„Upp úr riðlinum, takk!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. september 2023 17:15 Höskuldur Gunnlaugsson er líkt og aðrir Blikar spenntur fyrir sögulegu verkefni. Vísir/Hulda Margrét Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, segir leikmenn liðsins ekki komna í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar til þess eins að taka þátt. Spennan sé mikil fyrir verkefninu. Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“ Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Breiðablik tryggði sæti sitt, fyrst íslenskra karlaliða, í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar þegar liðið sló Struga frá Norður-Makedóníu úr leik í gærkvöld. Dregið var í riðla í dag og var Breiðablik annað upp úr hattinum í fjórða styrkleikaflokki og lenti í B-riðli. Höskuldur segir að aðra riðla ef til vill hafa heillað meira fyrirfram „Þessi E-riðill var kannski mest spennandi upp á hvaða lið voru þar, en ég lít á þetta þennan riðil sem við erum í sem gott tækifæri til að gera eitthvað og bara fara upp úr þeim riðli, takk.“ segir Höskuldur kokhraustur. Geta strítt þessum liðum E-riðillinn sem umræðir var skipaður AZ Alkmaar, Aston Villa og Legia Varsjá en í þann riðil drógust Bosníumeistarar Zrinjski Mostar, sem lögðu Blika í forkeppni Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Andstæðingar Blika eru hins vegar Gent frá Belgíu, Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og Zorya Luhansk frá Úkraínu, heldur óþekktari stærðir. „Auðvitað veit maður hver þessi lið eru en ekki beint horft mikið á þau. Kannski helst Gent sem er feikna sterkt lið sem og öll liðin í þessum riðli en ég held við getum klárlega strítt þeim,“ „Við verðum að nálgast þetta þannig [að við getum farið áfram]. Það á eftir að koma í ljós hvar við munum spila okkar heimaleiki, en ég held að við getum sannarlega strítt þessum liðum eins og mörgum öðrum við höfum mætt í Evrópuvegferðinni okkar,“ segir Höskuldur. Gervigras eða Ísland? Líkt og Höskuldur nefnir liggur ekki fyrir hvar Breiðablik spilar heimaleiki sína en það verður annað hvort á Laugardalsvelli eða erlendis. „Það væri vissulega þægilegra að þetta myndi liggja fyrir. Ég væri helst til í að spila á gervigrasi, sem þýðir að maður þyrfti að fara út fyrir eyjuna. Sem er líka leiðinlegt því auðvitað vill maður spila Evrópuleikina á Íslandi. En það eru einhverjir aðrir sem finna út úr þessu og ég bara reima á mig takkaskóna,“ segir Höskuldur. Tenerife í desember Liðsfélagi Höskuldar, Oliver Sigurjónsson, sagði í viðtali við Vísi í dag að þónokkrir leikmenn hefðu þurft að endurskipuleggja fyrirhugaðar ferðir til Tenerife sem til stóðu á meðan riðlakeppninni stendur. Höskuldur er á leið þangað suðureftir en þarf ekki að breyta sínum tilhögunum. „Ég var reyndar fyrir löngu síðan búinn að bóka Tenerife-ferðina í desember, ég gerði bara ráð fyrir þessu.“ segir Höskuldur sem segir Blika klára í verkefnið. „Við komum okkur núna aftur á jörðina og mætum svo í riðlakeppnina með stæl, með fulla einbeitingu, tiltrú og staðfestu á að við ætlum að gera eitthvað.“
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira