið má sjá í tístinu að ofan en má einnig sjá á heimasíðu TV2 hér.
Norski boltinn Noregur Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Sjá meira