Óskar fyrir stórleik dagsins: „Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni“ Aron Guðmundsson skrifar 31. ágúst 2023 10:31 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks Vísir/Hulda Margrét Stærsti leikur í sögu karlaliðs Breiðabliks í fótbolta, að margra mati, fer fram á Kópavogsvelli síðar í dag þegar að liðið tekur á móti FC Struga í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira
Breiðablik vann fyrri leikinn úti í Norður-Makedóníu með einu marki gegn engu og getur, með annað hvort jafntefli eða sigri í dag tryggt sér sæti í riðlakeppni í Evrópu fyrst allra karlaliða á Íslandi. „Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni.“ „Þetta er bara blanda af mikilli eftirvæntingu og auðvitað finnur maður fyrir stærð leiksins. Það er alveg ljóst,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, um tilfinningarnar sem bærast um innra með honum fyrir leiknum. „Maður finnur fyrir stressi, það er smá ótti en mest eftirvænting.“ En hvernig nálgast Óskar leikmenn sína í aðdraganda þessa stórleiks? „Maður reynir að hafa þetta eins venjulegt og þetta getur orðið, þetta er auðvitað bara fótboltaleikur sem við þurfum að vinna en í grunninn þurfum við að umvefja þá staðreynd að við erum komnir á þennan stað, í þessa stöðu og menn eru búnir að vinna fyrir því. Við þurfum að gleðjast yfir því að vera í þeirri stöðu að geta spilað svona leik sem skiptir svo miklu máli. Það eru forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni, það eru ekki allir sem fá að upplifa það og við þurfum að vera þakklátir fyrir það. Passa upp á að orkan sem við komum með inn í þennan leik sé jákvæð, að allar neikvæðu tilfinningarnar á borð við stress, ótti og allt þetta þar sem að hlutir sem þú óttast mest í heiminum að tapa eða falla á sverð. Að það dragi þig ekki niður heldur, af því að við erum meðvitaðir um það og þorum að tala um það, geti óttinn verið öflugur drifkraftur.“ Segir Óskar sem telur að innst inni séu menn að hugsa hvað gerist ef þeir klikki. „Að falla á þessari síðustu hindrun, sem er bara eðlilegasti hlutur í heimi. Við höfum áhyggjur af öllu, alltaf, alls staðar en þegar að hópurinn er saman, hópurinn er meðvitaður um það og allir í sömu stöðu, þá er auðveldara að takast á við það og nýta það sem jákvæða orku, öflugan drifkraft.“ Viðtalið við Óskar í heild sinni fyrir stórleik dagsins gegn Struga FC má sjá hér fyrir neðan: Klippa: Óskar fyrir stórleikinn: Forréttindi að það sé pressa á þér í vinnunni
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Fótbolti Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Íslenski boltinn Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Fótbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Arteta fyrstur stjóranna á fætur Ísland - Norður-Írland | Snjórinn farinn og slegist um sæti í A-deild Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Sjá meira